Kröfðu farþega til Íslands um niðurstöður skimunar fyrir brottför Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júlí 2020 18:37 British Airways hefur beðist afsökunar. Vísir/EPA Breska flugfélagið British Airways hefur beðist afsökunar á að hafa skikkað farþega sína frá Heathrow-flugvelli í London til Reykjavíkur til að framvísa neikvæðum niðurstöðum úr kórónuveiruprófi fyrir brottför. Farþegar frá Bretlandi þurfa að undirgangast skimun við komuna á Keflavíkurflugvöll. Félagið er hætt að krefja farþega um neikvæða niðurstöðu kórónuveiruprófs. Frá þessu er greint í The Independent. Þar segir að fjöldi farþega hafi bókað ferð til „eyjunnar í Norður-Atlantshafi sem er nánast ósködduð af kórónuveirunni“ í gegn um ferðaskrifstofuna Discover The World. Þá er haft eftir Clive Stacey, stofnanda ferðaskrifstofunnar, að hann hafi gert ítrekaðar tilraunir til þess að hnekkja kröfu flugfélagsins. Það hafi þó ekki gengið. Farþegarnir áttu upprunalega að koma hingað til lands með Icelandair, en þegar félagið hafi fellt niður flugið hafi það komið þeim yfir til British Airways, eins og reglur gera ráð fyrir. Síðarnefnda flugfélagið hafi hins vegar krafið alla farþega um að framvísa neikvæðri niðurstöðu kórónuveiruprófs, sem þeir hafi þurft að afla sjálfir. Við komuna til Íslands eru það hins vegar niðurstöður skimunar á Keflavíkurflugvelli sem gilda. „Staðreyndin er sú að Íslendingar taka ekki gild nein önnur próf en sín eigin og þau eiga að vera framkvæmd við komuna til Íslands. Veslings farþegar British Airways voru varaðir við því að þeim yrði meinað um borð í vélina ef þeir tækju ekki próf fyrir fram,“ hefur Independent eftir Stacey. Þá segir að farþegarnir hafi sjálfir þurft að greiða fyrir prófin, bæði fyrir flugið til Íslands og við komuna. Þannig hafi farþegarnir þurft að greiða 150 pund fyrir próf fyrir brottför, eða um 26.000 krónur. Próf hér á landi kosta 9.000 krónur ef bókað er fyrir fram, en 11.000 krónur þegar bókað er á staðnum. Farþegarnir hafi því getað þurft að greiða allt að 37.000 krónur fyrir prófin. Farþegar til Íslands ekki lengur prófaðir fyrir brottför Þá ber Stacey landamæraskimun hér á landi söguna vel. Hann segir prófin ganga hratt fyrir sig og niðurstöður berist fljótt, eftir um fjóra til fimm klukkutíma. „Þegar maður ferðast um Ísland veit fólk að maður hefur verið prófaður og það tekur spennuna úr aðstæðunum.“ Flugfélagið hefur nú beðist afsökunar á málinu og kveðst hætt að krefja farþega til Íslands um niðurstöður úr skimun fyrir kórónuveirunni. „Við mælum með því að viðskiptavinir okkar kynni sér reglur á áfangastað áður en ferðast er,“ hefur Independent eftir talsmanni British Airways. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira
Breska flugfélagið British Airways hefur beðist afsökunar á að hafa skikkað farþega sína frá Heathrow-flugvelli í London til Reykjavíkur til að framvísa neikvæðum niðurstöðum úr kórónuveiruprófi fyrir brottför. Farþegar frá Bretlandi þurfa að undirgangast skimun við komuna á Keflavíkurflugvöll. Félagið er hætt að krefja farþega um neikvæða niðurstöðu kórónuveiruprófs. Frá þessu er greint í The Independent. Þar segir að fjöldi farþega hafi bókað ferð til „eyjunnar í Norður-Atlantshafi sem er nánast ósködduð af kórónuveirunni“ í gegn um ferðaskrifstofuna Discover The World. Þá er haft eftir Clive Stacey, stofnanda ferðaskrifstofunnar, að hann hafi gert ítrekaðar tilraunir til þess að hnekkja kröfu flugfélagsins. Það hafi þó ekki gengið. Farþegarnir áttu upprunalega að koma hingað til lands með Icelandair, en þegar félagið hafi fellt niður flugið hafi það komið þeim yfir til British Airways, eins og reglur gera ráð fyrir. Síðarnefnda flugfélagið hafi hins vegar krafið alla farþega um að framvísa neikvæðri niðurstöðu kórónuveiruprófs, sem þeir hafi þurft að afla sjálfir. Við komuna til Íslands eru það hins vegar niðurstöður skimunar á Keflavíkurflugvelli sem gilda. „Staðreyndin er sú að Íslendingar taka ekki gild nein önnur próf en sín eigin og þau eiga að vera framkvæmd við komuna til Íslands. Veslings farþegar British Airways voru varaðir við því að þeim yrði meinað um borð í vélina ef þeir tækju ekki próf fyrir fram,“ hefur Independent eftir Stacey. Þá segir að farþegarnir hafi sjálfir þurft að greiða fyrir prófin, bæði fyrir flugið til Íslands og við komuna. Þannig hafi farþegarnir þurft að greiða 150 pund fyrir próf fyrir brottför, eða um 26.000 krónur. Próf hér á landi kosta 9.000 krónur ef bókað er fyrir fram, en 11.000 krónur þegar bókað er á staðnum. Farþegarnir hafi því getað þurft að greiða allt að 37.000 krónur fyrir prófin. Farþegar til Íslands ekki lengur prófaðir fyrir brottför Þá ber Stacey landamæraskimun hér á landi söguna vel. Hann segir prófin ganga hratt fyrir sig og niðurstöður berist fljótt, eftir um fjóra til fimm klukkutíma. „Þegar maður ferðast um Ísland veit fólk að maður hefur verið prófaður og það tekur spennuna úr aðstæðunum.“ Flugfélagið hefur nú beðist afsökunar á málinu og kveðst hætt að krefja farþega til Íslands um niðurstöður úr skimun fyrir kórónuveirunni. „Við mælum með því að viðskiptavinir okkar kynni sér reglur á áfangastað áður en ferðast er,“ hefur Independent eftir talsmanni British Airways.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira