Rainn Wilson og Stjörnu-Sævar spjalla um loftslagsvána Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2020 08:05 Sævar Helgi og Rainn Wilson rölta eftir Tryggvagötunni og spjalla um loftslagsmál. Skjáskot/YouTube Leikarinn Rainn Wilson, sem er best þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk Dwight Schrute í þáttunum The Office, spjallaði við Sævar Helga Bragason, einnig þekktur sem Stjörnu-Sævar, í fyrsta þætti þáttaraðarinnar Don‘t Be An Idiot sem birtur var á YouTube í gær. Í þáttunum fjallar Wilson um loftslagsmál og breytingar þess en í þessum þætti heimsótti hann Ísland. Í þættinum er Wilson fylgt á ferðalagi um Ísland þar sem hann leitast eftir svörum um loftslagsbreytingar og tók hann Sævar Helga á tal, en Sævar er mikill loftslagsaðgerðarsinni og vakti hann meðal annars mikla athygli fyrir þættina Hvað höfum við gert sem sýndir voru á RÚV í fyrra. „Fyrst þú ert íslenski sérfræðingurinn og ég er að hefja þessa vegferð mína, útskýrðu fyrir mér hverjir tíu mikilvægustu punktarnir eru þegar kemur að loftslagsbreytingum,“ segir Wilson í upphafi spjallsins við Sævar. Sævar og Wilson við Kirkjustræti.Skjáskot/YouTube „Ástæðan er fyrst og fremst sú að við erum að brenna jarðefnaeldsneyti sem við sækjum djúpt ofan í jörðina og pumpum svo út í andrúmsloftið. Það myndar eins konar teppi í kring um jörðina sem leiðir til hlýrra loftslags. Meðalhiti jarðarinnar er að hækka og þegar hann hækkar leiðir það til að mynda til öfgafyllra veðurs og súrnunar sjávar,“ svarar Sævar. Félagarnir halda áfram loftslagsspjallinu á meðan þeir rölta um miðbæ Reykjavíkur og ganga þeir um Austurvöll, Austurstræti og fleiri þekktar götur Reykjavíkur. Sævar heldur áfram upptalningu á því sem hefur mikil áhrif á loftslagið og nefnir hann þar meðal annars skógareyðingu, hve mikið rusl við framleiðum, að borða rautt kjöt og aðra neyslu. „Kannski þurfum við bara að hægja aðeins á okkur, neyta minna. Við þurfum ekki að fylla húsin okkar af rusli sem við notum ekki einu sinni. Eins og til dæmis, ég veit ekki hvað þú átt marga vasa heima en eru blóm í þeim öllum alltaf?“ spyr Sævar. „Ég á svona sex blómavasa sem ég nota aldrei,“ svarar Wilson. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Greta hlaut 160 milljóna króna verðlaun Sænski umhverfisverndarsinninn Greta Thunberg hlaut í gær portúgölsku Gulbenkian-verðlaunin fyrir baráttu sína gegn loftslagsvánni 21. júlí 2020 07:54 Loftslagsváin - hvert er hlutverk almennings Stóru málin sem mannkynið á við að stríða um þessar mundir má lækna með einu og sama lyfinu, samstilltu átaki í einingu allra þjóða. 16. júlí 2020 15:57 Leiðtogar heimsins hafi gefist upp á að bæta framtíð komandi kynslóða Greta Thunberg og aðrir aðgerðasinnar birtu í dag opið bréf til leiðtoga heimsins þar sem kallað er eftir því að þeir fari að líta á loftslagsvandann sem alvöru ógn við mannkynið. 16. júlí 2020 12:40 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Leikarinn Rainn Wilson, sem er best þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk Dwight Schrute í þáttunum The Office, spjallaði við Sævar Helga Bragason, einnig þekktur sem Stjörnu-Sævar, í fyrsta þætti þáttaraðarinnar Don‘t Be An Idiot sem birtur var á YouTube í gær. Í þáttunum fjallar Wilson um loftslagsmál og breytingar þess en í þessum þætti heimsótti hann Ísland. Í þættinum er Wilson fylgt á ferðalagi um Ísland þar sem hann leitast eftir svörum um loftslagsbreytingar og tók hann Sævar Helga á tal, en Sævar er mikill loftslagsaðgerðarsinni og vakti hann meðal annars mikla athygli fyrir þættina Hvað höfum við gert sem sýndir voru á RÚV í fyrra. „Fyrst þú ert íslenski sérfræðingurinn og ég er að hefja þessa vegferð mína, útskýrðu fyrir mér hverjir tíu mikilvægustu punktarnir eru þegar kemur að loftslagsbreytingum,“ segir Wilson í upphafi spjallsins við Sævar. Sævar og Wilson við Kirkjustræti.Skjáskot/YouTube „Ástæðan er fyrst og fremst sú að við erum að brenna jarðefnaeldsneyti sem við sækjum djúpt ofan í jörðina og pumpum svo út í andrúmsloftið. Það myndar eins konar teppi í kring um jörðina sem leiðir til hlýrra loftslags. Meðalhiti jarðarinnar er að hækka og þegar hann hækkar leiðir það til að mynda til öfgafyllra veðurs og súrnunar sjávar,“ svarar Sævar. Félagarnir halda áfram loftslagsspjallinu á meðan þeir rölta um miðbæ Reykjavíkur og ganga þeir um Austurvöll, Austurstræti og fleiri þekktar götur Reykjavíkur. Sævar heldur áfram upptalningu á því sem hefur mikil áhrif á loftslagið og nefnir hann þar meðal annars skógareyðingu, hve mikið rusl við framleiðum, að borða rautt kjöt og aðra neyslu. „Kannski þurfum við bara að hægja aðeins á okkur, neyta minna. Við þurfum ekki að fylla húsin okkar af rusli sem við notum ekki einu sinni. Eins og til dæmis, ég veit ekki hvað þú átt marga vasa heima en eru blóm í þeim öllum alltaf?“ spyr Sævar. „Ég á svona sex blómavasa sem ég nota aldrei,“ svarar Wilson. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér að neðan.
Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Greta hlaut 160 milljóna króna verðlaun Sænski umhverfisverndarsinninn Greta Thunberg hlaut í gær portúgölsku Gulbenkian-verðlaunin fyrir baráttu sína gegn loftslagsvánni 21. júlí 2020 07:54 Loftslagsváin - hvert er hlutverk almennings Stóru málin sem mannkynið á við að stríða um þessar mundir má lækna með einu og sama lyfinu, samstilltu átaki í einingu allra þjóða. 16. júlí 2020 15:57 Leiðtogar heimsins hafi gefist upp á að bæta framtíð komandi kynslóða Greta Thunberg og aðrir aðgerðasinnar birtu í dag opið bréf til leiðtoga heimsins þar sem kallað er eftir því að þeir fari að líta á loftslagsvandann sem alvöru ógn við mannkynið. 16. júlí 2020 12:40 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Greta hlaut 160 milljóna króna verðlaun Sænski umhverfisverndarsinninn Greta Thunberg hlaut í gær portúgölsku Gulbenkian-verðlaunin fyrir baráttu sína gegn loftslagsvánni 21. júlí 2020 07:54
Loftslagsváin - hvert er hlutverk almennings Stóru málin sem mannkynið á við að stríða um þessar mundir má lækna með einu og sama lyfinu, samstilltu átaki í einingu allra þjóða. 16. júlí 2020 15:57
Leiðtogar heimsins hafi gefist upp á að bæta framtíð komandi kynslóða Greta Thunberg og aðrir aðgerðasinnar birtu í dag opið bréf til leiðtoga heimsins þar sem kallað er eftir því að þeir fari að líta á loftslagsvandann sem alvöru ógn við mannkynið. 16. júlí 2020 12:40