Leit í skógi í Þýskalandi tengist hvarfi McCann Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2020 13:34 Leitin mun líklegast standa yfir þar til á morgun en verið er að grafa á nokkrum stöðum á jarðeigninni. EPA/JONAS NOLDEN Hópur lögregluþjóna hóf í gær leit á jarðareign í Hanover í Þýskalandi og er leitin sögð tengjast hvarfi Madeleine McCann. Helsti grunaði aðili lögreglunnar um þessar mundir er Christian B, sem er 43 ára Þjóðverji og hefur hann verið dæmdur minnst tvisvar sinnum fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Hann situr nú í fangelsi í Þýskalandi en hann mun hafa verið á ferð á húsbíl sínum um svæðið þar sem Madeleine hvarf á sínum tíma. Leitin mun líklegast standa yfir þar til á morgun en samkvæmt Sky News er verið að grafa á nokkrum stöðum á lóðinni. Madeleine hvarf úr fjölskyldufríi í Algarve í Portúgal árið 2007 en lögregla gengur nú út frá því að hún sé látin. Hún var þriggja ára gömul þegar hún hvarf úr íbúð sem foreldrar hennar voru með á leigu. Þau voru með vinum sínum á nærliggjandi bar. Lögreglan segir, samkvæmt frétt BBC, að Christian B hafi haldið til í Algarve frá 1995 til 2007. Þar hafi hann unnið ýmis störf og jafnvel brotist inn á hótel og selt fíkniefni. Þýskir saksóknarar hafa fundið vísbendingar um að Christian B hafi myrt Madeleine, en þær dugi ekki til til að ákæra hann. Sjá einnig: Sá grunaði í máli Madeleine talinn tengjast nauðgun frá 2004 Lóðin þar sem leitað er rúma 60 kílómetra frá borginni Braunschweig. Christian B var skráður til heimilis í borginni. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hverju verið er að leita að en blaðamaður Sky segir tré hafa verið felld og að notað sé við smáa beltagröfu. Madeleine McCann Þýskaland Tengdar fréttir Leituðu að Madeleine við þrjá brunna Lögregla og slökkvilið í Portúgal leituðu í dag í og við þrjá gamla brunna á Algarve-ströndinni. 11. júlí 2020 17:59 Gætu þurft að hætta rannsókn ef fleiri vísbendingar berast ekki Rannsakendur segjast búa yfir verulegum sönnunargögnum sem benda til þess að Madeleine McCann sé látin. 9. júní 2020 22:43 Mál Madeleine McCann: Rannsaka hvort hinn grunaði tengist hvarfi sex ára drengs Lögreglan í Þýskalandi hefur tekið hvarf drengsins René Hasee, sem hvarf sporlaust í Portúgal árið 1996, aftur til rannsóknar. Lögreglan kannar nú hvort maður sem grunaður er um að tengjast hvarfi hinnar bresku Madeleine McCann árið 2007, kunni að bera ábyrgð á hvarfi René. 8. júní 2020 19:08 Sagður hafa setið á bar og játað aðild sína að hvarfi Madeleine Maðurinn sem nú er grunaður um að tengjast hvarfi Madeleine McCann, breskrar stúlku sem hvarf úr fjölskyldufríi í Portúgal í maí 2007, er sagður hafa játað aðild sína að hvarfi hennar þar sem hann sat og ræddi við mann á bar í Þýskalandi. 4. júní 2020 22:36 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Hópur lögregluþjóna hóf í gær leit á jarðareign í Hanover í Þýskalandi og er leitin sögð tengjast hvarfi Madeleine McCann. Helsti grunaði aðili lögreglunnar um þessar mundir er Christian B, sem er 43 ára Þjóðverji og hefur hann verið dæmdur minnst tvisvar sinnum fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Hann situr nú í fangelsi í Þýskalandi en hann mun hafa verið á ferð á húsbíl sínum um svæðið þar sem Madeleine hvarf á sínum tíma. Leitin mun líklegast standa yfir þar til á morgun en samkvæmt Sky News er verið að grafa á nokkrum stöðum á lóðinni. Madeleine hvarf úr fjölskyldufríi í Algarve í Portúgal árið 2007 en lögregla gengur nú út frá því að hún sé látin. Hún var þriggja ára gömul þegar hún hvarf úr íbúð sem foreldrar hennar voru með á leigu. Þau voru með vinum sínum á nærliggjandi bar. Lögreglan segir, samkvæmt frétt BBC, að Christian B hafi haldið til í Algarve frá 1995 til 2007. Þar hafi hann unnið ýmis störf og jafnvel brotist inn á hótel og selt fíkniefni. Þýskir saksóknarar hafa fundið vísbendingar um að Christian B hafi myrt Madeleine, en þær dugi ekki til til að ákæra hann. Sjá einnig: Sá grunaði í máli Madeleine talinn tengjast nauðgun frá 2004 Lóðin þar sem leitað er rúma 60 kílómetra frá borginni Braunschweig. Christian B var skráður til heimilis í borginni. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hverju verið er að leita að en blaðamaður Sky segir tré hafa verið felld og að notað sé við smáa beltagröfu.
Madeleine McCann Þýskaland Tengdar fréttir Leituðu að Madeleine við þrjá brunna Lögregla og slökkvilið í Portúgal leituðu í dag í og við þrjá gamla brunna á Algarve-ströndinni. 11. júlí 2020 17:59 Gætu þurft að hætta rannsókn ef fleiri vísbendingar berast ekki Rannsakendur segjast búa yfir verulegum sönnunargögnum sem benda til þess að Madeleine McCann sé látin. 9. júní 2020 22:43 Mál Madeleine McCann: Rannsaka hvort hinn grunaði tengist hvarfi sex ára drengs Lögreglan í Þýskalandi hefur tekið hvarf drengsins René Hasee, sem hvarf sporlaust í Portúgal árið 1996, aftur til rannsóknar. Lögreglan kannar nú hvort maður sem grunaður er um að tengjast hvarfi hinnar bresku Madeleine McCann árið 2007, kunni að bera ábyrgð á hvarfi René. 8. júní 2020 19:08 Sagður hafa setið á bar og játað aðild sína að hvarfi Madeleine Maðurinn sem nú er grunaður um að tengjast hvarfi Madeleine McCann, breskrar stúlku sem hvarf úr fjölskyldufríi í Portúgal í maí 2007, er sagður hafa játað aðild sína að hvarfi hennar þar sem hann sat og ræddi við mann á bar í Þýskalandi. 4. júní 2020 22:36 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Leituðu að Madeleine við þrjá brunna Lögregla og slökkvilið í Portúgal leituðu í dag í og við þrjá gamla brunna á Algarve-ströndinni. 11. júlí 2020 17:59
Gætu þurft að hætta rannsókn ef fleiri vísbendingar berast ekki Rannsakendur segjast búa yfir verulegum sönnunargögnum sem benda til þess að Madeleine McCann sé látin. 9. júní 2020 22:43
Mál Madeleine McCann: Rannsaka hvort hinn grunaði tengist hvarfi sex ára drengs Lögreglan í Þýskalandi hefur tekið hvarf drengsins René Hasee, sem hvarf sporlaust í Portúgal árið 1996, aftur til rannsóknar. Lögreglan kannar nú hvort maður sem grunaður er um að tengjast hvarfi hinnar bresku Madeleine McCann árið 2007, kunni að bera ábyrgð á hvarfi René. 8. júní 2020 19:08
Sagður hafa setið á bar og játað aðild sína að hvarfi Madeleine Maðurinn sem nú er grunaður um að tengjast hvarfi Madeleine McCann, breskrar stúlku sem hvarf úr fjölskyldufríi í Portúgal í maí 2007, er sagður hafa játað aðild sína að hvarfi hennar þar sem hann sat og ræddi við mann á bar í Þýskalandi. 4. júní 2020 22:36