Handtóku ungling vegna árásar á vinsæla Twitter-aðganga Sylvía Hall skrifar 31. júlí 2020 20:00 Twitter-síður voru vettvangur tilraunar til fjársvika. Getty/SOPA Unglingur í Flórídaríki í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn vegna netárásar á vinsæla Twitter-aðganga fyrr í mánuðinum. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á tölvuþrjótnum voru hjónin Kanye West og Kim Kardashian, Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseti og forsetaframbjóðandinn Joe Biden. Tíst voru send út í nafni þessara einstaklinga þar sem fylgjendur þeirra voru beðnir um að senda greiðslur í rafmyntinni bitcoin. Áður var greint frá því að um fjögur hundruð slíkar greiðslur hafi farið fram að upphæð um 120 þúsund dollara, sem samsvarar tæplega 17 milljónum íslenskra króna. Á vef breska ríkisútvarpsins segir að saksóknari í Hillsborough hafi lagt fram þrjátíu ákæruliði á hendur unglingsins, til að mynda fyrir skipulögð svik og notkun á persónuupplýsingum í sviksamlegum tilgangi. „Þessir glæpir voru framdir með því að nota nöfn frægra einstaklinga, en þau eru ekki aðalfórnarlömbin hérna,“ segir Andrew Warren saksóknari um málið. Hann segir árásina hafa verið til þess fallna að stela fjármunum af venjulegum Bandaríkjamönnum víðs vegar um Bandaríkin. Málið hefur einnig endað á borði alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum sem rannsakaði málið. Færslurnar sem voru sendar út voru á þann veg að fólk var beðið um að senda ákveðna upphæð í rafmynt og sú upphæð yrði tvöfölduð og millifærð til baka. Jack Dorsey, stofnandi Twitter, sagðist vera miður sín yfir því sem gerðist og lofaði því að fyrirtækið myndi gera allt sem í sínu valdi stæði til þess að koma í veg fyrir að slíkt kæmi fyrir aftur. Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Obama, Biden og Kanye West á meðal fórnarlamba internetþrjóta Fjöldi auðmanna varð í dag fyrir barðinu á internetskúrkum en Twitter-síður auðkýfinganna Elon Musk, Jeff Bezos og Bill Gates voru á meðal þeirra sem voru hakkaðar. 15. júlí 2020 22:53 FBI rannsakar tölvuárás á vinsæla Twitter-reikninga Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, rannsakar nú tölvuárás þar sem netþrjótar hökkuðu sig inn á aðganga frægra einstaklinga á Twitter. 17. júlí 2020 06:49 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Sjá meira
Unglingur í Flórídaríki í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn vegna netárásar á vinsæla Twitter-aðganga fyrr í mánuðinum. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á tölvuþrjótnum voru hjónin Kanye West og Kim Kardashian, Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseti og forsetaframbjóðandinn Joe Biden. Tíst voru send út í nafni þessara einstaklinga þar sem fylgjendur þeirra voru beðnir um að senda greiðslur í rafmyntinni bitcoin. Áður var greint frá því að um fjögur hundruð slíkar greiðslur hafi farið fram að upphæð um 120 þúsund dollara, sem samsvarar tæplega 17 milljónum íslenskra króna. Á vef breska ríkisútvarpsins segir að saksóknari í Hillsborough hafi lagt fram þrjátíu ákæruliði á hendur unglingsins, til að mynda fyrir skipulögð svik og notkun á persónuupplýsingum í sviksamlegum tilgangi. „Þessir glæpir voru framdir með því að nota nöfn frægra einstaklinga, en þau eru ekki aðalfórnarlömbin hérna,“ segir Andrew Warren saksóknari um málið. Hann segir árásina hafa verið til þess fallna að stela fjármunum af venjulegum Bandaríkjamönnum víðs vegar um Bandaríkin. Málið hefur einnig endað á borði alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum sem rannsakaði málið. Færslurnar sem voru sendar út voru á þann veg að fólk var beðið um að senda ákveðna upphæð í rafmynt og sú upphæð yrði tvöfölduð og millifærð til baka. Jack Dorsey, stofnandi Twitter, sagðist vera miður sín yfir því sem gerðist og lofaði því að fyrirtækið myndi gera allt sem í sínu valdi stæði til þess að koma í veg fyrir að slíkt kæmi fyrir aftur.
Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Obama, Biden og Kanye West á meðal fórnarlamba internetþrjóta Fjöldi auðmanna varð í dag fyrir barðinu á internetskúrkum en Twitter-síður auðkýfinganna Elon Musk, Jeff Bezos og Bill Gates voru á meðal þeirra sem voru hakkaðar. 15. júlí 2020 22:53 FBI rannsakar tölvuárás á vinsæla Twitter-reikninga Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, rannsakar nú tölvuárás þar sem netþrjótar hökkuðu sig inn á aðganga frægra einstaklinga á Twitter. 17. júlí 2020 06:49 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Sjá meira
Obama, Biden og Kanye West á meðal fórnarlamba internetþrjóta Fjöldi auðmanna varð í dag fyrir barðinu á internetskúrkum en Twitter-síður auðkýfinganna Elon Musk, Jeff Bezos og Bill Gates voru á meðal þeirra sem voru hakkaðar. 15. júlí 2020 22:53
FBI rannsakar tölvuárás á vinsæla Twitter-reikninga Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, rannsakar nú tölvuárás þar sem netþrjótar hökkuðu sig inn á aðganga frægra einstaklinga á Twitter. 17. júlí 2020 06:49