Gagnrýnir nýja skilmála Borgunar harðlega Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. ágúst 2020 06:33 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SF. Vísir/Arnar Á föstudag tilkynnti fjármálafyrirtækið Borgun um skilmálabreytingar sem fela í sér innleiðingu svokallaðrar veltutryggingu þann 1. október næstkomandi. Með henni ætlar fyrirtækið sér að halda eftir 10 prósentum heildarfjárhæðar allra færslna á uppgjörum. Tryggingunni er haldið eftir í sex mánuði. Þetta kemur fram í bréfi Borgunar til fyrirtækja sem það á viðskipti við. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir Borgun í órétti. Í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, það vera skýra afstöðu samtakanna að greiðslur fyrir þjónustu sem þegar hefur verið veitt skuli inntar af hendi af hálfu greiðslumiðlunarfyrirtækja. Í bréfi Borgunar kemur fram að tryggingunni sé komið á til varnar aukinni endurkröfuáhættu, en kórónuveirufaraldurinn og sveiflur í uppgangi hans hafa valdið því að afbóka eða aflýsa hefur þurft mörgum skipulögðum ferðum í ferðaþjónustuiðnaðinum, með tilheyrandi endurgreiðslukröfum ferðamanna á hendur ferðaþjónustufyrirtækjum. Blaðið hefur þá eftir Jóhannesi að ráðstöfun Borgunar sé nýtt útspil í „langri röð vandamála sem tengjast skilmálum kortafyrirtækja.“ Samtök ferðaþjónustunnar hafi látið gera lögfræðilegar úttektir og afstaða þeirra sé skýr. Búið sé að koma henni skilmerkilega til skila til þriggja stærstu greiðslumiðlunarfyrirtækjanna, Borgunar, Valitors og Korta. Þá segir Jóhannes að þótt eðlilegt sé að fyrirtækin vilji tryggja sig gagnvart aukinni áhættu í viðskiptum í ferðaþjónustu komi ekki til greina að þau haldi eftir tíu prósentum greiðslna fyrir þjónustu sem þegar hefur verið veitt. Þau eigi að skila slíkum greiðslum á réttum tíma. Það er mat Jóhannesar að þau séu ekki undir neinum kringumstæðum í rétti til þess að halda slíkum greiðslum eftir. „Hins vegar er það algjörlega klárt að þegar að þjónusta hefur verið veitt að þá er engin áhætta lengur til staðar fyrir kortafyrirtækin. Og það er algjörlega óásættanlegt af okkar hálfu og jaðrar við lögbrot, myndi ég telja, að fyrirtækin haldi eftir greiðslum vegna þjónustu sem hefur verið veitt,“ hefur blaðið eftir Jóhannesi að lokum. Ferðamennska á Íslandi Greiðslumiðlun Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Á föstudag tilkynnti fjármálafyrirtækið Borgun um skilmálabreytingar sem fela í sér innleiðingu svokallaðrar veltutryggingu þann 1. október næstkomandi. Með henni ætlar fyrirtækið sér að halda eftir 10 prósentum heildarfjárhæðar allra færslna á uppgjörum. Tryggingunni er haldið eftir í sex mánuði. Þetta kemur fram í bréfi Borgunar til fyrirtækja sem það á viðskipti við. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir Borgun í órétti. Í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, það vera skýra afstöðu samtakanna að greiðslur fyrir þjónustu sem þegar hefur verið veitt skuli inntar af hendi af hálfu greiðslumiðlunarfyrirtækja. Í bréfi Borgunar kemur fram að tryggingunni sé komið á til varnar aukinni endurkröfuáhættu, en kórónuveirufaraldurinn og sveiflur í uppgangi hans hafa valdið því að afbóka eða aflýsa hefur þurft mörgum skipulögðum ferðum í ferðaþjónustuiðnaðinum, með tilheyrandi endurgreiðslukröfum ferðamanna á hendur ferðaþjónustufyrirtækjum. Blaðið hefur þá eftir Jóhannesi að ráðstöfun Borgunar sé nýtt útspil í „langri röð vandamála sem tengjast skilmálum kortafyrirtækja.“ Samtök ferðaþjónustunnar hafi látið gera lögfræðilegar úttektir og afstaða þeirra sé skýr. Búið sé að koma henni skilmerkilega til skila til þriggja stærstu greiðslumiðlunarfyrirtækjanna, Borgunar, Valitors og Korta. Þá segir Jóhannes að þótt eðlilegt sé að fyrirtækin vilji tryggja sig gagnvart aukinni áhættu í viðskiptum í ferðaþjónustu komi ekki til greina að þau haldi eftir tíu prósentum greiðslna fyrir þjónustu sem þegar hefur verið veitt. Þau eigi að skila slíkum greiðslum á réttum tíma. Það er mat Jóhannesar að þau séu ekki undir neinum kringumstæðum í rétti til þess að halda slíkum greiðslum eftir. „Hins vegar er það algjörlega klárt að þegar að þjónusta hefur verið veitt að þá er engin áhætta lengur til staðar fyrir kortafyrirtækin. Og það er algjörlega óásættanlegt af okkar hálfu og jaðrar við lögbrot, myndi ég telja, að fyrirtækin haldi eftir greiðslum vegna þjónustu sem hefur verið veitt,“ hefur blaðið eftir Jóhannesi að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Greiðslumiðlun Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira