„Brjálað að gera“ á fasteignamarkaðnum Sylvía Hall skrifar 22. júlí 2020 09:14 Páll Pálsson fasteignasali segir flesta í stéttinni finna fyrir miklum áhuga um þessar mundir. Vísir/Vilhelm Páll Pálsson fasteignasali segir flest allt benda til þess að mikil umsvif séu á fasteignamarkaði þessi misserin. Markaðurinn hafi fallið niður um tæplega 54 prósent í apríl en fasteignasalar landsins meti stöðuna sem svo að nóg sé um viðskipti. Þetta sagði Páll í Bítinu í morgun þar sem hann ræddi fasteignamarkaðinn. Hann segir minni sölu vera fyrstu sex mánuði þessa árs samanborið við sama tímabil á síðasta ári en tölurnar frá Þjóðskrá máli upp aðra mynd en upplifun fasteignasala gerir. „Hins vegar veit ég alveg hvað fólk er að tala um vegna þess að allir sem ég hef talað við, og ég upplifi það sjálfur, það er brjálað að gera,“ sagði Páll. Sem dæmi nefnir hann að um fjórtán hundruð eignir voru teknar af sölu í júní og það megi ganga út frá því að þær hafi flestallar verið seldar. Það heyri til undantekninga að eignir séu teknar út af öðrum ástæðum en seinagangur í þinglýsingum geti útskýrt hvers vegna tölfræðin bendi til þess að minna sé að gera. „Ég held að bunkinn hjá þinglýsingunum sé bara það stór, og afköstin þar eru bara ekki nóg.“ Páll bendir á að maímánuður hafi verið einn sá stærsti frá upphafi í útlánum hjá bönkunum og margir sýni eignum á sölu áhuga. Fasteignasalar fái margar fyrirspurnir og mikill áhugi sé á opnum húsum. „Ég held að þessar sölutölur, miðað við hvernig markaðurinn er akkúrat núna, að þær séu ekki að endurspegla raunveruleikann,“ segir Páll. Sala eykst á landsbyggðinni Sölutölur benda til þess að sala á landsbyggðinni hafi aukist um helming. Páll segir það rétt að nágrannasveitarfélögin fari stækkandi en margt annað geti spilað þar inn í, til að mynda sé afgreiðsla þinglýsinga hraðari þar. Sú þróun er þó í takt við það sem þekkist erlendis að sögn Páls. Fólk hafi val um hvort það kjósi að kaupa sér íbúð í borginni eða einbýli fyrir svipað verð í hálftíma akstursfjarlægð. Vinsælustu eignirnar á skrá séu þó meðalstórar íbúðir í Reykjavík. „Það er á verðbilinu 40 til 60 milljónir, það rýkur út strax. Það eru þessar 3-4 herbergja íbúðir, þrjátíu prósent af þeim sem eru að kaupa á markaðnum eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Það eru vinsælustu tegundirnar,“ segir Páll. Aðspurður segist hann engar áhyggjur hafa af haustinu. Það sé aldrei einn réttur tími til þess að selja og markaðurinn nái alltaf einhvers konar jafnvægi. Hann býst þó við því að sölutölur sem eru væntanlegar í ágústmánuði sýni aukningu í sölum. „„Það kæmi mér ekkert á óvart ef tölurnar sem koma í ágústmánuði verði rosalega háar, en þá eru það sölur sem eru samþykktar í júní og júlí.“ Bítið Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Páll Pálsson fasteignasali segir flest allt benda til þess að mikil umsvif séu á fasteignamarkaði þessi misserin. Markaðurinn hafi fallið niður um tæplega 54 prósent í apríl en fasteignasalar landsins meti stöðuna sem svo að nóg sé um viðskipti. Þetta sagði Páll í Bítinu í morgun þar sem hann ræddi fasteignamarkaðinn. Hann segir minni sölu vera fyrstu sex mánuði þessa árs samanborið við sama tímabil á síðasta ári en tölurnar frá Þjóðskrá máli upp aðra mynd en upplifun fasteignasala gerir. „Hins vegar veit ég alveg hvað fólk er að tala um vegna þess að allir sem ég hef talað við, og ég upplifi það sjálfur, það er brjálað að gera,“ sagði Páll. Sem dæmi nefnir hann að um fjórtán hundruð eignir voru teknar af sölu í júní og það megi ganga út frá því að þær hafi flestallar verið seldar. Það heyri til undantekninga að eignir séu teknar út af öðrum ástæðum en seinagangur í þinglýsingum geti útskýrt hvers vegna tölfræðin bendi til þess að minna sé að gera. „Ég held að bunkinn hjá þinglýsingunum sé bara það stór, og afköstin þar eru bara ekki nóg.“ Páll bendir á að maímánuður hafi verið einn sá stærsti frá upphafi í útlánum hjá bönkunum og margir sýni eignum á sölu áhuga. Fasteignasalar fái margar fyrirspurnir og mikill áhugi sé á opnum húsum. „Ég held að þessar sölutölur, miðað við hvernig markaðurinn er akkúrat núna, að þær séu ekki að endurspegla raunveruleikann,“ segir Páll. Sala eykst á landsbyggðinni Sölutölur benda til þess að sala á landsbyggðinni hafi aukist um helming. Páll segir það rétt að nágrannasveitarfélögin fari stækkandi en margt annað geti spilað þar inn í, til að mynda sé afgreiðsla þinglýsinga hraðari þar. Sú þróun er þó í takt við það sem þekkist erlendis að sögn Páls. Fólk hafi val um hvort það kjósi að kaupa sér íbúð í borginni eða einbýli fyrir svipað verð í hálftíma akstursfjarlægð. Vinsælustu eignirnar á skrá séu þó meðalstórar íbúðir í Reykjavík. „Það er á verðbilinu 40 til 60 milljónir, það rýkur út strax. Það eru þessar 3-4 herbergja íbúðir, þrjátíu prósent af þeim sem eru að kaupa á markaðnum eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Það eru vinsælustu tegundirnar,“ segir Páll. Aðspurður segist hann engar áhyggjur hafa af haustinu. Það sé aldrei einn réttur tími til þess að selja og markaðurinn nái alltaf einhvers konar jafnvægi. Hann býst þó við því að sölutölur sem eru væntanlegar í ágústmánuði sýni aukningu í sölum. „„Það kæmi mér ekkert á óvart ef tölurnar sem koma í ágústmánuði verði rosalega háar, en þá eru það sölur sem eru samþykktar í júní og júlí.“
Bítið Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira