Álverið mikilvægt en orkan fari ekki á útsölu Samúel Karl Ólason skrifar 25. júlí 2020 13:19 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm Á sama tíma og bjóða á upp á samkeppnishæft umhverfi á að gera kröfu um að sala á orkuafurðum úr sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar sé arðbær. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, í röð tísta sem hún birti í dag, þar sem hún fjallar um kvörtun Rio Tinto til samkeppniseftirlitsins vegna raforkusamningsins við Landsvirkjun vegna álversins í Straumsvík (ISAL). Þórdís segir málið kalla á umræðu um alþjóðlega samkeppnishæfni stórnotenda á Íslandi. Hún segir einnig að umræðan um þriðja orkupakkann og nauðsyn þess að standa vörð um sameiginlegar orkuauðlindir okkar sýni fram á að ekki eigi að setja þær á útsölu. Þórdís fer í tístum sínum yfir það hve mikilvægt álverið í Hafnarfirði sé fólkinu sem þar starfar, sveitarfélaginu og fjölmörgum öðrum. Hún segir yfirlýsingu fyrirtækisins um mögulega lokun álversins varpa óvissu á atvinnu fjölda fólks. Rio Tinto segir í kvörtun sinni að Landsvirkjun hafi notað „yfirburðastöðu“ sína gegn álverinu í Straumsvík og raforkusamningurinn sé verulega óhagstæður fyrir fyrirtækið. Fyrirtækið greiði meira fyrir orku en aðrir álframleiðendur á Íslandi. Rio Tinto segir að verði samningnum ekki breytt verði álverinu lokað. Fyrr í vikunni sagðist Ketill Sigurjónsson sérfræðingur í orkumálum og framkvæmdastjóri Zephyr á Íslandi hefur reiknað út að Rio Tinto greiði um 35 bandaríkjadali á hverja megavattsstund og þar sé innifalinn flutningur orkunnar. Þetta væri umtalsvert meira en önnur álver á landinu en þeir samningar byggi á öðrum forsendum, í alþjóðlegum samanburði sé þetta þó ekki óeðlilega hátt verð. Þórdís segir að ISAL sé mjög mikilvægt í mörgu tilliti. Ætla megi að sá hluti sölutekna ISAL sem renni til innlendra aðila sé um það bil 25 milljarðar króna á ári. ISAL noti um það bil 16 prósent af öllu rafmagni sem notað sé á Íslandi. Það hafi verið brautryðjandi á ýmsum sviðum eins og öryggismálum og starfsmenntamálum. Hún segir einnig að Rio Tinto hafi selt eða lokað sjö af átta álverum fyrirtækisins í Evrópu og fimm til viðbótar. Í raun hafi fyrirtækið hætt rekstri allra álvera fyrirtækisins nema þess í Straumsvík og álveranna í Kanada. Þar sé orkan sem fari í álver fyrirtækisins ein sú ódýrasta sem þekkist. Fyrsta tíst Þórdísar má sjá hér að neðan. Til að renna yfir þau öll þarf að smella á tístið hér að neðan. Rio Tinto tilkynnti í vikunni að fyrirtækið hefði kvartað til SKE vegna þess sem það telur vera misnotkun á markaðsráðandi stöðu af hálfu Landsvirkjunar. Jafnframt segir Rio Tinto að láti LV ekki af þeirri háttsemi verði fyrirtækið að íhuga að segja upp orkusamningnum við LV.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) July 25, 2020 Orkumál Hafnarfjörður Stóriðja Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Á sama tíma og bjóða á upp á samkeppnishæft umhverfi á að gera kröfu um að sala á orkuafurðum úr sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar sé arðbær. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, í röð tísta sem hún birti í dag, þar sem hún fjallar um kvörtun Rio Tinto til samkeppniseftirlitsins vegna raforkusamningsins við Landsvirkjun vegna álversins í Straumsvík (ISAL). Þórdís segir málið kalla á umræðu um alþjóðlega samkeppnishæfni stórnotenda á Íslandi. Hún segir einnig að umræðan um þriðja orkupakkann og nauðsyn þess að standa vörð um sameiginlegar orkuauðlindir okkar sýni fram á að ekki eigi að setja þær á útsölu. Þórdís fer í tístum sínum yfir það hve mikilvægt álverið í Hafnarfirði sé fólkinu sem þar starfar, sveitarfélaginu og fjölmörgum öðrum. Hún segir yfirlýsingu fyrirtækisins um mögulega lokun álversins varpa óvissu á atvinnu fjölda fólks. Rio Tinto segir í kvörtun sinni að Landsvirkjun hafi notað „yfirburðastöðu“ sína gegn álverinu í Straumsvík og raforkusamningurinn sé verulega óhagstæður fyrir fyrirtækið. Fyrirtækið greiði meira fyrir orku en aðrir álframleiðendur á Íslandi. Rio Tinto segir að verði samningnum ekki breytt verði álverinu lokað. Fyrr í vikunni sagðist Ketill Sigurjónsson sérfræðingur í orkumálum og framkvæmdastjóri Zephyr á Íslandi hefur reiknað út að Rio Tinto greiði um 35 bandaríkjadali á hverja megavattsstund og þar sé innifalinn flutningur orkunnar. Þetta væri umtalsvert meira en önnur álver á landinu en þeir samningar byggi á öðrum forsendum, í alþjóðlegum samanburði sé þetta þó ekki óeðlilega hátt verð. Þórdís segir að ISAL sé mjög mikilvægt í mörgu tilliti. Ætla megi að sá hluti sölutekna ISAL sem renni til innlendra aðila sé um það bil 25 milljarðar króna á ári. ISAL noti um það bil 16 prósent af öllu rafmagni sem notað sé á Íslandi. Það hafi verið brautryðjandi á ýmsum sviðum eins og öryggismálum og starfsmenntamálum. Hún segir einnig að Rio Tinto hafi selt eða lokað sjö af átta álverum fyrirtækisins í Evrópu og fimm til viðbótar. Í raun hafi fyrirtækið hætt rekstri allra álvera fyrirtækisins nema þess í Straumsvík og álveranna í Kanada. Þar sé orkan sem fari í álver fyrirtækisins ein sú ódýrasta sem þekkist. Fyrsta tíst Þórdísar má sjá hér að neðan. Til að renna yfir þau öll þarf að smella á tístið hér að neðan. Rio Tinto tilkynnti í vikunni að fyrirtækið hefði kvartað til SKE vegna þess sem það telur vera misnotkun á markaðsráðandi stöðu af hálfu Landsvirkjunar. Jafnframt segir Rio Tinto að láti LV ekki af þeirri háttsemi verði fyrirtækið að íhuga að segja upp orkusamningnum við LV.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) July 25, 2020
Orkumál Hafnarfjörður Stóriðja Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira