Handtóku ungling vegna árásar á vinsæla Twitter-aðganga Sylvía Hall skrifar 31. júlí 2020 20:00 Twitter-síður voru vettvangur tilraunar til fjársvika. Getty/SOPA Unglingur í Flórídaríki í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn vegna netárásar á vinsæla Twitter-aðganga fyrr í mánuðinum. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á tölvuþrjótnum voru hjónin Kanye West og Kim Kardashian, Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseti og forsetaframbjóðandinn Joe Biden. Tíst voru send út í nafni þessara einstaklinga þar sem fylgjendur þeirra voru beðnir um að senda greiðslur í rafmyntinni bitcoin. Áður var greint frá því að um fjögur hundruð slíkar greiðslur hafi farið fram að upphæð um 120 þúsund dollara, sem samsvarar tæplega 17 milljónum íslenskra króna. Á vef breska ríkisútvarpsins segir að saksóknari í Hillsborough hafi lagt fram þrjátíu ákæruliði á hendur unglingsins, til að mynda fyrir skipulögð svik og notkun á persónuupplýsingum í sviksamlegum tilgangi. „Þessir glæpir voru framdir með því að nota nöfn frægra einstaklinga, en þau eru ekki aðalfórnarlömbin hérna,“ segir Andrew Warren saksóknari um málið. Hann segir árásina hafa verið til þess fallna að stela fjármunum af venjulegum Bandaríkjamönnum víðs vegar um Bandaríkin. Málið hefur einnig endað á borði alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum sem rannsakaði málið. Færslurnar sem voru sendar út voru á þann veg að fólk var beðið um að senda ákveðna upphæð í rafmynt og sú upphæð yrði tvöfölduð og millifærð til baka. Jack Dorsey, stofnandi Twitter, sagðist vera miður sín yfir því sem gerðist og lofaði því að fyrirtækið myndi gera allt sem í sínu valdi stæði til þess að koma í veg fyrir að slíkt kæmi fyrir aftur. Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Obama, Biden og Kanye West á meðal fórnarlamba internetþrjóta Fjöldi auðmanna varð í dag fyrir barðinu á internetskúrkum en Twitter-síður auðkýfinganna Elon Musk, Jeff Bezos og Bill Gates voru á meðal þeirra sem voru hakkaðar. 15. júlí 2020 22:53 FBI rannsakar tölvuárás á vinsæla Twitter-reikninga Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, rannsakar nú tölvuárás þar sem netþrjótar hökkuðu sig inn á aðganga frægra einstaklinga á Twitter. 17. júlí 2020 06:49 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Unglingur í Flórídaríki í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn vegna netárásar á vinsæla Twitter-aðganga fyrr í mánuðinum. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á tölvuþrjótnum voru hjónin Kanye West og Kim Kardashian, Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseti og forsetaframbjóðandinn Joe Biden. Tíst voru send út í nafni þessara einstaklinga þar sem fylgjendur þeirra voru beðnir um að senda greiðslur í rafmyntinni bitcoin. Áður var greint frá því að um fjögur hundruð slíkar greiðslur hafi farið fram að upphæð um 120 þúsund dollara, sem samsvarar tæplega 17 milljónum íslenskra króna. Á vef breska ríkisútvarpsins segir að saksóknari í Hillsborough hafi lagt fram þrjátíu ákæruliði á hendur unglingsins, til að mynda fyrir skipulögð svik og notkun á persónuupplýsingum í sviksamlegum tilgangi. „Þessir glæpir voru framdir með því að nota nöfn frægra einstaklinga, en þau eru ekki aðalfórnarlömbin hérna,“ segir Andrew Warren saksóknari um málið. Hann segir árásina hafa verið til þess fallna að stela fjármunum af venjulegum Bandaríkjamönnum víðs vegar um Bandaríkin. Málið hefur einnig endað á borði alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum sem rannsakaði málið. Færslurnar sem voru sendar út voru á þann veg að fólk var beðið um að senda ákveðna upphæð í rafmynt og sú upphæð yrði tvöfölduð og millifærð til baka. Jack Dorsey, stofnandi Twitter, sagðist vera miður sín yfir því sem gerðist og lofaði því að fyrirtækið myndi gera allt sem í sínu valdi stæði til þess að koma í veg fyrir að slíkt kæmi fyrir aftur.
Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Obama, Biden og Kanye West á meðal fórnarlamba internetþrjóta Fjöldi auðmanna varð í dag fyrir barðinu á internetskúrkum en Twitter-síður auðkýfinganna Elon Musk, Jeff Bezos og Bill Gates voru á meðal þeirra sem voru hakkaðar. 15. júlí 2020 22:53 FBI rannsakar tölvuárás á vinsæla Twitter-reikninga Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, rannsakar nú tölvuárás þar sem netþrjótar hökkuðu sig inn á aðganga frægra einstaklinga á Twitter. 17. júlí 2020 06:49 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Obama, Biden og Kanye West á meðal fórnarlamba internetþrjóta Fjöldi auðmanna varð í dag fyrir barðinu á internetskúrkum en Twitter-síður auðkýfinganna Elon Musk, Jeff Bezos og Bill Gates voru á meðal þeirra sem voru hakkaðar. 15. júlí 2020 22:53
FBI rannsakar tölvuárás á vinsæla Twitter-reikninga Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, rannsakar nú tölvuárás þar sem netþrjótar hökkuðu sig inn á aðganga frægra einstaklinga á Twitter. 17. júlí 2020 06:49