Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Víkingur 1-1 | Jafntefli niðurstaðan í kuldanum í Garðabæ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. júlí 2020 22:15 Hilmar Árni kom Stjörnunni yfir í Garðabænum í kvöld. Vísir/Bára Víkingur heimsótti Stjörnuna í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. Það var napurt í Garðabænum þegar flautað var til leiks. Leikurinn var ágætis skemmtun en það sást á báðum liðum að þreyta var aðeins farin að segja til sín enda leikjaálagið gífurlegt. Lokatölur 1-1 en liðin mætast í Fossvoginum á fimmtudaginn í Mjólkurbikarnum. Kaflaskiptur fyrri hálfleikur Fyrri hálfleikur var mjög kaflaskiptur. Heimamenn voru með öll völd á vellinum framan af leik og kom Hilmar Árni Halldórsson þeim verðskuldað yfir með góðu marki á ... Alex Þór Hauksson lagði boltann á Hilmar Árna rétt fyrir utan teig. Breiðhyltingurinn óð að teignum og lét vaða á markið. Boltinn söng í netinu þó svo að Ingvar Jónsson hafi náð að slæma hendi í boltann. Mögulega átti Ingvar að gera betur en skotið var gott hjá Hilmar enda smellhitti hann boltann. Eftir það ógnuðu heimamenn töluvert en náðu ekki að koma inn öðru marki. Um miðbik hálfleiksins snérist leikurinn svo algjörlega við og fóru gestirnir að spila líkt og þeir sem valdið hafa. Það virtist þó sem góð spilamennska Víkings ætlaði ekki að skila neinu en það var undir lok fyrri hálfleiks sem liðið fékk vítaspyrnu. Ágúst Eðvald Hlynsson átti hornspyrnu sem rataði á fjærstöngina þar sem Kári Árnason skallaði út í teiginn. Nikolaj Hansen kom hlaupandi í þann mund sem Guðjón Baldvinsson ætlaði að hreinsa. Guðjón bombaði hins vegar í Hansen og vítaspyrna dæmd. Óttar Magnús Karlsson fór á punktinn og skoraði af öryggi. Var þetta hans áttunda mark í sumar og ljóst að hann ætlar sér að landa markakóngstitlinum. Staðan var því 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Stjörnumenn sterkari en gátu ekki skorað Síðari hálfleikur fer ekki í sögubækurnar fyrir skemmtanagildi. Heimamenn voru beittari ef eitthvað er. Varamaðurinn Emil Atlason fékk frábært færi til að koma sínu liði yfir aðeins rétt eftir að hann kom inn af bekknum. Því miður fyrir hann þá varði Ingvar meistaralega í marki Víkings. Það fór því svo að liðin skildu jöfn 1-1 sem gerir töluvert meira fyrir Stjörnuna heldur en Víkinga. Var þetta fjórða jafntefli Víkinga í sumar í níu leikjum og annað jafntefli Stjörnunnar í aðeins fimm leikjum. Stjörnumenn eru áfram í 5. sæti deildarinnar að leik loknum með 14 stig eftir sex leiki á meðan Víkingar eru með 13 stig eftir níu leiki. Af hverju varð jafntefli? Af því hvorugt lið gerði nóg til að vinna leikinn. Jafntefli mjög sanngjörn niðurstaða þó svo að heimamenn hafi viljað meina að þeir hefðu mögulega átt sigurinn skilið. Það verður því forvitnilegt að sjá hvað gerist í bikarnum en fyrst hvorugt liðið vann í kvöld þá geta bæði farið áfram þar. Hverjir stóðu upp úr? Þrátt fyrir að hafa átt að gera betur – að eigin sögn - í marki Hilmars Árna þá var Ingvar Jónsson flottur í marki Víkings. Sömu sögu má segja af Haraldi í marki Stjörnunnar. Sá hefur átt gott sumar hingað til. Hvað aðra leikmenn vallarins varðar þá var Alex Þór Hauksson frábær að venju á miðju Stjörnunar og Hilmar Árni kom tuðrunni í netið þó svo hann hafi ekki gert mikið meira. Hjá Víkingum var Erlingur Agnarsson sprækur og þá voru gömlu jálkarnir - Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen – flottir í miðverðinum. Sömu sögu er að segja af miðvörðum Stjörnunnar, þeim Daníel Laxdal og Brynjari Gauta Þorsteinssyni. Hvað gekk illa? Liðunum gekk ill að skapa sér opin marktækifæri og hvorugu liði tókst – augljóslega – að skora sigurmarkið. Þá gekk báðum liðum einkar illa að skapa sér færi eftir föst leikatriði en Víkingar fengu í kringum þúsund hornspyrnur í leiknum. Þó svo að mark þeirra hafi á endanum komið eftir fast leikatriði þá var áhugavert að Arnar Gunnlaugsson, þjálfari liðsins, ákvað aldrei að taka stutt horn eða breyta aðeins til. Hvað gerist næst? Liðin mætast í Mjólkurbikarnum í Víkinni á fimmtudag. Hér má finna viðtal við Rúnar Pál, þjálfara Stjörnunnar. Ingvar átti fínan leik í Garðabænum en vildi þó gera betur í marki Stjörnunnar.Mynd/Stöð 2 Sport Ingvar Jónsson: Hann er aldrei að fara gefa hann í svona færi „Ákveðið svekkelsi, fannst við stýra þessu stóran part af leiknum. Hefðum átt að skora fleiri mörk og klára þetta,“ sagði Ingvar Jónsson, markvörður Víkings að leik loknum. „Ég þarf að sjá þetta aftur. Ég hélt hann myndi gefa hann og held hann hafi gripið mig í skrefinu. Ég á að þekkja hann sem leikmann, hann er aldrei að fara gefa hann í svona færi,“ sagði markvörðurinn um markið sem Hilmar Árni Halldórsson skoraði í leiknum. Hilmar Árni lét vaða í stað þess gefa á Sölva Snæ Guðbjargarson sem hefði eflaust verið í betra færi. Hilmar horfði vel og lengi til vinstri – í hlaupalínu Sölva – og virðist hafa náð að „plata“ Ingvar ef svo má að orði komast. „Það var sérstakt. Ég spilaði hérna í fjögur ár og var mjög spenntur fyrir leik sem og síðustu daga. Get ekki beðið eftir að mæta þeim aftur á fimmtudaginn,“ sagði Ingvar um endurkomu sína í Garðabæinn. Er skrítið að mæta Stjörnunni strax aftur á fimmtudaginn í Mjólkurbikarnum? „Þetta er það, einhver Evrópuleikja fýlingur yfir því að mæta þeim aftur. Þetta er samt bara næsti leikur og maður þarf að mæta klár.“ „Ekkert að velta því fyrir okkur þannig. Búnar að vera nokkrar fínar frammistöður í röð núna og mér finnst góður stígandi í þessu. Erum með rosaleg gæði í liðinu okkar og ef við höldum þessu áfram eru ekki mörg lið sem stoppa okkur í sumar,“ sagði Ingvar að lokum áður en hann stökk inn í klefa en það var orðið vel kalt í Garðabænum þegar viðtalinu lauk. Alex Þór var flottur á miðjunni hjá Víkingum í kvöld.Vísir/Bára Alex Þór: Stigum upp í seinni hálfleik „Þetta var hörkuleikur, sótt á báða bóga. Ég hefði klárlega viljað taka þetta í lokin en jafntefli niðurstaðan,“ sagði fyrirliði Stjörnunnar að leik loknum. „Alls ekki þreyttir. Hefðum geta spilað miklu lengur – þó við höfum dottið mjög neðarlega í fyrri hálfleik þá stigum við upp í seinni hálfleik og sýndum að við erum í hörkustandi,“ sagði Alex Þór aðspurður hvort hann hefði fundið fyrir þreytu í síðari hálfleik. Getur þessi góði endasprettur nýst Stjörnunni fyrir síðari leik liðanna í vikunni? „Já klárlega, við munum hvíla vel. Þeir eru vel spilandi en við vitum hvað við viljum gera, við höfum fulla trú á eigin getu og mætum klárir í þann leik til að komast áfram í bikarnum.“ „Þetta hefur ekki gerst áður fyrir mig. Við höfum smá reynslu af þessu úr Evrópu þar sem við förum klárum heimaleik og förum beint í útileik eða öfugt. Þetta er samt bara fótbolti, það er ekkert nýtt í þessu þannig að við hlökkum til þess,“ sagði Alex að lokum. Pepsi Max-deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Víkingur Reykjavík
Víkingur heimsótti Stjörnuna í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. Það var napurt í Garðabænum þegar flautað var til leiks. Leikurinn var ágætis skemmtun en það sást á báðum liðum að þreyta var aðeins farin að segja til sín enda leikjaálagið gífurlegt. Lokatölur 1-1 en liðin mætast í Fossvoginum á fimmtudaginn í Mjólkurbikarnum. Kaflaskiptur fyrri hálfleikur Fyrri hálfleikur var mjög kaflaskiptur. Heimamenn voru með öll völd á vellinum framan af leik og kom Hilmar Árni Halldórsson þeim verðskuldað yfir með góðu marki á ... Alex Þór Hauksson lagði boltann á Hilmar Árna rétt fyrir utan teig. Breiðhyltingurinn óð að teignum og lét vaða á markið. Boltinn söng í netinu þó svo að Ingvar Jónsson hafi náð að slæma hendi í boltann. Mögulega átti Ingvar að gera betur en skotið var gott hjá Hilmar enda smellhitti hann boltann. Eftir það ógnuðu heimamenn töluvert en náðu ekki að koma inn öðru marki. Um miðbik hálfleiksins snérist leikurinn svo algjörlega við og fóru gestirnir að spila líkt og þeir sem valdið hafa. Það virtist þó sem góð spilamennska Víkings ætlaði ekki að skila neinu en það var undir lok fyrri hálfleiks sem liðið fékk vítaspyrnu. Ágúst Eðvald Hlynsson átti hornspyrnu sem rataði á fjærstöngina þar sem Kári Árnason skallaði út í teiginn. Nikolaj Hansen kom hlaupandi í þann mund sem Guðjón Baldvinsson ætlaði að hreinsa. Guðjón bombaði hins vegar í Hansen og vítaspyrna dæmd. Óttar Magnús Karlsson fór á punktinn og skoraði af öryggi. Var þetta hans áttunda mark í sumar og ljóst að hann ætlar sér að landa markakóngstitlinum. Staðan var því 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Stjörnumenn sterkari en gátu ekki skorað Síðari hálfleikur fer ekki í sögubækurnar fyrir skemmtanagildi. Heimamenn voru beittari ef eitthvað er. Varamaðurinn Emil Atlason fékk frábært færi til að koma sínu liði yfir aðeins rétt eftir að hann kom inn af bekknum. Því miður fyrir hann þá varði Ingvar meistaralega í marki Víkings. Það fór því svo að liðin skildu jöfn 1-1 sem gerir töluvert meira fyrir Stjörnuna heldur en Víkinga. Var þetta fjórða jafntefli Víkinga í sumar í níu leikjum og annað jafntefli Stjörnunnar í aðeins fimm leikjum. Stjörnumenn eru áfram í 5. sæti deildarinnar að leik loknum með 14 stig eftir sex leiki á meðan Víkingar eru með 13 stig eftir níu leiki. Af hverju varð jafntefli? Af því hvorugt lið gerði nóg til að vinna leikinn. Jafntefli mjög sanngjörn niðurstaða þó svo að heimamenn hafi viljað meina að þeir hefðu mögulega átt sigurinn skilið. Það verður því forvitnilegt að sjá hvað gerist í bikarnum en fyrst hvorugt liðið vann í kvöld þá geta bæði farið áfram þar. Hverjir stóðu upp úr? Þrátt fyrir að hafa átt að gera betur – að eigin sögn - í marki Hilmars Árna þá var Ingvar Jónsson flottur í marki Víkings. Sömu sögu má segja af Haraldi í marki Stjörnunnar. Sá hefur átt gott sumar hingað til. Hvað aðra leikmenn vallarins varðar þá var Alex Þór Hauksson frábær að venju á miðju Stjörnunar og Hilmar Árni kom tuðrunni í netið þó svo hann hafi ekki gert mikið meira. Hjá Víkingum var Erlingur Agnarsson sprækur og þá voru gömlu jálkarnir - Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen – flottir í miðverðinum. Sömu sögu er að segja af miðvörðum Stjörnunnar, þeim Daníel Laxdal og Brynjari Gauta Þorsteinssyni. Hvað gekk illa? Liðunum gekk ill að skapa sér opin marktækifæri og hvorugu liði tókst – augljóslega – að skora sigurmarkið. Þá gekk báðum liðum einkar illa að skapa sér færi eftir föst leikatriði en Víkingar fengu í kringum þúsund hornspyrnur í leiknum. Þó svo að mark þeirra hafi á endanum komið eftir fast leikatriði þá var áhugavert að Arnar Gunnlaugsson, þjálfari liðsins, ákvað aldrei að taka stutt horn eða breyta aðeins til. Hvað gerist næst? Liðin mætast í Mjólkurbikarnum í Víkinni á fimmtudag. Hér má finna viðtal við Rúnar Pál, þjálfara Stjörnunnar. Ingvar átti fínan leik í Garðabænum en vildi þó gera betur í marki Stjörnunnar.Mynd/Stöð 2 Sport Ingvar Jónsson: Hann er aldrei að fara gefa hann í svona færi „Ákveðið svekkelsi, fannst við stýra þessu stóran part af leiknum. Hefðum átt að skora fleiri mörk og klára þetta,“ sagði Ingvar Jónsson, markvörður Víkings að leik loknum. „Ég þarf að sjá þetta aftur. Ég hélt hann myndi gefa hann og held hann hafi gripið mig í skrefinu. Ég á að þekkja hann sem leikmann, hann er aldrei að fara gefa hann í svona færi,“ sagði markvörðurinn um markið sem Hilmar Árni Halldórsson skoraði í leiknum. Hilmar Árni lét vaða í stað þess gefa á Sölva Snæ Guðbjargarson sem hefði eflaust verið í betra færi. Hilmar horfði vel og lengi til vinstri – í hlaupalínu Sölva – og virðist hafa náð að „plata“ Ingvar ef svo má að orði komast. „Það var sérstakt. Ég spilaði hérna í fjögur ár og var mjög spenntur fyrir leik sem og síðustu daga. Get ekki beðið eftir að mæta þeim aftur á fimmtudaginn,“ sagði Ingvar um endurkomu sína í Garðabæinn. Er skrítið að mæta Stjörnunni strax aftur á fimmtudaginn í Mjólkurbikarnum? „Þetta er það, einhver Evrópuleikja fýlingur yfir því að mæta þeim aftur. Þetta er samt bara næsti leikur og maður þarf að mæta klár.“ „Ekkert að velta því fyrir okkur þannig. Búnar að vera nokkrar fínar frammistöður í röð núna og mér finnst góður stígandi í þessu. Erum með rosaleg gæði í liðinu okkar og ef við höldum þessu áfram eru ekki mörg lið sem stoppa okkur í sumar,“ sagði Ingvar að lokum áður en hann stökk inn í klefa en það var orðið vel kalt í Garðabænum þegar viðtalinu lauk. Alex Þór var flottur á miðjunni hjá Víkingum í kvöld.Vísir/Bára Alex Þór: Stigum upp í seinni hálfleik „Þetta var hörkuleikur, sótt á báða bóga. Ég hefði klárlega viljað taka þetta í lokin en jafntefli niðurstaðan,“ sagði fyrirliði Stjörnunnar að leik loknum. „Alls ekki þreyttir. Hefðum geta spilað miklu lengur – þó við höfum dottið mjög neðarlega í fyrri hálfleik þá stigum við upp í seinni hálfleik og sýndum að við erum í hörkustandi,“ sagði Alex Þór aðspurður hvort hann hefði fundið fyrir þreytu í síðari hálfleik. Getur þessi góði endasprettur nýst Stjörnunni fyrir síðari leik liðanna í vikunni? „Já klárlega, við munum hvíla vel. Þeir eru vel spilandi en við vitum hvað við viljum gera, við höfum fulla trú á eigin getu og mætum klárir í þann leik til að komast áfram í bikarnum.“ „Þetta hefur ekki gerst áður fyrir mig. Við höfum smá reynslu af þessu úr Evrópu þar sem við förum klárum heimaleik og förum beint í útileik eða öfugt. Þetta er samt bara fótbolti, það er ekkert nýtt í þessu þannig að við hlökkum til þess,“ sagði Alex að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti