Johnson hvetur Breta til að megra sig Kjartan Kjartansson skrifar 27. júlí 2020 15:58 Johnson segist hafa misst rúmlega sex kíló frá því að hann veiktist af Covid-19 í vor. Hann hafi verið í yfirþyngd. Vísir/EPA Bretar ættu að „grenna sig aðeins“ að mati Boris Johnson, forsætisráðherra en ríkisstjórn hans ætlar að grípa til aðgerða gegn því sem þau telja offitufaraldur í landinu. Vísar Johnson til eigin reynslu af glímu við aukakílóin og Covid-19-veikindi til þess að styðja átakið. Auglýsingar fyrir skyndibita verða bannaðar fyrir klukkan 21:00 á kvöldin og tveir fyrir einn tilboð á ruslfæði sömuleiðis með herferð ríkisstjórnarinnar sem gengur undir heitinu „Betri heilsa“. Veitingastöðum verður einnig gert að láta hitaeiningafjölda fylgja á matseðlum. Ríkisstjórnin lýsir offituvandamáli þjóðarinnar sem „tímasprengju“. Johnson sagði í myndskeiði sem hann birti á Twitter-síðu sinni til að kynna átakið að hann hefði verið í ofþyngd þegar hann greindist með nýtt afbrigði kórónuveirunnar í vor. „Ég hef alltaf viljað léttast heillengi og eins og margir aðrir átti ég í vandræðum með þyngdina, ég sveiflast upp og niður. Frá því að ég náði mér af kórónuveirunni hef ég stöðugt bætt formið mitt,“ sagði Johnson. Losing weight is hard but with some small changes we can all feel fitter and healthier.If we all do our bit, we can reduce our health risks and protect ourselves against coronavirus as well as taking pressure off the NHS. Our Better Health Strategy https://t.co/WdazXhuhRN pic.twitter.com/KZhW8p17FJ— Boris Johnson #StayAlert (@BorisJohnson) July 27, 2020 Upplýsti forsætisráðherrann að hann hefði misst meira en sex kíló eftir veikindin. Hann hlypi nú á hverjum degi. Sagðist hann vonast til þess að fólk teldi herferðina ekki of mikla forsjárhyggju, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Bresk lýðheilsuyfirvöld vöruðu við því í síðustu viku að þeir sem eru of þungir eða þjást af offitu séu í mun meiri hættu áð veikjast alvarlega af kórónuveirunni en aðrir. Þeir séu líklegri til að látast af völdum sjúkdómsins. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Sjá meira
Bretar ættu að „grenna sig aðeins“ að mati Boris Johnson, forsætisráðherra en ríkisstjórn hans ætlar að grípa til aðgerða gegn því sem þau telja offitufaraldur í landinu. Vísar Johnson til eigin reynslu af glímu við aukakílóin og Covid-19-veikindi til þess að styðja átakið. Auglýsingar fyrir skyndibita verða bannaðar fyrir klukkan 21:00 á kvöldin og tveir fyrir einn tilboð á ruslfæði sömuleiðis með herferð ríkisstjórnarinnar sem gengur undir heitinu „Betri heilsa“. Veitingastöðum verður einnig gert að láta hitaeiningafjölda fylgja á matseðlum. Ríkisstjórnin lýsir offituvandamáli þjóðarinnar sem „tímasprengju“. Johnson sagði í myndskeiði sem hann birti á Twitter-síðu sinni til að kynna átakið að hann hefði verið í ofþyngd þegar hann greindist með nýtt afbrigði kórónuveirunnar í vor. „Ég hef alltaf viljað léttast heillengi og eins og margir aðrir átti ég í vandræðum með þyngdina, ég sveiflast upp og niður. Frá því að ég náði mér af kórónuveirunni hef ég stöðugt bætt formið mitt,“ sagði Johnson. Losing weight is hard but with some small changes we can all feel fitter and healthier.If we all do our bit, we can reduce our health risks and protect ourselves against coronavirus as well as taking pressure off the NHS. Our Better Health Strategy https://t.co/WdazXhuhRN pic.twitter.com/KZhW8p17FJ— Boris Johnson #StayAlert (@BorisJohnson) July 27, 2020 Upplýsti forsætisráðherrann að hann hefði misst meira en sex kíló eftir veikindin. Hann hlypi nú á hverjum degi. Sagðist hann vonast til þess að fólk teldi herferðina ekki of mikla forsjárhyggju, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Bresk lýðheilsuyfirvöld vöruðu við því í síðustu viku að þeir sem eru of þungir eða þjást af offitu séu í mun meiri hættu áð veikjast alvarlega af kórónuveirunni en aðrir. Þeir séu líklegri til að látast af völdum sjúkdómsins.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Sjá meira