Höfðu hendur í hári gíslatökumannsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júlí 2020 22:31 Mynd frá vettvangi sem innanríkisráðherra Úkraínu deildi á Twitter. Twitter Öryggissveitir í Úkraínu hafa haft hendur í hári manns sem tók þrettán manns í gíslingu í rútu í borginni Lutsk. Maðurinn hafði meðal annars sett fram kröfu um að hátt settir stjórnmálamenn í landinu lýstu því yfir að þeir væru hryðjuverkamenn. Þremur gíslum hafði verið sleppt áður. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu voru gíslarnir tíu sem eftir voru látnir lausir stuttu eftir að forseti Úkraínu, Volodíjmíjr Selenskíj steig fram og birti af sér myndband þar sem hann hvatti „alla til þess að horfa á kvikmyndina Earthlings frá árinu 2005,“ en það ku hafa verið ein af kröfum mannsins. Myndin fjallar um stórfyrirtæki sem græða á dýrum. Selenskíj hafði átt í samningaviðræðum við gíslatökumanninn, þar sem hann setti meðal annars fram kröfu um að forsetinn myndi hvetja alla til þess að horfa á myndina. Forsetinn gerði það, og skömmu síðar tilkynnti Arsen Avakov innanríkisráðherra um að maðurinn hefði náðst. Forsetinn eyddi þá myndbandinu. Öll sem tekin voru í gíslingu eru á heilu og höldnu, að því er fram kemur í tísti frá Avakov innanríkisráðherra. Á mynd sem fylgir með tístinu má sjá gíslatökumanninn handjárnaðan á jörðinni. Луцк. Все целы! pic.twitter.com/ivB4u6sQEH— Arsen Avakov (@AvakovArsen) July 21, 2020 Gíslatökumaðurinn heitir Maksíjm Kríjvosj og er 44 ára Rússi. Hann hefur verið dæmdur fyrir ýmsa glæpi og hefur hann setið tíu ár í fangelsi fyrir fjársvik, rán og ólögleg vopnaburð. Hann skaut fyrr í dag á lögregludróna út um rúðu á rútunni og kastaði handsprengju sem sprakk ekki, að sögn fréttastofu AP. Þá er hann sagður halda því fram að hann hafi komið fyrir sprengju á opinberum stað í borginni sem hann gæti sprengt með fjarstýringu. Úkraína Tengdar fréttir Gíslataka í rútu í Úkraínu Vopnaður maður heldur nú farþegum lítillar rútu í gíslingu í borginni Lutsk í vestanverðri Úkraínu. Hann er sagður krefjast þess að hátt settir stjórnmálamenn lýsi því yfir að þeir séu „hryðjuverkamenn“. 21. júlí 2020 16:30 Þremur gíslum sleppt úr haldi í gíslatöku í Úkraínu Þremur gíslum hefur verið sleppt lausum í gíslatöku í borginni Lutsk í vestanverðri Úkraínu eftir margra klukkutíma viðræður við gíslatökumanninn. 21. júlí 2020 19:00 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
Öryggissveitir í Úkraínu hafa haft hendur í hári manns sem tók þrettán manns í gíslingu í rútu í borginni Lutsk. Maðurinn hafði meðal annars sett fram kröfu um að hátt settir stjórnmálamenn í landinu lýstu því yfir að þeir væru hryðjuverkamenn. Þremur gíslum hafði verið sleppt áður. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu voru gíslarnir tíu sem eftir voru látnir lausir stuttu eftir að forseti Úkraínu, Volodíjmíjr Selenskíj steig fram og birti af sér myndband þar sem hann hvatti „alla til þess að horfa á kvikmyndina Earthlings frá árinu 2005,“ en það ku hafa verið ein af kröfum mannsins. Myndin fjallar um stórfyrirtæki sem græða á dýrum. Selenskíj hafði átt í samningaviðræðum við gíslatökumanninn, þar sem hann setti meðal annars fram kröfu um að forsetinn myndi hvetja alla til þess að horfa á myndina. Forsetinn gerði það, og skömmu síðar tilkynnti Arsen Avakov innanríkisráðherra um að maðurinn hefði náðst. Forsetinn eyddi þá myndbandinu. Öll sem tekin voru í gíslingu eru á heilu og höldnu, að því er fram kemur í tísti frá Avakov innanríkisráðherra. Á mynd sem fylgir með tístinu má sjá gíslatökumanninn handjárnaðan á jörðinni. Луцк. Все целы! pic.twitter.com/ivB4u6sQEH— Arsen Avakov (@AvakovArsen) July 21, 2020 Gíslatökumaðurinn heitir Maksíjm Kríjvosj og er 44 ára Rússi. Hann hefur verið dæmdur fyrir ýmsa glæpi og hefur hann setið tíu ár í fangelsi fyrir fjársvik, rán og ólögleg vopnaburð. Hann skaut fyrr í dag á lögregludróna út um rúðu á rútunni og kastaði handsprengju sem sprakk ekki, að sögn fréttastofu AP. Þá er hann sagður halda því fram að hann hafi komið fyrir sprengju á opinberum stað í borginni sem hann gæti sprengt með fjarstýringu.
Úkraína Tengdar fréttir Gíslataka í rútu í Úkraínu Vopnaður maður heldur nú farþegum lítillar rútu í gíslingu í borginni Lutsk í vestanverðri Úkraínu. Hann er sagður krefjast þess að hátt settir stjórnmálamenn lýsi því yfir að þeir séu „hryðjuverkamenn“. 21. júlí 2020 16:30 Þremur gíslum sleppt úr haldi í gíslatöku í Úkraínu Þremur gíslum hefur verið sleppt lausum í gíslatöku í borginni Lutsk í vestanverðri Úkraínu eftir margra klukkutíma viðræður við gíslatökumanninn. 21. júlí 2020 19:00 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
Gíslataka í rútu í Úkraínu Vopnaður maður heldur nú farþegum lítillar rútu í gíslingu í borginni Lutsk í vestanverðri Úkraínu. Hann er sagður krefjast þess að hátt settir stjórnmálamenn lýsi því yfir að þeir séu „hryðjuverkamenn“. 21. júlí 2020 16:30
Þremur gíslum sleppt úr haldi í gíslatöku í Úkraínu Þremur gíslum hefur verið sleppt lausum í gíslatöku í borginni Lutsk í vestanverðri Úkraínu eftir margra klukkutíma viðræður við gíslatökumanninn. 21. júlí 2020 19:00