Clippers með stórsigur á meðan Lakers máttu þola tap Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. ágúst 2020 09:25 Lakers gekk hörmulega að stöðva Kyle Lowry í nótt. Ashley Landis/Getty Images Alls fóru fimm leikir fram í NBA-deildinni í nótt. Los Angeles Clippers komu sterkir til baka eftir tapið gegn Lakers og völtuðu yfir New Orleans Pelicans. Á sama tíma áttu nágrannar þeirra í Lakers aldrei möguleika gegn ríkjandi meisturum í Toronto Raptors. Leikur Toronto og Lakers var jafn framan af og raunar leiddu Lakers með þremur stigum í hálfleik, staðan þá 44-41. Toronto náðu vopnum sínum í síðari hálfleik og keyrðu einfaldlega yfir LeBron James og félaga í síðasta fjórðung. Unnur þeir hann með 13 stiga mun og þar með leikinn með 15 stiga mun, lokatölur 107-92. Kyle Lowry fór hamförum hjá Raptors en hann setti 33 stig ásamt því að taka 14 fráköst. Þar á eftir kom OG Anunoby með 23 stig. LeBron setti niður 20 stig hjá Lakers og tók 10 fráköst, mest allra í liðinu. Kyle Kuzma var næstur í stigaskorun en hann gerði 16 stig. @Klow7 does it all in the @Raptors W over LAL! #WholeNewGame 33 PTS | 14 REB (career high) | 6 AST | 5 3PM pic.twitter.com/qyvf6sPfKs— NBA (@NBA) August 2, 2020 Clippers áttu aldrei í vandræðum með New Orleans Pelicans og var leikurinn svo gott sem búinn í hálfleik. Clippers þá þegar komnir með 32 stiga forystu, staðan 77-45. Slökuðu þeir á aðeins á í síðari hálfleik og þökk sé því að Clippers voru einfaldlega ekki með í síðasta leikhluta leiksins þá sluppu Pelicans við niðurlægingu. Staðan fyrir síðasta fjórðung leiksins var 103-66 en Pelicans gerðu 37 stig í síðasta fjórðung leiksins gegn aðeins 23 hjá Clippers. Lauk leiknum því með 126-103 sigri Clippers. Paul George var stigahæstur hjá Clippers með 28 stig og þar á eftir kom þá að sjálfsögðu Kawhi Leonard, með 24 stig. Hjá Pelicans var Nickeil Alexander-Walker með 15 stig á aðeins tólf mínútum. The @LAClippers go 9-13 from in the 1st Q on ESPN! #WholeNewGame pic.twitter.com/39q06vzasJ— NBA (@NBA) August 1, 2020 Önnur úrslit Denver Nuggets 105 – 125 Miami Heat Oklahoma City Thunder 110 – 94 Utah Jazz Indiana Pacers 127 – 121 Philadelphia 76ers @JoelEmbiid (41 PTS, 21 REB, 3 BLK) becomes the first @sixers player with multiple 40+ PT/20+ REB games since Charles Barkley!#WholeNewGame pic.twitter.com/gfx2X7aiYY— NBA (@NBA) August 2, 2020 Körfubolti NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira
Alls fóru fimm leikir fram í NBA-deildinni í nótt. Los Angeles Clippers komu sterkir til baka eftir tapið gegn Lakers og völtuðu yfir New Orleans Pelicans. Á sama tíma áttu nágrannar þeirra í Lakers aldrei möguleika gegn ríkjandi meisturum í Toronto Raptors. Leikur Toronto og Lakers var jafn framan af og raunar leiddu Lakers með þremur stigum í hálfleik, staðan þá 44-41. Toronto náðu vopnum sínum í síðari hálfleik og keyrðu einfaldlega yfir LeBron James og félaga í síðasta fjórðung. Unnur þeir hann með 13 stiga mun og þar með leikinn með 15 stiga mun, lokatölur 107-92. Kyle Lowry fór hamförum hjá Raptors en hann setti 33 stig ásamt því að taka 14 fráköst. Þar á eftir kom OG Anunoby með 23 stig. LeBron setti niður 20 stig hjá Lakers og tók 10 fráköst, mest allra í liðinu. Kyle Kuzma var næstur í stigaskorun en hann gerði 16 stig. @Klow7 does it all in the @Raptors W over LAL! #WholeNewGame 33 PTS | 14 REB (career high) | 6 AST | 5 3PM pic.twitter.com/qyvf6sPfKs— NBA (@NBA) August 2, 2020 Clippers áttu aldrei í vandræðum með New Orleans Pelicans og var leikurinn svo gott sem búinn í hálfleik. Clippers þá þegar komnir með 32 stiga forystu, staðan 77-45. Slökuðu þeir á aðeins á í síðari hálfleik og þökk sé því að Clippers voru einfaldlega ekki með í síðasta leikhluta leiksins þá sluppu Pelicans við niðurlægingu. Staðan fyrir síðasta fjórðung leiksins var 103-66 en Pelicans gerðu 37 stig í síðasta fjórðung leiksins gegn aðeins 23 hjá Clippers. Lauk leiknum því með 126-103 sigri Clippers. Paul George var stigahæstur hjá Clippers með 28 stig og þar á eftir kom þá að sjálfsögðu Kawhi Leonard, með 24 stig. Hjá Pelicans var Nickeil Alexander-Walker með 15 stig á aðeins tólf mínútum. The @LAClippers go 9-13 from in the 1st Q on ESPN! #WholeNewGame pic.twitter.com/39q06vzasJ— NBA (@NBA) August 1, 2020 Önnur úrslit Denver Nuggets 105 – 125 Miami Heat Oklahoma City Thunder 110 – 94 Utah Jazz Indiana Pacers 127 – 121 Philadelphia 76ers @JoelEmbiid (41 PTS, 21 REB, 3 BLK) becomes the first @sixers player with multiple 40+ PT/20+ REB games since Charles Barkley!#WholeNewGame pic.twitter.com/gfx2X7aiYY— NBA (@NBA) August 2, 2020
Körfubolti NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira