Tuttuguogsex Evrópuleikir í ágúst Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2020 15:45 Vinnur Real Madrid Meistaradeild Evrópu í fimmta sinn á síðustu sjö árum? getty/Gonzalo Arroyo Moreno Í vikunni verður þráðurinn tekinn upp að nýju í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni eftir tæplega fimm mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Sextán liða úrslitunum í Meistara- og Evrópudeildinni lýkur í þessari viku. Í næstu viku hefjast svo átta liða úrslitin í keppnunum. Alls fara 26 leikir fram í Meistara- og Evrópudeildinni í ágúst. Leikdagar eru alls sextán talsins. Þessi mikla törn, „Evrópuágúst“, hefst á morgun, 5. ágúst, og lýkur með úrslitaleik Meistaradeildarinnar sunnudaginn 23. ágúst. August is all about European football Get ready for a feast of Europa League and Champions League action from tomorrow pic.twitter.com/rWVNVCoLe3— Goal (@goal) August 4, 2020 Vegna kórónuveirufaraldursins verður fyrirkomulag Meistara- og Evrópudeildarinnar nokkuð frábrugðið frá því sem venjulega er. Aðeins þarf að vinna einn leik í átta liða og undanúrslitunum og allir leikirnir frá og með átta liða úrslitum fara fram á hlutlausum völlum. Allir leikirnir í Meistaradeildinni fara fram í Lissabon, höfuðborg Portúgals, á Estádio da Luz, heimavelli Benfica, og Estádio José Alvalade, heimavelli Sporting. Ljósvangur hýsir úrslitaleikurinn 23. ágúst. Úrslitakeppnin í Evrópudeildinni fer fram í fjórum borgum í Þýskalandi; Köln, Düsseldorf, Gelsenkirchen og Duisburg. Úrslitaleikurinn verður á RheinEnergieStadion í Köln 21. ágúst. Fjórir leikir fara fram í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar á morgun. Manchester United tekur á móti LASK Linz, Istanbul Baseksehir sækir FC København heim, Shakhtar Donetsk og Wolfsburg eigast við í Kænugarði og Inter og Getafe mætast í Gelsenkirchen. Aðeins einn leikur verður í rimmum Inter og Getafe og Sevilla og Roma en fyrri leikjum þeirra í sextán liða úrslitunum var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Á fimmtudaginn mætast svo Wolves og Olympiacos, Bayer Leverkusen og Rangers, Sevilla og Roma og Basel og Frankfurt. Meistaradeildin tekur síðan við á föstudaginn þegar Manchester City tekur á móti Real Madrid og Lyon sækir Juventus heim. City vann fyrri leikinn gegn Real Madrid, 1-2, og Lyon er með eins marks forystu eftir 1-0 sigur á Juventus í fyrri leik liðanna. Sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar lýkur svo á laugardaginn með leikjum Barcelona og Napoli og Bayern München og Chelsea. Lítil spenna er fyrir síðarnefndu viðureignina en Bæjarar unnu fyrri leikinn í London, 0-3. Fyrri leikur Napoli og Barcelona endaði með 1-1 jafntefli. Búið er að draga í átta liða úrslit Meistara- og Evrópudeildarinnar. Dráttinn má sjá hér fyrir neðan. The UEFA Champions League draw is complete! Who will lift the trophy next month? #UCLdraw pic.twitter.com/h7hYwKWw2K— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) July 10, 2020 The #UELdraw is complete 2020 #UEL winners will be ______ pic.twitter.com/ncyIFYKhlC— UEFA Europa League (@EuropaLeague) July 10, 2020 Allir leikirnir í Meistaradeildinni verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og meirihluti leikjanna í Evrópudeildinni. Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira
Í vikunni verður þráðurinn tekinn upp að nýju í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni eftir tæplega fimm mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Sextán liða úrslitunum í Meistara- og Evrópudeildinni lýkur í þessari viku. Í næstu viku hefjast svo átta liða úrslitin í keppnunum. Alls fara 26 leikir fram í Meistara- og Evrópudeildinni í ágúst. Leikdagar eru alls sextán talsins. Þessi mikla törn, „Evrópuágúst“, hefst á morgun, 5. ágúst, og lýkur með úrslitaleik Meistaradeildarinnar sunnudaginn 23. ágúst. August is all about European football Get ready for a feast of Europa League and Champions League action from tomorrow pic.twitter.com/rWVNVCoLe3— Goal (@goal) August 4, 2020 Vegna kórónuveirufaraldursins verður fyrirkomulag Meistara- og Evrópudeildarinnar nokkuð frábrugðið frá því sem venjulega er. Aðeins þarf að vinna einn leik í átta liða og undanúrslitunum og allir leikirnir frá og með átta liða úrslitum fara fram á hlutlausum völlum. Allir leikirnir í Meistaradeildinni fara fram í Lissabon, höfuðborg Portúgals, á Estádio da Luz, heimavelli Benfica, og Estádio José Alvalade, heimavelli Sporting. Ljósvangur hýsir úrslitaleikurinn 23. ágúst. Úrslitakeppnin í Evrópudeildinni fer fram í fjórum borgum í Þýskalandi; Köln, Düsseldorf, Gelsenkirchen og Duisburg. Úrslitaleikurinn verður á RheinEnergieStadion í Köln 21. ágúst. Fjórir leikir fara fram í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar á morgun. Manchester United tekur á móti LASK Linz, Istanbul Baseksehir sækir FC København heim, Shakhtar Donetsk og Wolfsburg eigast við í Kænugarði og Inter og Getafe mætast í Gelsenkirchen. Aðeins einn leikur verður í rimmum Inter og Getafe og Sevilla og Roma en fyrri leikjum þeirra í sextán liða úrslitunum var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Á fimmtudaginn mætast svo Wolves og Olympiacos, Bayer Leverkusen og Rangers, Sevilla og Roma og Basel og Frankfurt. Meistaradeildin tekur síðan við á föstudaginn þegar Manchester City tekur á móti Real Madrid og Lyon sækir Juventus heim. City vann fyrri leikinn gegn Real Madrid, 1-2, og Lyon er með eins marks forystu eftir 1-0 sigur á Juventus í fyrri leik liðanna. Sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar lýkur svo á laugardaginn með leikjum Barcelona og Napoli og Bayern München og Chelsea. Lítil spenna er fyrir síðarnefndu viðureignina en Bæjarar unnu fyrri leikinn í London, 0-3. Fyrri leikur Napoli og Barcelona endaði með 1-1 jafntefli. Búið er að draga í átta liða úrslit Meistara- og Evrópudeildarinnar. Dráttinn má sjá hér fyrir neðan. The UEFA Champions League draw is complete! Who will lift the trophy next month? #UCLdraw pic.twitter.com/h7hYwKWw2K— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) July 10, 2020 The #UELdraw is complete 2020 #UEL winners will be ______ pic.twitter.com/ncyIFYKhlC— UEFA Europa League (@EuropaLeague) July 10, 2020 Allir leikirnir í Meistaradeildinni verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og meirihluti leikjanna í Evrópudeildinni.
Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira