Microsoft heldur áfram viðræðum um kaup á TikTok Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. ágúst 2020 08:12 Satya Nadella, framkvæmdastjóri Microsoft. EPA/GIAN EHRENZELLER Bandaríski tæknirisinn Microsoft hefur staðfest að hann muni áfram eiga í viðræðum við kínverska fyrirtækið ByteDance, sem á samskiptamiðilinn TikTok, um kaup þess fyrrnefnda á bandaríska hluta miðilsins. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Framkvæmdastjóri Microsoft, Satya Nadella, ræddi málið við Donald Trump Bandaríkjaforseta í gær, samkvæmt yfirlýsingu frá fyrirtækinu. Trump hafði áður talað um möguleikann á því að hann myndi banna TikTok í Bandaríkjunum, og vísaði til áhyggja þess efnis að gögn sem fyrirtækið safnar kæmust í hendur kínverskra stjórnvalda. Þessar fyrirætlanir forsetans voru taldar geta sett kaup Microsoft á hluta miðilsins í hættu. Microsoft segir í yfirlýsingu sinni að það sé vel meðvitað um mikilvægi þess að fjalla um og skoða það sem Trump hefur áhyggjur af. Vandlega verði farið yfir öryggismál er snúa að smáforritinu. Microsoft vonast eftir því að geta lokið viðræðum við ByteDance fyrir miðjan september. Gangi kaupin eftir myndi Microsoft eignast TikTok í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Samfélagsmiðlar Bandaríkin Kína TikTok Tengdar fréttir TikTok svarar Trump: „Við erum ekki á förum“ Vanessa Pappas, framkvæmdastjóri TikTok í Bandaríkjunum, segir fyrirtækið vinna að því að gera samfélagsmiðilinn eins öruggan og mögulegt er. 1. ágúst 2020 16:12 Trump segist ætla að banna Tiktok Kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok verður bannaður í Bandaríkjunum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann boðar tilskipun þess efnis, jafnvel strax í dag. Forsetanum hugnast ekki að bandarískt fyrirtæki eins og Microsoft kaupi starfsemi Tiktok í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2020 08:27 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Bandaríski tæknirisinn Microsoft hefur staðfest að hann muni áfram eiga í viðræðum við kínverska fyrirtækið ByteDance, sem á samskiptamiðilinn TikTok, um kaup þess fyrrnefnda á bandaríska hluta miðilsins. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Framkvæmdastjóri Microsoft, Satya Nadella, ræddi málið við Donald Trump Bandaríkjaforseta í gær, samkvæmt yfirlýsingu frá fyrirtækinu. Trump hafði áður talað um möguleikann á því að hann myndi banna TikTok í Bandaríkjunum, og vísaði til áhyggja þess efnis að gögn sem fyrirtækið safnar kæmust í hendur kínverskra stjórnvalda. Þessar fyrirætlanir forsetans voru taldar geta sett kaup Microsoft á hluta miðilsins í hættu. Microsoft segir í yfirlýsingu sinni að það sé vel meðvitað um mikilvægi þess að fjalla um og skoða það sem Trump hefur áhyggjur af. Vandlega verði farið yfir öryggismál er snúa að smáforritinu. Microsoft vonast eftir því að geta lokið viðræðum við ByteDance fyrir miðjan september. Gangi kaupin eftir myndi Microsoft eignast TikTok í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og á Nýja-Sjálandi.
Samfélagsmiðlar Bandaríkin Kína TikTok Tengdar fréttir TikTok svarar Trump: „Við erum ekki á förum“ Vanessa Pappas, framkvæmdastjóri TikTok í Bandaríkjunum, segir fyrirtækið vinna að því að gera samfélagsmiðilinn eins öruggan og mögulegt er. 1. ágúst 2020 16:12 Trump segist ætla að banna Tiktok Kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok verður bannaður í Bandaríkjunum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann boðar tilskipun þess efnis, jafnvel strax í dag. Forsetanum hugnast ekki að bandarískt fyrirtæki eins og Microsoft kaupi starfsemi Tiktok í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2020 08:27 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
TikTok svarar Trump: „Við erum ekki á förum“ Vanessa Pappas, framkvæmdastjóri TikTok í Bandaríkjunum, segir fyrirtækið vinna að því að gera samfélagsmiðilinn eins öruggan og mögulegt er. 1. ágúst 2020 16:12
Trump segist ætla að banna Tiktok Kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok verður bannaður í Bandaríkjunum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann boðar tilskipun þess efnis, jafnvel strax í dag. Forsetanum hugnast ekki að bandarískt fyrirtæki eins og Microsoft kaupi starfsemi Tiktok í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2020 08:27