Kyrie setti á fót sjóð til að aðstoða körfuboltakonur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júlí 2020 12:00 Irving með boltann í leik gegn Los Angeles Lakers í janúar á þessu ári. Jim McIsaac/Getty Images Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets og ein helsta stjarna NBA-deildarinnar í körfubolta, hefur ákveðið að leggja hönd á plóg og hjálpa körfuboltakonum sem spila í WNBA-deildinni. Kyrie mun gefa rúmar 200 milljónir króna í gegnum KAI Empowerment-frumkvæðið en það er sjóður sem Kyrie hefur sett á laggirnar. Kyrie Andrew Irving er fullt nafn leikmannsins og því er nafn sjóðsins byggt á skammstöfun hans. Sjóðnum er ætlað að hjálpa þeim leikmönnum sem munu ekki taka þátt á næsta tímabili. Skiptir engu hvort ástæðan sé áhyggjur vegna kórónufaraldursins eða að leikmenn vilji berjast fyrir samfélagslegum breytingum í Bandaríkjunum. Í viðtali við AP-fréttastofuna sagði Kyrie að í samtali við Natöshu Cloud og Jewell Loyd, leik-menn WNBA-deildarinnar, þá hafi hann komist að þeim erfiðleikum sem margir leikmenn deildarinnar glíma við ef þær taka þá ákvörðun að spila ekki. Kyrie vill þar með tryggja fjárhagslegt öryggi leikmanna og hefur ákveðið að leggja rúmar 200 milljónir í málstaðinn. „Sama hvort leikmaður ákveði að berjast fyrir samfélagslegum breytingum, spila körfubolta, einbeita sér að líkamlegri eða andlegri heilsu þá mun frumkvæðið vonandi styðja við bakið á þeim og hjálpa þeim að taka ákvörðun,“ segir í yfirlýsingu sem Irving gaf frá sér. Til að hljóta styrk þurfa leikmenn samt sem áður að sýna fram á að þær séu ekki að fá greidd laun frá félögum sínum og útskýra af hverju þær ákváðu að taka ekki þátt. WNBA-deildin fer líkt og NBA-deildin fram fyrir luktum dyrum en þær leika í IMG-Akademíunni sem er staðsett í Flórída. Deildin hófst nú 25. júlí og mun ljúka í október næstkomandi. Irving mun ekki leika með Brooklyn Nets er NBA-deildin fer aftur af stað í Disney World. Hann er enn að jafna sig af axlarmeiðslum og mun ekki gefa kost á sér að svo stöddu. Þá hefur hann talað opinskátt um mikilvægi samfélagsbreytinga í Bandaríkjunum. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Körfuboltastjarna segjast þurfa velja á milli þess að setja líf sitt í hættu eða gefa eftir launin sín Elena Delle Donne, besti leikmaður WNBA deildarinnar í körfubolta, er ósátt með að vera sett í mjög erfiða stöðu þar sem hún þarf að velja á milli heilsu sinnar og lifibrauðsins. 16. júlí 2020 10:30 NBA stjörnur mættar til Orlando NBA-deildin mun hefjast aftur þann 30. júlí næstkomandi eftir langa bið. Síðasti leikur deildarinnar var leikinn þann 11. mars áður en deildinni var frestað um ókominn tíma vegna Kórónuveirunnar. 11. júlí 2020 12:30 Kyrie verður ekki með Nets í Disney World Kyrie Irving verður ekki með Brooklyn Nets þegar NBA-deildin fer af stað á nýjan leik í Disney World þann 30. júlí. 1. júlí 2020 17:00 Lykilmaður Lakers fer ekki með liðinu til Disney World Einn af lykilmönnum Los Angeles Lakers mun ekki ferðast með liðinu til Disney World og leika það sem eftir er af NBA-deildinni í körfubolta. 25. júní 2020 07:00 Rosalegt regluverk NBA í Disney World | Eingögu einliðaleikir í borðtennis og nýir spilastokkar í hvert skipti Tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta mun ljúka í Disney World en það er ljóst að leikmenn munu þurfa að fylgja ströngum reglum á meðan þeir dvelja á svæðinu. 18. júní 2020 10:30 NBA með yfirlýsingu vegna áhyggna leikmanna NBA-deildin hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirra áhyggna sem leikmenn deildarinnar hafa haft af því að hún byrji aftur. 15. júní 2020 07:00 Leikmaður í NBA telur endurkomu deildarinnar geta truflað réttindabaráttu Lou Williams, leikmaður Clippers, telur að endurkoma NBA-deildarinnar eftir hlé geti tafið fyrir réttindabaráttu svarts fólks í Bandaríkjunum 13. júní 2020 20:30 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Sjá meira
Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets og ein helsta stjarna NBA-deildarinnar í körfubolta, hefur ákveðið að leggja hönd á plóg og hjálpa körfuboltakonum sem spila í WNBA-deildinni. Kyrie mun gefa rúmar 200 milljónir króna í gegnum KAI Empowerment-frumkvæðið en það er sjóður sem Kyrie hefur sett á laggirnar. Kyrie Andrew Irving er fullt nafn leikmannsins og því er nafn sjóðsins byggt á skammstöfun hans. Sjóðnum er ætlað að hjálpa þeim leikmönnum sem munu ekki taka þátt á næsta tímabili. Skiptir engu hvort ástæðan sé áhyggjur vegna kórónufaraldursins eða að leikmenn vilji berjast fyrir samfélagslegum breytingum í Bandaríkjunum. Í viðtali við AP-fréttastofuna sagði Kyrie að í samtali við Natöshu Cloud og Jewell Loyd, leik-menn WNBA-deildarinnar, þá hafi hann komist að þeim erfiðleikum sem margir leikmenn deildarinnar glíma við ef þær taka þá ákvörðun að spila ekki. Kyrie vill þar með tryggja fjárhagslegt öryggi leikmanna og hefur ákveðið að leggja rúmar 200 milljónir í málstaðinn. „Sama hvort leikmaður ákveði að berjast fyrir samfélagslegum breytingum, spila körfubolta, einbeita sér að líkamlegri eða andlegri heilsu þá mun frumkvæðið vonandi styðja við bakið á þeim og hjálpa þeim að taka ákvörðun,“ segir í yfirlýsingu sem Irving gaf frá sér. Til að hljóta styrk þurfa leikmenn samt sem áður að sýna fram á að þær séu ekki að fá greidd laun frá félögum sínum og útskýra af hverju þær ákváðu að taka ekki þátt. WNBA-deildin fer líkt og NBA-deildin fram fyrir luktum dyrum en þær leika í IMG-Akademíunni sem er staðsett í Flórída. Deildin hófst nú 25. júlí og mun ljúka í október næstkomandi. Irving mun ekki leika með Brooklyn Nets er NBA-deildin fer aftur af stað í Disney World. Hann er enn að jafna sig af axlarmeiðslum og mun ekki gefa kost á sér að svo stöddu. Þá hefur hann talað opinskátt um mikilvægi samfélagsbreytinga í Bandaríkjunum.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Körfuboltastjarna segjast þurfa velja á milli þess að setja líf sitt í hættu eða gefa eftir launin sín Elena Delle Donne, besti leikmaður WNBA deildarinnar í körfubolta, er ósátt með að vera sett í mjög erfiða stöðu þar sem hún þarf að velja á milli heilsu sinnar og lifibrauðsins. 16. júlí 2020 10:30 NBA stjörnur mættar til Orlando NBA-deildin mun hefjast aftur þann 30. júlí næstkomandi eftir langa bið. Síðasti leikur deildarinnar var leikinn þann 11. mars áður en deildinni var frestað um ókominn tíma vegna Kórónuveirunnar. 11. júlí 2020 12:30 Kyrie verður ekki með Nets í Disney World Kyrie Irving verður ekki með Brooklyn Nets þegar NBA-deildin fer af stað á nýjan leik í Disney World þann 30. júlí. 1. júlí 2020 17:00 Lykilmaður Lakers fer ekki með liðinu til Disney World Einn af lykilmönnum Los Angeles Lakers mun ekki ferðast með liðinu til Disney World og leika það sem eftir er af NBA-deildinni í körfubolta. 25. júní 2020 07:00 Rosalegt regluverk NBA í Disney World | Eingögu einliðaleikir í borðtennis og nýir spilastokkar í hvert skipti Tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta mun ljúka í Disney World en það er ljóst að leikmenn munu þurfa að fylgja ströngum reglum á meðan þeir dvelja á svæðinu. 18. júní 2020 10:30 NBA með yfirlýsingu vegna áhyggna leikmanna NBA-deildin hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirra áhyggna sem leikmenn deildarinnar hafa haft af því að hún byrji aftur. 15. júní 2020 07:00 Leikmaður í NBA telur endurkomu deildarinnar geta truflað réttindabaráttu Lou Williams, leikmaður Clippers, telur að endurkoma NBA-deildarinnar eftir hlé geti tafið fyrir réttindabaráttu svarts fólks í Bandaríkjunum 13. júní 2020 20:30 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Sjá meira
Körfuboltastjarna segjast þurfa velja á milli þess að setja líf sitt í hættu eða gefa eftir launin sín Elena Delle Donne, besti leikmaður WNBA deildarinnar í körfubolta, er ósátt með að vera sett í mjög erfiða stöðu þar sem hún þarf að velja á milli heilsu sinnar og lifibrauðsins. 16. júlí 2020 10:30
NBA stjörnur mættar til Orlando NBA-deildin mun hefjast aftur þann 30. júlí næstkomandi eftir langa bið. Síðasti leikur deildarinnar var leikinn þann 11. mars áður en deildinni var frestað um ókominn tíma vegna Kórónuveirunnar. 11. júlí 2020 12:30
Kyrie verður ekki með Nets í Disney World Kyrie Irving verður ekki með Brooklyn Nets þegar NBA-deildin fer af stað á nýjan leik í Disney World þann 30. júlí. 1. júlí 2020 17:00
Lykilmaður Lakers fer ekki með liðinu til Disney World Einn af lykilmönnum Los Angeles Lakers mun ekki ferðast með liðinu til Disney World og leika það sem eftir er af NBA-deildinni í körfubolta. 25. júní 2020 07:00
Rosalegt regluverk NBA í Disney World | Eingögu einliðaleikir í borðtennis og nýir spilastokkar í hvert skipti Tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta mun ljúka í Disney World en það er ljóst að leikmenn munu þurfa að fylgja ströngum reglum á meðan þeir dvelja á svæðinu. 18. júní 2020 10:30
NBA með yfirlýsingu vegna áhyggna leikmanna NBA-deildin hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirra áhyggna sem leikmenn deildarinnar hafa haft af því að hún byrji aftur. 15. júní 2020 07:00
Leikmaður í NBA telur endurkomu deildarinnar geta truflað réttindabaráttu Lou Williams, leikmaður Clippers, telur að endurkoma NBA-deildarinnar eftir hlé geti tafið fyrir réttindabaráttu svarts fólks í Bandaríkjunum 13. júní 2020 20:30