Tap Icelandair Group nam 12,3 milljörðum á öðrum ársfjórðungi Andri Eysteinsson skrifar 27. júlí 2020 17:29 Tap Icelandair Group á öðrum ársfjórðungi nam 12,3 milljörðum króna Vísir/Vilhelm Tap Icelandair Group á öðrum ársfjórðungi nam 12,3 milljörðum króna samkvæmt uppgjöri annars ársfjórðungs félagsins sem birt var í kauphöll nú rétt eftir klukkan 17. Ljóst er að faraldur kórónuveirunnar spilaði stórt hlutverk í rekstri félagsins á tímabilinu en einskiptiskostnaður vegna hennar nam 5,9 milljörðum króna í öðrum ársfjórðungi ársins og á fyrstu sex mánuðum ársins nam hann 30,3 milljörðum króna. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group segir að tekur hafi dregist saman um 85% en með útsjónarsemi og sveigjanleika starfsfólks hafi verið hægt að tvöfalda flugtíma í fraktflugi og auka tekjur frá fraktflutningum og leiguflugi. Greint er frá því í tilkynningu félagsins að flugtímar í fraktflugi hafi tvöfaldast en á sama tíma dróst framboð í farþegaflugi saman um 97% og farþegum fækkaði um 98%. „Eins og í flugheiminum öllum, hafði COVID-19 heimsfaraldurinn gríðarleg áhrif á rekstrarniðurstöðu annars ársfjórðungs hjá Icelandair Group. Þrátt fyrir að flug hafi legið nánast alveg niðri, eða einungis þrjú prósent flugáætlunar okkar verið starfrækt, lögðum við höfuðáherslu á að tryggja lágmarksflugsamgöngur til og frá landinu fyrir farþega og frakt, bæði til Evrópu og Norður Ameríku,“ segir Bogi. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group.Vísir/Vilhelm Félagið hafi þurft að gríða til erfiðra aðgerða í fjórðungnum sem fólu í sér uppsagnir og breytingar á skipulagi félagsins. Vinna við fjárhagslega endurskipulagningu hefur staðið yfir undanfarið, líkt og greint hefur verið frá, og stefnir félagið á að ljúka samkomulagi við hagaðila á næstu dögum og hefja hlutafjárútboð í næsta mánuði. Eigið fé félagsins nam 151,2 milljörðum króna í lok síðasta mánaðar og var eiginfjárhlutfall 11%. Lausafjárstaða félagsins nam þá 21,3 milljörðum króna á sama tíma. „Við leggjum nú allt kapp á að koma félaginu í gegnum þessar krefjandi aðstæður með því að nýta þann sveigjanleika sem við búum yfir til að bregðast hratt við breytingum á markaði á hverjum tíma. Á sama tíma vinnum við hörðum höndum að því að styrkja lausafjár- og eiginfjárstöðu félagsins og tryggja samkeppnishæfni þess til framtíðar,“ segir Bogi sem kveðst þakklátur starfsfólki félagsins og þá sérstaklega flugstéttunum sem hafa samið um kjarasamninga í sumar. „Ég er sannfærður um að viðskiptamódel Icelandair Group, sem hefur sannað gildi sitt í áranna rás, muni stuðla að framtíðartækifærum fyrir félagið og áfram gegna lykilhlutverki í uppbyggingu ferðaþjónustunnar hér á landi,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group. Icelandair Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Sjá meira
Tap Icelandair Group á öðrum ársfjórðungi nam 12,3 milljörðum króna samkvæmt uppgjöri annars ársfjórðungs félagsins sem birt var í kauphöll nú rétt eftir klukkan 17. Ljóst er að faraldur kórónuveirunnar spilaði stórt hlutverk í rekstri félagsins á tímabilinu en einskiptiskostnaður vegna hennar nam 5,9 milljörðum króna í öðrum ársfjórðungi ársins og á fyrstu sex mánuðum ársins nam hann 30,3 milljörðum króna. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group segir að tekur hafi dregist saman um 85% en með útsjónarsemi og sveigjanleika starfsfólks hafi verið hægt að tvöfalda flugtíma í fraktflugi og auka tekjur frá fraktflutningum og leiguflugi. Greint er frá því í tilkynningu félagsins að flugtímar í fraktflugi hafi tvöfaldast en á sama tíma dróst framboð í farþegaflugi saman um 97% og farþegum fækkaði um 98%. „Eins og í flugheiminum öllum, hafði COVID-19 heimsfaraldurinn gríðarleg áhrif á rekstrarniðurstöðu annars ársfjórðungs hjá Icelandair Group. Þrátt fyrir að flug hafi legið nánast alveg niðri, eða einungis þrjú prósent flugáætlunar okkar verið starfrækt, lögðum við höfuðáherslu á að tryggja lágmarksflugsamgöngur til og frá landinu fyrir farþega og frakt, bæði til Evrópu og Norður Ameríku,“ segir Bogi. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group.Vísir/Vilhelm Félagið hafi þurft að gríða til erfiðra aðgerða í fjórðungnum sem fólu í sér uppsagnir og breytingar á skipulagi félagsins. Vinna við fjárhagslega endurskipulagningu hefur staðið yfir undanfarið, líkt og greint hefur verið frá, og stefnir félagið á að ljúka samkomulagi við hagaðila á næstu dögum og hefja hlutafjárútboð í næsta mánuði. Eigið fé félagsins nam 151,2 milljörðum króna í lok síðasta mánaðar og var eiginfjárhlutfall 11%. Lausafjárstaða félagsins nam þá 21,3 milljörðum króna á sama tíma. „Við leggjum nú allt kapp á að koma félaginu í gegnum þessar krefjandi aðstæður með því að nýta þann sveigjanleika sem við búum yfir til að bregðast hratt við breytingum á markaði á hverjum tíma. Á sama tíma vinnum við hörðum höndum að því að styrkja lausafjár- og eiginfjárstöðu félagsins og tryggja samkeppnishæfni þess til framtíðar,“ segir Bogi sem kveðst þakklátur starfsfólki félagsins og þá sérstaklega flugstéttunum sem hafa samið um kjarasamninga í sumar. „Ég er sannfærður um að viðskiptamódel Icelandair Group, sem hefur sannað gildi sitt í áranna rás, muni stuðla að framtíðartækifærum fyrir félagið og áfram gegna lykilhlutverki í uppbyggingu ferðaþjónustunnar hér á landi,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group.
Icelandair Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Sjá meira