Segir Rússa ekki á leið aftur í G7 hópinn Andri Eysteinsson skrifar 26. júlí 2020 23:24 Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands. Vísir/EPA Þjóðverjar hafna þeirri hugmynd að hleypa Rússum aftur inn í hóp G7 ríkjanna, hóp áhrifamestu ríkja heims. Á fundi ríkjanna í síðasta mánuði ræddi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hugmyndina um að hleypa Rússum aftur að en þeim var vísað á dyr eftir innlimun Krímskaga árið 2014. Utanríkisráðherra Þýskalands, Heiko Maas, ræddi málin í viðtali við Rheinische Post og sagði hann þar að það væri engin leið til að hleypa Rússum aftur að á meðan ekki væri unnið að því að leysa deilur á Krímskaga og í austurhluta Úkraínu. Besta leiðin fyrir Rússa til að koma sér aftur í hópinn væri að finna friðsamlega lausn á þeim vadna. Rússar hafa ekki verið hluti af G7 ríkjunum, sem samanstendur af Kanada, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Japan, Bretlandi og Bandaríkjunum, síðan 2014. Þeir eru þó enn hluti af samskonar hópi ríkja G20. Maas sagði að þetta fyrirkomulag væri ágætt og ekki þyrfti að hrófla frekar við skipan hópanna. „Við þurfum ekki G11 eða G12,“ sagði utanríkisráðherrann Heiko Maas sem bætti við að á mörgum sviðum sé sambandið við Rússa stirt. „Við vitum hins vegar að við þurfum aðkomu Rússlands til þess að leysa úr vandamálum á borð við átök í Sýrland, Lýbíu og Úkraínu,“ sagði Maas. Rússland Þýskaland Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira
Þjóðverjar hafna þeirri hugmynd að hleypa Rússum aftur inn í hóp G7 ríkjanna, hóp áhrifamestu ríkja heims. Á fundi ríkjanna í síðasta mánuði ræddi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hugmyndina um að hleypa Rússum aftur að en þeim var vísað á dyr eftir innlimun Krímskaga árið 2014. Utanríkisráðherra Þýskalands, Heiko Maas, ræddi málin í viðtali við Rheinische Post og sagði hann þar að það væri engin leið til að hleypa Rússum aftur að á meðan ekki væri unnið að því að leysa deilur á Krímskaga og í austurhluta Úkraínu. Besta leiðin fyrir Rússa til að koma sér aftur í hópinn væri að finna friðsamlega lausn á þeim vadna. Rússar hafa ekki verið hluti af G7 ríkjunum, sem samanstendur af Kanada, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Japan, Bretlandi og Bandaríkjunum, síðan 2014. Þeir eru þó enn hluti af samskonar hópi ríkja G20. Maas sagði að þetta fyrirkomulag væri ágætt og ekki þyrfti að hrófla frekar við skipan hópanna. „Við þurfum ekki G11 eða G12,“ sagði utanríkisráðherrann Heiko Maas sem bætti við að á mörgum sviðum sé sambandið við Rússa stirt. „Við vitum hins vegar að við þurfum aðkomu Rússlands til þess að leysa úr vandamálum á borð við átök í Sýrland, Lýbíu og Úkraínu,“ sagði Maas.
Rússland Þýskaland Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira