Skógar brenna og hafís bráðnar í hitabylgunni í Síberíu Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2020 13:34 Flugvélar voru notaðar til að sleppa vatni yfir elda sem brunnu í þjóðgarði í Burjatíu í sunnanverðri Síberíu fyrr í þessum mánuði. Þá var talið að logaði í um 910 hekturum lands á svæðinu. AP/Almannavarnir Rússlands Meðalhiti í Síberíu var tíu gráðum yfir meðallagi í hitabylgju í júní, að sögn Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Hitinn hefur stuðlað að miklum skógareldum og bráðnun hafíss undan norðurskautsströnd Rússlands. Þaulsetið háþrýstisvæði hefur dælt hlýju lofti norður á bóginn til Síberíu í sumar. WMO segir að hlýindin nú gætu ekki hafa orðið svo mikil ef ekki væri fyrir loftslagsbreytingar af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Stofnunin reynir enn að staðfesta að 38°C sem mældust í rússneska bænum Verkhojansk 20. júní sé mögulega hæsti hiti sem mælst hefur norðan heimskautsbaugsins. Hafísinn hefur sérstaklega látið undan síga frá því seint í júní og mælist útbreiðsla hans í Laptev- og Barentshafi sérstaklega lítil samkvæmt athugunum Snjó- og ísgagnamiðstöðvar Bandaríkjanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Í rannsókn sem var birt fyrr í þessum mánuði á orsökum hitabylgjunnar var niðurstaðan að hnattrænar loftslagsbreytingar hafi gert hana að minnsta kosti 600 sinnum líklegri en ella. Óvenjuhlýtt hefur verið í Síberíu frá því í janúar og komust vísindamennirnir að þeirri niðurstöðu að slíkt hlýindatímabil ætti sér aðeins stað á um 80.000 ára fresti ef ekki væri fyrir áhrif manna á loftslagið. Óvenjulega hlýjar og þurrar aðstæður urðu til þess að gróðureldar kviknuðu óvenjusnemma á þessu ári. Meiriháttar olíuleki kom upp í bænum Norilsk fyrr í sumar þegar undirstöður tanks gáfu sig vegna bráðnandi sífrera sem þær stóðu á. Rússland Loftslagsmál Hamfarahlýnun Tengdar fréttir Hitamet í Síberíu kyndir undir miklum gróðureldum Meira en fimm gráðum hlýrra var í Síberíu norðan heimskautsbaugs í júní en í venjulegu árferði. Hitabylgjan hefur skapað aðstæður fyrir eina verstu gróðurelda sem geisað hafa á svæðinu samkvæmt gögnum evrópskra gervitungla. 7. júlí 2020 18:55 Olíulekinn í Síberíu mengar stórt stöðuvatn Hætta er nú á að dísilolía sem lak frá orkuveri við Norilsk í Síberíu renni út í Norður-Íshafið eftir að hún komst í stórt stöðuvatn. Olíulekinn er sagður versta umhverfisslys af þessu tagi á norðurskautssvæðum Rússlands á síðari tímum. 9. júní 2020 19:31 Útiloka að jörðin bregðist lítt við losun gróðurhúsalofttegunda Mestar líkur er á því að hnattræn hlýnun fari umfram mörk Parísarsamkomulagsins haldi núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum áfram segja vísindamenn sem hafa dregið úr óvissu um hversu næmt loftslag er fyrir inngripi manna. 23. júlí 2020 17:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira
Meðalhiti í Síberíu var tíu gráðum yfir meðallagi í hitabylgju í júní, að sögn Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Hitinn hefur stuðlað að miklum skógareldum og bráðnun hafíss undan norðurskautsströnd Rússlands. Þaulsetið háþrýstisvæði hefur dælt hlýju lofti norður á bóginn til Síberíu í sumar. WMO segir að hlýindin nú gætu ekki hafa orðið svo mikil ef ekki væri fyrir loftslagsbreytingar af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Stofnunin reynir enn að staðfesta að 38°C sem mældust í rússneska bænum Verkhojansk 20. júní sé mögulega hæsti hiti sem mælst hefur norðan heimskautsbaugsins. Hafísinn hefur sérstaklega látið undan síga frá því seint í júní og mælist útbreiðsla hans í Laptev- og Barentshafi sérstaklega lítil samkvæmt athugunum Snjó- og ísgagnamiðstöðvar Bandaríkjanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Í rannsókn sem var birt fyrr í þessum mánuði á orsökum hitabylgjunnar var niðurstaðan að hnattrænar loftslagsbreytingar hafi gert hana að minnsta kosti 600 sinnum líklegri en ella. Óvenjuhlýtt hefur verið í Síberíu frá því í janúar og komust vísindamennirnir að þeirri niðurstöðu að slíkt hlýindatímabil ætti sér aðeins stað á um 80.000 ára fresti ef ekki væri fyrir áhrif manna á loftslagið. Óvenjulega hlýjar og þurrar aðstæður urðu til þess að gróðureldar kviknuðu óvenjusnemma á þessu ári. Meiriháttar olíuleki kom upp í bænum Norilsk fyrr í sumar þegar undirstöður tanks gáfu sig vegna bráðnandi sífrera sem þær stóðu á.
Rússland Loftslagsmál Hamfarahlýnun Tengdar fréttir Hitamet í Síberíu kyndir undir miklum gróðureldum Meira en fimm gráðum hlýrra var í Síberíu norðan heimskautsbaugs í júní en í venjulegu árferði. Hitabylgjan hefur skapað aðstæður fyrir eina verstu gróðurelda sem geisað hafa á svæðinu samkvæmt gögnum evrópskra gervitungla. 7. júlí 2020 18:55 Olíulekinn í Síberíu mengar stórt stöðuvatn Hætta er nú á að dísilolía sem lak frá orkuveri við Norilsk í Síberíu renni út í Norður-Íshafið eftir að hún komst í stórt stöðuvatn. Olíulekinn er sagður versta umhverfisslys af þessu tagi á norðurskautssvæðum Rússlands á síðari tímum. 9. júní 2020 19:31 Útiloka að jörðin bregðist lítt við losun gróðurhúsalofttegunda Mestar líkur er á því að hnattræn hlýnun fari umfram mörk Parísarsamkomulagsins haldi núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum áfram segja vísindamenn sem hafa dregið úr óvissu um hversu næmt loftslag er fyrir inngripi manna. 23. júlí 2020 17:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira
Hitamet í Síberíu kyndir undir miklum gróðureldum Meira en fimm gráðum hlýrra var í Síberíu norðan heimskautsbaugs í júní en í venjulegu árferði. Hitabylgjan hefur skapað aðstæður fyrir eina verstu gróðurelda sem geisað hafa á svæðinu samkvæmt gögnum evrópskra gervitungla. 7. júlí 2020 18:55
Olíulekinn í Síberíu mengar stórt stöðuvatn Hætta er nú á að dísilolía sem lak frá orkuveri við Norilsk í Síberíu renni út í Norður-Íshafið eftir að hún komst í stórt stöðuvatn. Olíulekinn er sagður versta umhverfisslys af þessu tagi á norðurskautssvæðum Rússlands á síðari tímum. 9. júní 2020 19:31
Útiloka að jörðin bregðist lítt við losun gróðurhúsalofttegunda Mestar líkur er á því að hnattræn hlýnun fari umfram mörk Parísarsamkomulagsins haldi núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum áfram segja vísindamenn sem hafa dregið úr óvissu um hversu næmt loftslag er fyrir inngripi manna. 23. júlí 2020 17:00