Loka smugu sem gerði eiginkonu diplómata kleift að krefjast friðhelgi Kjartan Kjartansson skrifar 22. júlí 2020 13:32 Fjölskylda Dunn við breska utanríkisráðuneytið í október. Móðir hans (2.f.h.) segir samkomulagið nú stórt skref fram á við. Vísir/EPA Bresk og bandarísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi um að loka smugu í reglum um friðhelgi erindreka sem gerði eiginkonu bandarísks starfsmanns herstöðvar í Englandi kleift að krefjast friðhelgi fyrir saksókn þegar hún olli banaslysi. Konan ætlar ekki að snúa aftur til Englands sjálfviljug. Anne Sacoolas er talin hafa ekið á röngum vegarhelmingi þegar hún ók á Harry Dunn, 19 ára gamlan pilt, sem var á bifhjóli í ágúst í fyrra. Dunn lét lífið í árekstrinum sem átti sér stað nærri herstöð í Northamptonshire þar sem eiginmaður Sacoolas var erindreki. Sacoolas lét sig hverfa til Bandaríkjanna skömmu eftir slysið. Hún var ákærð fyrir að valda dauða Dunn með glæfraakstri en bar fyrir sig friðhelgi erindreka. Bandarísk yfirvöld hafa neitað að framselja hana og hefur málið valdið núningi á milli ríkjanna tveggja, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Með þeim breytingum sem ríkin hafa nú samið um verður hægt að sækja ættingja bandarískra starfsmanna herstöðvarinnar til saka. Lögreglan í Northamptonshire telur að breytingin sé ekki afturvirk en fagnar henni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sjá einnig: Neituðu að hitta konuna sem sökuð er um að hafa banað syni þeirra Lögreglan og fjölskylda Dunn segist ætla að halda áfram í því með breskum saksóknurum að Sacoolas verði látin svara til saka. Lögmaður Sacoolas segir aftur á móti að hún ætli sér ekki að snúa aftur til Englands sjálfviljug og eiga mögulega yfir höfði sér fangelsisvist vegna „hræðilegs en óviljandi slyss“. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, segir að með samkomulaginu hafi „fráviki“ sem varð til þess að réttlætinu var ekki fullnægt vegna dauða Dunn verið fjarlægt. Bandaríkin Bretland Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Fleiri fréttir Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Sjá meira
Bresk og bandarísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi um að loka smugu í reglum um friðhelgi erindreka sem gerði eiginkonu bandarísks starfsmanns herstöðvar í Englandi kleift að krefjast friðhelgi fyrir saksókn þegar hún olli banaslysi. Konan ætlar ekki að snúa aftur til Englands sjálfviljug. Anne Sacoolas er talin hafa ekið á röngum vegarhelmingi þegar hún ók á Harry Dunn, 19 ára gamlan pilt, sem var á bifhjóli í ágúst í fyrra. Dunn lét lífið í árekstrinum sem átti sér stað nærri herstöð í Northamptonshire þar sem eiginmaður Sacoolas var erindreki. Sacoolas lét sig hverfa til Bandaríkjanna skömmu eftir slysið. Hún var ákærð fyrir að valda dauða Dunn með glæfraakstri en bar fyrir sig friðhelgi erindreka. Bandarísk yfirvöld hafa neitað að framselja hana og hefur málið valdið núningi á milli ríkjanna tveggja, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Með þeim breytingum sem ríkin hafa nú samið um verður hægt að sækja ættingja bandarískra starfsmanna herstöðvarinnar til saka. Lögreglan í Northamptonshire telur að breytingin sé ekki afturvirk en fagnar henni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sjá einnig: Neituðu að hitta konuna sem sökuð er um að hafa banað syni þeirra Lögreglan og fjölskylda Dunn segist ætla að halda áfram í því með breskum saksóknurum að Sacoolas verði látin svara til saka. Lögmaður Sacoolas segir aftur á móti að hún ætli sér ekki að snúa aftur til Englands sjálfviljug og eiga mögulega yfir höfði sér fangelsisvist vegna „hræðilegs en óviljandi slyss“. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, segir að með samkomulaginu hafi „fráviki“ sem varð til þess að réttlætinu var ekki fullnægt vegna dauða Dunn verið fjarlægt.
Bandaríkin Bretland Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Fleiri fréttir Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Sjá meira