Háskólakennarinn fluttur í fangelsi úti í miðri írönsku eyðimörkinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2020 09:09 Gilbert er sögð hafa verið fangelsuð í september 2018. Twitter Háskólakennarinn Kylie Moore-Gilbert sem var fangelsuð í Íran árið 2018 vegna ásakana um njósnir hefur verið flutt í fangelsi úti í miðri írönsku eyðimörkinni sem er þekkt vegna þess að þangað hafa pólitískir fangar jafnan verið fluttir og dúsað við slæman aðbúnað. Moore-Gilbert afplánar nú 10 ára fangelsisdóm en hún er sökuð um að hafa stundað njósnir í Íran. Hún er lektor við háskólann í Melbourne í stjórnmálum Mið-Austurlanda en hún hefur setið í írönsku fangelsi frá því í september 2018. Hún hefur ítrekað neitað sök en réttarhöldin yfir henni fóru fram í leyni. Áströlsk yfirvöld hafa lýst því yfir að Írönsk yfirvöld beri ábyrgð á heilsu og velferð Moore-Gilbert og hafa reynt að ná sambandi við hana án árangurs. Mál hennar er að sögn ástralskra yfirvalda í miklum forgangi hjá utanríkisráðuneyti landsins. Sjá einnig: Ástralski háskólakennarinn sagður hafa verið yfir ár í einangrunarvist Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Ástralíu sem birt var í gær segir að Íran hafi staðfest það að Moore-Gilbert hafi verið flutt í Qarchak fangelsið. Þangað eru pólitískir fangar iðulega fluttir og hafa fangar þaðan lýst aðstæðum í fangelsinu sem ömurlegum. Hingað til hefur Moore-Gilbert verið haldið í Evin fangelsinu í Tehran, höfuðborg Íran, og að sögn vinar hennar hafði hún ekki einu sinni aðgang að bedda í klefanum sínum þar, hún hafi þurft að sofa á gólfi fangelsisins. Þá hefur henni verið haldið í einangrun og hefur hún farið í nokkur hungurverkföll. Þá er hún sögð hafa sætt barsmíðum fyrir að hafa reynt að stappa stálinu í samfanga sína með því að skrifa til þeirra skilaboð annað hvort á veggi fangelsisins eða á bréfsnifsi. Sjá einnig: Háskólakennarinn segist ítrekað hafa neitað að gerast njósnari fyrir Íran Að sögn eiginmanns bresk-íranska góðgerðarstarfsmannsins Nazanin Zaghari-Ratcliffe – sem hefur setið í fangelsi í Íran frá 2016 vegna ásakana um njósnir sem hún hefur alltaf neitað – er Qarchak staður sem „írönsk yfirvöld senda kvenkyns pólitíska fanga þegar þau vilja brjóta þær niður.“ Hann segir að í fangelsinu sé ekkert hreint vatn, matur sé af skornum skammti, þar ráði gengi ríkjum sem leiði til þess að konurnar þurfi að bíða svo mánuðum skipti eftir að fá rúmpláss. Zaghari-Ratcliffe og Moore-Gilbert þekkjast en þær hafa farið saman í hungurverkföll. Þá á Moore-Gilbert að hafa verið boðið frelsi, að hennar eigin sögn, gegn því vilyrði að hún myndi stunda njósnir fyrir Íran. Hún hafi afþakkað það boð. Íran Ástralía Tengdar fréttir Háskólakennarinn segist ítrekað hafa neitað að gerast njósnari fyrir Íran Kylie Moore-Gilbert, bresk-ástralskur háskólakennari sem setið hefur í fangelsi í Íran síðan árið 2018, er sögð hafa hafnað tilboði íranskra yfirvalda um að gerast njósnari í skiptum fyrir frelsi. 21. janúar 2020 09:08 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Sjá meira
Háskólakennarinn Kylie Moore-Gilbert sem var fangelsuð í Íran árið 2018 vegna ásakana um njósnir hefur verið flutt í fangelsi úti í miðri írönsku eyðimörkinni sem er þekkt vegna þess að þangað hafa pólitískir fangar jafnan verið fluttir og dúsað við slæman aðbúnað. Moore-Gilbert afplánar nú 10 ára fangelsisdóm en hún er sökuð um að hafa stundað njósnir í Íran. Hún er lektor við háskólann í Melbourne í stjórnmálum Mið-Austurlanda en hún hefur setið í írönsku fangelsi frá því í september 2018. Hún hefur ítrekað neitað sök en réttarhöldin yfir henni fóru fram í leyni. Áströlsk yfirvöld hafa lýst því yfir að Írönsk yfirvöld beri ábyrgð á heilsu og velferð Moore-Gilbert og hafa reynt að ná sambandi við hana án árangurs. Mál hennar er að sögn ástralskra yfirvalda í miklum forgangi hjá utanríkisráðuneyti landsins. Sjá einnig: Ástralski háskólakennarinn sagður hafa verið yfir ár í einangrunarvist Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Ástralíu sem birt var í gær segir að Íran hafi staðfest það að Moore-Gilbert hafi verið flutt í Qarchak fangelsið. Þangað eru pólitískir fangar iðulega fluttir og hafa fangar þaðan lýst aðstæðum í fangelsinu sem ömurlegum. Hingað til hefur Moore-Gilbert verið haldið í Evin fangelsinu í Tehran, höfuðborg Íran, og að sögn vinar hennar hafði hún ekki einu sinni aðgang að bedda í klefanum sínum þar, hún hafi þurft að sofa á gólfi fangelsisins. Þá hefur henni verið haldið í einangrun og hefur hún farið í nokkur hungurverkföll. Þá er hún sögð hafa sætt barsmíðum fyrir að hafa reynt að stappa stálinu í samfanga sína með því að skrifa til þeirra skilaboð annað hvort á veggi fangelsisins eða á bréfsnifsi. Sjá einnig: Háskólakennarinn segist ítrekað hafa neitað að gerast njósnari fyrir Íran Að sögn eiginmanns bresk-íranska góðgerðarstarfsmannsins Nazanin Zaghari-Ratcliffe – sem hefur setið í fangelsi í Íran frá 2016 vegna ásakana um njósnir sem hún hefur alltaf neitað – er Qarchak staður sem „írönsk yfirvöld senda kvenkyns pólitíska fanga þegar þau vilja brjóta þær niður.“ Hann segir að í fangelsinu sé ekkert hreint vatn, matur sé af skornum skammti, þar ráði gengi ríkjum sem leiði til þess að konurnar þurfi að bíða svo mánuðum skipti eftir að fá rúmpláss. Zaghari-Ratcliffe og Moore-Gilbert þekkjast en þær hafa farið saman í hungurverkföll. Þá á Moore-Gilbert að hafa verið boðið frelsi, að hennar eigin sögn, gegn því vilyrði að hún myndi stunda njósnir fyrir Íran. Hún hafi afþakkað það boð.
Íran Ástralía Tengdar fréttir Háskólakennarinn segist ítrekað hafa neitað að gerast njósnari fyrir Íran Kylie Moore-Gilbert, bresk-ástralskur háskólakennari sem setið hefur í fangelsi í Íran síðan árið 2018, er sögð hafa hafnað tilboði íranskra yfirvalda um að gerast njósnari í skiptum fyrir frelsi. 21. janúar 2020 09:08 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Sjá meira
Háskólakennarinn segist ítrekað hafa neitað að gerast njósnari fyrir Íran Kylie Moore-Gilbert, bresk-ástralskur háskólakennari sem setið hefur í fangelsi í Íran síðan árið 2018, er sögð hafa hafnað tilboði íranskra yfirvalda um að gerast njósnari í skiptum fyrir frelsi. 21. janúar 2020 09:08