Ásmundur: Ingibergur átti auðvitað ekki að gera þetta Sindri Sverrisson skrifar 27. júlí 2020 21:42 Fjölnismenn stóðu í ströngu í kvöld en höfðu ekkert upp úr krafsinu gegn toppliði Vals. VÍSIR/DANÍEL „Við höfum mætt ýmiss konar mótlæti,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir að liðið tapaði enn einum heimaleik sínum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld, 3-1 gegn Val sem komst á toppinn. „Við erum mjög ósáttir að tapa á heimavelli,“ sagði Ásmundur en Fjölnir er í botnsætinu með aðeins þrjú stig eftir níu leiki, fimm stigum frá næsta örugga sæti eftir níu leiki. Rautt spjald sem Ingibergur Kort Sigurðsson fékk á 57. mínútu, fyrir að sparka í Hauk Pál Sigurðsson sem hafði brotið á honum í álitlegri skyndisókn, dró máttinn úr Fjölni í kvöld eftir góða byrjun í seinni hálfleik. „Þessi leikur spilaðist eins og mjög margir leikir hjá okkur. Eftir sex mínútur þá fáum við á okkur mark þar sem að við erum aðeins værukærir í föstu leikatriði. Þeir fá eins marks forskot þar. Svo erum við þokkalega líklegir til að koma til baka og eigum ágætis leik, þegar þeir fá eitt hraðaupphlaup. Einhverra hluta vegna missa dómararnir af því þegar að okkar leikmaður er sparkaður niður, þegar hann er á leiðinni til baka til að verjast, og þar með fær hann [Valgeir Lunddal Friðriksson] svolítið frítt hlaup,“ sagði Ásmundur. Ásmundur Arnarsson með aðstoðarmönnum sínum.mynd/fjölnir Tveir leikmenn sparka í hvorn annan, annar fær gult en hinn rautt „Við erum í erfiðri stöðu í hálfleik, 2-0 undir, en leikurinn er svo aftur að jafnast, við minnkum muninn og erum þokkalega líklegir, þegar það kemur upp atvik þar sem að ítrekað er reynt að þruma okkar leikmann niður. Það tekst að lokum, hann er pirraður á eftir og gerir hlut sem að hann á ekki að gera. En þarna eru tveir leikmenn sem reyna að sparka í hvorn annan, annar fær gult en hinn rautt. Það þarf auðvitað að skilgreina reglurnar með það,“ sagði Ásmundur, sem vildi ekki gera of mikið úr afdrifaríku sparki Ingibergs. „Ingibergur átti auðvitað ekki að gera þetta. Það er klárt og hann veit það sjálfur.“ Ásmundur segist telja að Fjölnismenn eigi nokkuð inni sé það þannig að dómgæsla jafnist út yfir tímabilið: „Það er margt sem að gengur á hjá okkur og við höfum mætt ýmiss konar mótlæti. Það hefur fátt fallið með okkur. Ég veit að dómararnir eru að reyna að gera sitt besta og ef maður horfir yfir tímabilið þá oftast jafnast þetta út, en ef að það gerist þá lít ég svo á að við eigum helvíti mikið inni fyrir seinni hlutann. Við verðum bara að halda í trúna. Það eru ekki mörg stig upp í öruggt sæti en auðvitað verðum við að fara að vinna leiki og það er okkar hlutverk að snúa þessu við,“ sagði Ásmundur, handviss um að annað mark Vals hefði ekki átt að standa: „Ég sá þetta mjög vel. Við töpuðum boltanum klaufalega og þeir „breika“ á okkur en það er alveg klárt að varnarmaðurinn okkar er hindraður í að komast til baka að verjast, af Valsara, og það hefur svolítið mikil áhrif.“ Pepsi Max-deild karla Fjölnir Tengdar fréttir Leik lokið: Fjölnir - Valur 1-3 | Valsmenn efstir eftir sigur á tíu Fjölnismönnum Valsmenn eru komnir á topp Pepsi Max-deildar karla í fótbolta eftir 3-1 sigur á Fjölni í Grafarvogi. Fjölnismenn voru manni færri frá 57. mínútu eftir að Ingibergur Kort Sigurðsson missti stjórn á skapi sínu. 27. júlí 2020 21:04 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
„Við höfum mætt ýmiss konar mótlæti,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir að liðið tapaði enn einum heimaleik sínum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld, 3-1 gegn Val sem komst á toppinn. „Við erum mjög ósáttir að tapa á heimavelli,“ sagði Ásmundur en Fjölnir er í botnsætinu með aðeins þrjú stig eftir níu leiki, fimm stigum frá næsta örugga sæti eftir níu leiki. Rautt spjald sem Ingibergur Kort Sigurðsson fékk á 57. mínútu, fyrir að sparka í Hauk Pál Sigurðsson sem hafði brotið á honum í álitlegri skyndisókn, dró máttinn úr Fjölni í kvöld eftir góða byrjun í seinni hálfleik. „Þessi leikur spilaðist eins og mjög margir leikir hjá okkur. Eftir sex mínútur þá fáum við á okkur mark þar sem að við erum aðeins værukærir í föstu leikatriði. Þeir fá eins marks forskot þar. Svo erum við þokkalega líklegir til að koma til baka og eigum ágætis leik, þegar þeir fá eitt hraðaupphlaup. Einhverra hluta vegna missa dómararnir af því þegar að okkar leikmaður er sparkaður niður, þegar hann er á leiðinni til baka til að verjast, og þar með fær hann [Valgeir Lunddal Friðriksson] svolítið frítt hlaup,“ sagði Ásmundur. Ásmundur Arnarsson með aðstoðarmönnum sínum.mynd/fjölnir Tveir leikmenn sparka í hvorn annan, annar fær gult en hinn rautt „Við erum í erfiðri stöðu í hálfleik, 2-0 undir, en leikurinn er svo aftur að jafnast, við minnkum muninn og erum þokkalega líklegir, þegar það kemur upp atvik þar sem að ítrekað er reynt að þruma okkar leikmann niður. Það tekst að lokum, hann er pirraður á eftir og gerir hlut sem að hann á ekki að gera. En þarna eru tveir leikmenn sem reyna að sparka í hvorn annan, annar fær gult en hinn rautt. Það þarf auðvitað að skilgreina reglurnar með það,“ sagði Ásmundur, sem vildi ekki gera of mikið úr afdrifaríku sparki Ingibergs. „Ingibergur átti auðvitað ekki að gera þetta. Það er klárt og hann veit það sjálfur.“ Ásmundur segist telja að Fjölnismenn eigi nokkuð inni sé það þannig að dómgæsla jafnist út yfir tímabilið: „Það er margt sem að gengur á hjá okkur og við höfum mætt ýmiss konar mótlæti. Það hefur fátt fallið með okkur. Ég veit að dómararnir eru að reyna að gera sitt besta og ef maður horfir yfir tímabilið þá oftast jafnast þetta út, en ef að það gerist þá lít ég svo á að við eigum helvíti mikið inni fyrir seinni hlutann. Við verðum bara að halda í trúna. Það eru ekki mörg stig upp í öruggt sæti en auðvitað verðum við að fara að vinna leiki og það er okkar hlutverk að snúa þessu við,“ sagði Ásmundur, handviss um að annað mark Vals hefði ekki átt að standa: „Ég sá þetta mjög vel. Við töpuðum boltanum klaufalega og þeir „breika“ á okkur en það er alveg klárt að varnarmaðurinn okkar er hindraður í að komast til baka að verjast, af Valsara, og það hefur svolítið mikil áhrif.“
Pepsi Max-deild karla Fjölnir Tengdar fréttir Leik lokið: Fjölnir - Valur 1-3 | Valsmenn efstir eftir sigur á tíu Fjölnismönnum Valsmenn eru komnir á topp Pepsi Max-deildar karla í fótbolta eftir 3-1 sigur á Fjölni í Grafarvogi. Fjölnismenn voru manni færri frá 57. mínútu eftir að Ingibergur Kort Sigurðsson missti stjórn á skapi sínu. 27. júlí 2020 21:04 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Leik lokið: Fjölnir - Valur 1-3 | Valsmenn efstir eftir sigur á tíu Fjölnismönnum Valsmenn eru komnir á topp Pepsi Max-deildar karla í fótbolta eftir 3-1 sigur á Fjölni í Grafarvogi. Fjölnismenn voru manni færri frá 57. mínútu eftir að Ingibergur Kort Sigurðsson missti stjórn á skapi sínu. 27. júlí 2020 21:04