Körfubolti

NBA-deildin hefst að nýju með stór­leik liðanna frá Engla­borginni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Los Angeles-liðin tvö mætast í nótt og þó það sé langt síðan léku alvöru leik er hægt að fullyrða að það verður barist um hvern einasta bolta.
Los Angeles-liðin tvö mætast í nótt og þó það sé langt síðan léku alvöru leik er hægt að fullyrða að það verður barist um hvern einasta bolta. Brian Rothmuller/Getty Images

Í nótt hefst NBA-deildin í körfuboltu að nýju eftir að deildin var sett á ís vegna kórónufaraldursins þann 11. mars síðastliðinn. Deildin mun þó ekki fara fram með hefðbundnu sniði eins og hefur áður komið fram.

Í nótt mætast erkifjendurnir í Los Angeles Lakers og Los Angeles Clippers en það er þó ekki fyrsti leikur deildarinnar. Utah Jazz og New Orleans Pelicans mætast í opinberum opnunarleik deildarinnar í Disney World en hvað varðar áhuga á heimsvísu þá er síðari leikur kvöldsins [næturinnar] mun stærri.

Undirbúningur liðanna hefur að sjálfsögðu ekki verið með besta móti enda liðin aðeins æft saman síðan 22. júlí. Þá þurfa leikmenn að fylgja ströngum reglum og nú þegar hafa nokkrir þurft að fara í sóttkví þar sem þeir fylgdu ekki regluverki deildarinnar.

Þar má til að mynda nefna Lou Williams - leikmann Clippers - sem missir af leik næturinnar þar sem hann fór og fékk sér kjúklingavængi á strípibúllu eftir að hafa fengið leyfi til þess að vera viðstaddur jarðaför afa síns.

Stefnt er að því að liðin leiki átta leiki sem munu úrskurða hvaða lið komast í úrslitakeppni. Við tekur úrslitakeppni með sextán liðum sem á að ljúka þann 13. október. Úrslitakeppnin sjálf verður með hefðbundnu sniði en liðin þurfa að vinna fjóra leiki til að komast áfram.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×