„Ekki fara sænsku leiðina“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2020 18:06 Sóttvarnalæknir Svíþjóðar, Anders Tegnell, á blaðamannafundi vegna kórónuveirufaraldursins. EPA-EFE/ANDERS WIKLUND Tuttugu og fimm sænskir vísindamenn segja leiðina sem farin var í Svíþjóð til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum gott dæmi um hvernig eigi ekki að bregðast við honum. Sænska leiðin hafi leitt til dauða, sorgar og þjáninga auk þess sem ekkert bendi til þess að sænska hagkerfið hafi komið betur út úr faraldrinum. Hópurinn skrifaði skoðanagrein sem birt var í USA Today í dag og fjalla þeir um mistökin sem voru gerð þegar sænsk yfirvöld ákváðu að fara þá leið sem þau völdu. Eins og þekkt er orðið ákváðu sænsk yfirvöld að bregðast ekki við faraldrinum á jafn afgerandi hátt og mörg önnur ríki, þar á meðal hin Norðurlöndin fjögur, og segja vísindamennirnir það hafa haft alvarlegar afleiðingar. Þeir benda á að mörg önnur ríki hafi farið svipaða leið og Svíþjóð til að byrja með en þegar smitin urðu fleiri og dauðfjöllum fjölgaði hafi mörg þeirra snúið baki við leiðinni, hert á samkomureglum, skyldað fólk til að bera grímur fyrir vitum og svo framvegis. Það hafi sænsk yfirvöld hins vegar ekki gert og þess í stað haldið sig við léttar aðgerðir. Þá hafi óformlegt markmið sænskra heilbrigðisyfirvalda verið að ná hjarðónæmi meðal íbúa en það hafi ekki skilað sér. Tölur sýni að aðeins 10 prósent þjóðarinnar hafi mótefni gegn veirunni sem sé hvergi nærri því nóg til að teljast hjarðónæmi. Auk þess sé dánartíðnin í Svíþjóð sláandi og hún sé hærri en í Bandaríkjunum, sem hafa verið talin hvað verst stödd hvað varðar veiruna: 556 dauðsföll séu í Svíþjóð á hverja milljón íbúa, miðað við 435 í Bandaríkjunum miðað við tölur frá 20. júlí. „Dánartíðnin í Svíþjóð er jafnframt meira en 4,5 sinnum hærri en í hinum fjórum Norðurlöndunum samanlagt – og meira en sjö sinnum hærri miðað við hverja milljón íbúa,“ segir í greininni. „Og þrátt fyrir þetta er áætlunin í grunninn enn sú sama.“ „Við trúum því að hægt sé að læra af Svíþjóð en ekki á þann hátt sem fyrst var talið,“ segir í greininni. „Eins og staðan er núna höfum við sett fordæmi fyrir heiminn um það hvernig á ekki að takast á við faraldur.“ „Vonandi verður til bóluefni. Þangað til þurfum við að þrauka. Og ekki fara sænsku leiðina.“ Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslendingar þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví í tveimur Eystrasaltsríkjanna Íslendingar sem fara til Lettlands munu þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Sama gildir um ríkisborgara annarra landa sem ferðast til ríkisins héðan frá. Stjórnvöld munu bregðast við málinu og segja upplýsingar sem stuðst er við gefa ranga mynd af ástandinu hér á landi. 19. júlí 2020 18:16 Nýjum smitum fer ört fækkandi í Svíþjóð Fjöldi nýrra smita í flestum héruðum Svíþjóðar er aðeins þriðjungur þess sem hann var fyrir um tveimur vikum síðan. 16. júlí 2020 06:45 „Búið að vera mjög erfitt og ég hef aldrei unnið eins margar vaktir á ævi minni“ Mikið hefur verið rætt um aðgerðir sænskra sóttvarnaryfirvalda vegna Covid-19 faraldursins en Svíar hafa beitt mun vægari aðferðum til að hefta útbreiðslu veirunnar en flestar aðrar þjóðir og lokuðu til að mynda aldrei kaffihúsum og veitingastöðum. 25. júní 2020 10:30 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Tuttugu og fimm sænskir vísindamenn segja leiðina sem farin var í Svíþjóð til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum gott dæmi um hvernig eigi ekki að bregðast við honum. Sænska leiðin hafi leitt til dauða, sorgar og þjáninga auk þess sem ekkert bendi til þess að sænska hagkerfið hafi komið betur út úr faraldrinum. Hópurinn skrifaði skoðanagrein sem birt var í USA Today í dag og fjalla þeir um mistökin sem voru gerð þegar sænsk yfirvöld ákváðu að fara þá leið sem þau völdu. Eins og þekkt er orðið ákváðu sænsk yfirvöld að bregðast ekki við faraldrinum á jafn afgerandi hátt og mörg önnur ríki, þar á meðal hin Norðurlöndin fjögur, og segja vísindamennirnir það hafa haft alvarlegar afleiðingar. Þeir benda á að mörg önnur ríki hafi farið svipaða leið og Svíþjóð til að byrja með en þegar smitin urðu fleiri og dauðfjöllum fjölgaði hafi mörg þeirra snúið baki við leiðinni, hert á samkomureglum, skyldað fólk til að bera grímur fyrir vitum og svo framvegis. Það hafi sænsk yfirvöld hins vegar ekki gert og þess í stað haldið sig við léttar aðgerðir. Þá hafi óformlegt markmið sænskra heilbrigðisyfirvalda verið að ná hjarðónæmi meðal íbúa en það hafi ekki skilað sér. Tölur sýni að aðeins 10 prósent þjóðarinnar hafi mótefni gegn veirunni sem sé hvergi nærri því nóg til að teljast hjarðónæmi. Auk þess sé dánartíðnin í Svíþjóð sláandi og hún sé hærri en í Bandaríkjunum, sem hafa verið talin hvað verst stödd hvað varðar veiruna: 556 dauðsföll séu í Svíþjóð á hverja milljón íbúa, miðað við 435 í Bandaríkjunum miðað við tölur frá 20. júlí. „Dánartíðnin í Svíþjóð er jafnframt meira en 4,5 sinnum hærri en í hinum fjórum Norðurlöndunum samanlagt – og meira en sjö sinnum hærri miðað við hverja milljón íbúa,“ segir í greininni. „Og þrátt fyrir þetta er áætlunin í grunninn enn sú sama.“ „Við trúum því að hægt sé að læra af Svíþjóð en ekki á þann hátt sem fyrst var talið,“ segir í greininni. „Eins og staðan er núna höfum við sett fordæmi fyrir heiminn um það hvernig á ekki að takast á við faraldur.“ „Vonandi verður til bóluefni. Þangað til þurfum við að þrauka. Og ekki fara sænsku leiðina.“
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslendingar þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví í tveimur Eystrasaltsríkjanna Íslendingar sem fara til Lettlands munu þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Sama gildir um ríkisborgara annarra landa sem ferðast til ríkisins héðan frá. Stjórnvöld munu bregðast við málinu og segja upplýsingar sem stuðst er við gefa ranga mynd af ástandinu hér á landi. 19. júlí 2020 18:16 Nýjum smitum fer ört fækkandi í Svíþjóð Fjöldi nýrra smita í flestum héruðum Svíþjóðar er aðeins þriðjungur þess sem hann var fyrir um tveimur vikum síðan. 16. júlí 2020 06:45 „Búið að vera mjög erfitt og ég hef aldrei unnið eins margar vaktir á ævi minni“ Mikið hefur verið rætt um aðgerðir sænskra sóttvarnaryfirvalda vegna Covid-19 faraldursins en Svíar hafa beitt mun vægari aðferðum til að hefta útbreiðslu veirunnar en flestar aðrar þjóðir og lokuðu til að mynda aldrei kaffihúsum og veitingastöðum. 25. júní 2020 10:30 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Íslendingar þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví í tveimur Eystrasaltsríkjanna Íslendingar sem fara til Lettlands munu þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Sama gildir um ríkisborgara annarra landa sem ferðast til ríkisins héðan frá. Stjórnvöld munu bregðast við málinu og segja upplýsingar sem stuðst er við gefa ranga mynd af ástandinu hér á landi. 19. júlí 2020 18:16
Nýjum smitum fer ört fækkandi í Svíþjóð Fjöldi nýrra smita í flestum héruðum Svíþjóðar er aðeins þriðjungur þess sem hann var fyrir um tveimur vikum síðan. 16. júlí 2020 06:45
„Búið að vera mjög erfitt og ég hef aldrei unnið eins margar vaktir á ævi minni“ Mikið hefur verið rætt um aðgerðir sænskra sóttvarnaryfirvalda vegna Covid-19 faraldursins en Svíar hafa beitt mun vægari aðferðum til að hefta útbreiðslu veirunnar en flestar aðrar þjóðir og lokuðu til að mynda aldrei kaffihúsum og veitingastöðum. 25. júní 2020 10:30