Ásmundur: Ingibergur átti auðvitað ekki að gera þetta Sindri Sverrisson skrifar 27. júlí 2020 21:42 Fjölnismenn stóðu í ströngu í kvöld en höfðu ekkert upp úr krafsinu gegn toppliði Vals. VÍSIR/DANÍEL „Við höfum mætt ýmiss konar mótlæti,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir að liðið tapaði enn einum heimaleik sínum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld, 3-1 gegn Val sem komst á toppinn. „Við erum mjög ósáttir að tapa á heimavelli,“ sagði Ásmundur en Fjölnir er í botnsætinu með aðeins þrjú stig eftir níu leiki, fimm stigum frá næsta örugga sæti eftir níu leiki. Rautt spjald sem Ingibergur Kort Sigurðsson fékk á 57. mínútu, fyrir að sparka í Hauk Pál Sigurðsson sem hafði brotið á honum í álitlegri skyndisókn, dró máttinn úr Fjölni í kvöld eftir góða byrjun í seinni hálfleik. „Þessi leikur spilaðist eins og mjög margir leikir hjá okkur. Eftir sex mínútur þá fáum við á okkur mark þar sem að við erum aðeins værukærir í föstu leikatriði. Þeir fá eins marks forskot þar. Svo erum við þokkalega líklegir til að koma til baka og eigum ágætis leik, þegar þeir fá eitt hraðaupphlaup. Einhverra hluta vegna missa dómararnir af því þegar að okkar leikmaður er sparkaður niður, þegar hann er á leiðinni til baka til að verjast, og þar með fær hann [Valgeir Lunddal Friðriksson] svolítið frítt hlaup,“ sagði Ásmundur. Ásmundur Arnarsson með aðstoðarmönnum sínum.mynd/fjölnir Tveir leikmenn sparka í hvorn annan, annar fær gult en hinn rautt „Við erum í erfiðri stöðu í hálfleik, 2-0 undir, en leikurinn er svo aftur að jafnast, við minnkum muninn og erum þokkalega líklegir, þegar það kemur upp atvik þar sem að ítrekað er reynt að þruma okkar leikmann niður. Það tekst að lokum, hann er pirraður á eftir og gerir hlut sem að hann á ekki að gera. En þarna eru tveir leikmenn sem reyna að sparka í hvorn annan, annar fær gult en hinn rautt. Það þarf auðvitað að skilgreina reglurnar með það,“ sagði Ásmundur, sem vildi ekki gera of mikið úr afdrifaríku sparki Ingibergs. „Ingibergur átti auðvitað ekki að gera þetta. Það er klárt og hann veit það sjálfur.“ Ásmundur segist telja að Fjölnismenn eigi nokkuð inni sé það þannig að dómgæsla jafnist út yfir tímabilið: „Það er margt sem að gengur á hjá okkur og við höfum mætt ýmiss konar mótlæti. Það hefur fátt fallið með okkur. Ég veit að dómararnir eru að reyna að gera sitt besta og ef maður horfir yfir tímabilið þá oftast jafnast þetta út, en ef að það gerist þá lít ég svo á að við eigum helvíti mikið inni fyrir seinni hlutann. Við verðum bara að halda í trúna. Það eru ekki mörg stig upp í öruggt sæti en auðvitað verðum við að fara að vinna leiki og það er okkar hlutverk að snúa þessu við,“ sagði Ásmundur, handviss um að annað mark Vals hefði ekki átt að standa: „Ég sá þetta mjög vel. Við töpuðum boltanum klaufalega og þeir „breika“ á okkur en það er alveg klárt að varnarmaðurinn okkar er hindraður í að komast til baka að verjast, af Valsara, og það hefur svolítið mikil áhrif.“ Pepsi Max-deild karla Fjölnir Tengdar fréttir Leik lokið: Fjölnir - Valur 1-3 | Valsmenn efstir eftir sigur á tíu Fjölnismönnum Valsmenn eru komnir á topp Pepsi Max-deildar karla í fótbolta eftir 3-1 sigur á Fjölni í Grafarvogi. Fjölnismenn voru manni færri frá 57. mínútu eftir að Ingibergur Kort Sigurðsson missti stjórn á skapi sínu. 27. júlí 2020 21:04 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
„Við höfum mætt ýmiss konar mótlæti,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir að liðið tapaði enn einum heimaleik sínum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld, 3-1 gegn Val sem komst á toppinn. „Við erum mjög ósáttir að tapa á heimavelli,“ sagði Ásmundur en Fjölnir er í botnsætinu með aðeins þrjú stig eftir níu leiki, fimm stigum frá næsta örugga sæti eftir níu leiki. Rautt spjald sem Ingibergur Kort Sigurðsson fékk á 57. mínútu, fyrir að sparka í Hauk Pál Sigurðsson sem hafði brotið á honum í álitlegri skyndisókn, dró máttinn úr Fjölni í kvöld eftir góða byrjun í seinni hálfleik. „Þessi leikur spilaðist eins og mjög margir leikir hjá okkur. Eftir sex mínútur þá fáum við á okkur mark þar sem að við erum aðeins værukærir í föstu leikatriði. Þeir fá eins marks forskot þar. Svo erum við þokkalega líklegir til að koma til baka og eigum ágætis leik, þegar þeir fá eitt hraðaupphlaup. Einhverra hluta vegna missa dómararnir af því þegar að okkar leikmaður er sparkaður niður, þegar hann er á leiðinni til baka til að verjast, og þar með fær hann [Valgeir Lunddal Friðriksson] svolítið frítt hlaup,“ sagði Ásmundur. Ásmundur Arnarsson með aðstoðarmönnum sínum.mynd/fjölnir Tveir leikmenn sparka í hvorn annan, annar fær gult en hinn rautt „Við erum í erfiðri stöðu í hálfleik, 2-0 undir, en leikurinn er svo aftur að jafnast, við minnkum muninn og erum þokkalega líklegir, þegar það kemur upp atvik þar sem að ítrekað er reynt að þruma okkar leikmann niður. Það tekst að lokum, hann er pirraður á eftir og gerir hlut sem að hann á ekki að gera. En þarna eru tveir leikmenn sem reyna að sparka í hvorn annan, annar fær gult en hinn rautt. Það þarf auðvitað að skilgreina reglurnar með það,“ sagði Ásmundur, sem vildi ekki gera of mikið úr afdrifaríku sparki Ingibergs. „Ingibergur átti auðvitað ekki að gera þetta. Það er klárt og hann veit það sjálfur.“ Ásmundur segist telja að Fjölnismenn eigi nokkuð inni sé það þannig að dómgæsla jafnist út yfir tímabilið: „Það er margt sem að gengur á hjá okkur og við höfum mætt ýmiss konar mótlæti. Það hefur fátt fallið með okkur. Ég veit að dómararnir eru að reyna að gera sitt besta og ef maður horfir yfir tímabilið þá oftast jafnast þetta út, en ef að það gerist þá lít ég svo á að við eigum helvíti mikið inni fyrir seinni hlutann. Við verðum bara að halda í trúna. Það eru ekki mörg stig upp í öruggt sæti en auðvitað verðum við að fara að vinna leiki og það er okkar hlutverk að snúa þessu við,“ sagði Ásmundur, handviss um að annað mark Vals hefði ekki átt að standa: „Ég sá þetta mjög vel. Við töpuðum boltanum klaufalega og þeir „breika“ á okkur en það er alveg klárt að varnarmaðurinn okkar er hindraður í að komast til baka að verjast, af Valsara, og það hefur svolítið mikil áhrif.“
Pepsi Max-deild karla Fjölnir Tengdar fréttir Leik lokið: Fjölnir - Valur 1-3 | Valsmenn efstir eftir sigur á tíu Fjölnismönnum Valsmenn eru komnir á topp Pepsi Max-deildar karla í fótbolta eftir 3-1 sigur á Fjölni í Grafarvogi. Fjölnismenn voru manni færri frá 57. mínútu eftir að Ingibergur Kort Sigurðsson missti stjórn á skapi sínu. 27. júlí 2020 21:04 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Leik lokið: Fjölnir - Valur 1-3 | Valsmenn efstir eftir sigur á tíu Fjölnismönnum Valsmenn eru komnir á topp Pepsi Max-deildar karla í fótbolta eftir 3-1 sigur á Fjölni í Grafarvogi. Fjölnismenn voru manni færri frá 57. mínútu eftir að Ingibergur Kort Sigurðsson missti stjórn á skapi sínu. 27. júlí 2020 21:04