Ásmundur: Ingibergur átti auðvitað ekki að gera þetta Sindri Sverrisson skrifar 27. júlí 2020 21:42 Fjölnismenn stóðu í ströngu í kvöld en höfðu ekkert upp úr krafsinu gegn toppliði Vals. VÍSIR/DANÍEL „Við höfum mætt ýmiss konar mótlæti,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir að liðið tapaði enn einum heimaleik sínum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld, 3-1 gegn Val sem komst á toppinn. „Við erum mjög ósáttir að tapa á heimavelli,“ sagði Ásmundur en Fjölnir er í botnsætinu með aðeins þrjú stig eftir níu leiki, fimm stigum frá næsta örugga sæti eftir níu leiki. Rautt spjald sem Ingibergur Kort Sigurðsson fékk á 57. mínútu, fyrir að sparka í Hauk Pál Sigurðsson sem hafði brotið á honum í álitlegri skyndisókn, dró máttinn úr Fjölni í kvöld eftir góða byrjun í seinni hálfleik. „Þessi leikur spilaðist eins og mjög margir leikir hjá okkur. Eftir sex mínútur þá fáum við á okkur mark þar sem að við erum aðeins værukærir í föstu leikatriði. Þeir fá eins marks forskot þar. Svo erum við þokkalega líklegir til að koma til baka og eigum ágætis leik, þegar þeir fá eitt hraðaupphlaup. Einhverra hluta vegna missa dómararnir af því þegar að okkar leikmaður er sparkaður niður, þegar hann er á leiðinni til baka til að verjast, og þar með fær hann [Valgeir Lunddal Friðriksson] svolítið frítt hlaup,“ sagði Ásmundur. Ásmundur Arnarsson með aðstoðarmönnum sínum.mynd/fjölnir Tveir leikmenn sparka í hvorn annan, annar fær gult en hinn rautt „Við erum í erfiðri stöðu í hálfleik, 2-0 undir, en leikurinn er svo aftur að jafnast, við minnkum muninn og erum þokkalega líklegir, þegar það kemur upp atvik þar sem að ítrekað er reynt að þruma okkar leikmann niður. Það tekst að lokum, hann er pirraður á eftir og gerir hlut sem að hann á ekki að gera. En þarna eru tveir leikmenn sem reyna að sparka í hvorn annan, annar fær gult en hinn rautt. Það þarf auðvitað að skilgreina reglurnar með það,“ sagði Ásmundur, sem vildi ekki gera of mikið úr afdrifaríku sparki Ingibergs. „Ingibergur átti auðvitað ekki að gera þetta. Það er klárt og hann veit það sjálfur.“ Ásmundur segist telja að Fjölnismenn eigi nokkuð inni sé það þannig að dómgæsla jafnist út yfir tímabilið: „Það er margt sem að gengur á hjá okkur og við höfum mætt ýmiss konar mótlæti. Það hefur fátt fallið með okkur. Ég veit að dómararnir eru að reyna að gera sitt besta og ef maður horfir yfir tímabilið þá oftast jafnast þetta út, en ef að það gerist þá lít ég svo á að við eigum helvíti mikið inni fyrir seinni hlutann. Við verðum bara að halda í trúna. Það eru ekki mörg stig upp í öruggt sæti en auðvitað verðum við að fara að vinna leiki og það er okkar hlutverk að snúa þessu við,“ sagði Ásmundur, handviss um að annað mark Vals hefði ekki átt að standa: „Ég sá þetta mjög vel. Við töpuðum boltanum klaufalega og þeir „breika“ á okkur en það er alveg klárt að varnarmaðurinn okkar er hindraður í að komast til baka að verjast, af Valsara, og það hefur svolítið mikil áhrif.“ Pepsi Max-deild karla Fjölnir Tengdar fréttir Leik lokið: Fjölnir - Valur 1-3 | Valsmenn efstir eftir sigur á tíu Fjölnismönnum Valsmenn eru komnir á topp Pepsi Max-deildar karla í fótbolta eftir 3-1 sigur á Fjölni í Grafarvogi. Fjölnismenn voru manni færri frá 57. mínútu eftir að Ingibergur Kort Sigurðsson missti stjórn á skapi sínu. 27. júlí 2020 21:04 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Sjá meira
„Við höfum mætt ýmiss konar mótlæti,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir að liðið tapaði enn einum heimaleik sínum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld, 3-1 gegn Val sem komst á toppinn. „Við erum mjög ósáttir að tapa á heimavelli,“ sagði Ásmundur en Fjölnir er í botnsætinu með aðeins þrjú stig eftir níu leiki, fimm stigum frá næsta örugga sæti eftir níu leiki. Rautt spjald sem Ingibergur Kort Sigurðsson fékk á 57. mínútu, fyrir að sparka í Hauk Pál Sigurðsson sem hafði brotið á honum í álitlegri skyndisókn, dró máttinn úr Fjölni í kvöld eftir góða byrjun í seinni hálfleik. „Þessi leikur spilaðist eins og mjög margir leikir hjá okkur. Eftir sex mínútur þá fáum við á okkur mark þar sem að við erum aðeins værukærir í föstu leikatriði. Þeir fá eins marks forskot þar. Svo erum við þokkalega líklegir til að koma til baka og eigum ágætis leik, þegar þeir fá eitt hraðaupphlaup. Einhverra hluta vegna missa dómararnir af því þegar að okkar leikmaður er sparkaður niður, þegar hann er á leiðinni til baka til að verjast, og þar með fær hann [Valgeir Lunddal Friðriksson] svolítið frítt hlaup,“ sagði Ásmundur. Ásmundur Arnarsson með aðstoðarmönnum sínum.mynd/fjölnir Tveir leikmenn sparka í hvorn annan, annar fær gult en hinn rautt „Við erum í erfiðri stöðu í hálfleik, 2-0 undir, en leikurinn er svo aftur að jafnast, við minnkum muninn og erum þokkalega líklegir, þegar það kemur upp atvik þar sem að ítrekað er reynt að þruma okkar leikmann niður. Það tekst að lokum, hann er pirraður á eftir og gerir hlut sem að hann á ekki að gera. En þarna eru tveir leikmenn sem reyna að sparka í hvorn annan, annar fær gult en hinn rautt. Það þarf auðvitað að skilgreina reglurnar með það,“ sagði Ásmundur, sem vildi ekki gera of mikið úr afdrifaríku sparki Ingibergs. „Ingibergur átti auðvitað ekki að gera þetta. Það er klárt og hann veit það sjálfur.“ Ásmundur segist telja að Fjölnismenn eigi nokkuð inni sé það þannig að dómgæsla jafnist út yfir tímabilið: „Það er margt sem að gengur á hjá okkur og við höfum mætt ýmiss konar mótlæti. Það hefur fátt fallið með okkur. Ég veit að dómararnir eru að reyna að gera sitt besta og ef maður horfir yfir tímabilið þá oftast jafnast þetta út, en ef að það gerist þá lít ég svo á að við eigum helvíti mikið inni fyrir seinni hlutann. Við verðum bara að halda í trúna. Það eru ekki mörg stig upp í öruggt sæti en auðvitað verðum við að fara að vinna leiki og það er okkar hlutverk að snúa þessu við,“ sagði Ásmundur, handviss um að annað mark Vals hefði ekki átt að standa: „Ég sá þetta mjög vel. Við töpuðum boltanum klaufalega og þeir „breika“ á okkur en það er alveg klárt að varnarmaðurinn okkar er hindraður í að komast til baka að verjast, af Valsara, og það hefur svolítið mikil áhrif.“
Pepsi Max-deild karla Fjölnir Tengdar fréttir Leik lokið: Fjölnir - Valur 1-3 | Valsmenn efstir eftir sigur á tíu Fjölnismönnum Valsmenn eru komnir á topp Pepsi Max-deildar karla í fótbolta eftir 3-1 sigur á Fjölni í Grafarvogi. Fjölnismenn voru manni færri frá 57. mínútu eftir að Ingibergur Kort Sigurðsson missti stjórn á skapi sínu. 27. júlí 2020 21:04 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Sjá meira
Leik lokið: Fjölnir - Valur 1-3 | Valsmenn efstir eftir sigur á tíu Fjölnismönnum Valsmenn eru komnir á topp Pepsi Max-deildar karla í fótbolta eftir 3-1 sigur á Fjölni í Grafarvogi. Fjölnismenn voru manni færri frá 57. mínútu eftir að Ingibergur Kort Sigurðsson missti stjórn á skapi sínu. 27. júlí 2020 21:04