Sjáðu markið sem tryggði ÍBV langþráðan sigur og dramatíkina í Árbænum og á Meistaravöllum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júlí 2020 14:30 Eyjakonur voru kátar eftir langþráðan sigur í gær. vísir/daníel Þrír leikir fóru fram í 7. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í gær. ÍBV lyfti sér upp úr fallsæti með 0-1 útisigri á FH, Fylkir vann nauman sigur á Stjörnunni, 2-1, og KR bjargaði stigi gegn Þrótti með marki undir blálokin, 1-1. Sjöundu umferðinni lýkur með stórleik Breiðabliks og Vals klukkan 19:15 í kvöld. Lettneski miðjumaðurinn Olga Sevcova skoraði eina mark leiksins þegar ÍBV sótti FH heim í Kaplakrika. Þetta var fyrsti sigur Eyjakvenna síðan þær unnu Þróttara, 4-3, í 1. umferðinni. Eftir sigurinn er ÍBV í 8. sæti deildarinnar en FH er í því tíunda og neðsta. Eftir tvö jafntefli í röð vann Fylkir Stjörnuna, 2-1, í Árbænum. Eva Rut Ásþórsdóttir kom Fylkiskonum yfir en Arna Dís Arnþórsdóttir jafnaði fyrir Stjörnuna sem missti Shameeku Fishley af velli með rautt spjald á 70. mínútu. Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði sigurmark Árbæinga fjórum mínútum fyrir leikslok. Þetta var fjórða mark þessa sautján ára framherja í Pepsi Max-deildinni í sumar. Fylkir er í 3. sæti deildarinnar með ellefu stig, fimm stigum á eftir toppliði Vals. Stjarnan, sem hefur tapað fjórum leikjum í röð, er í 7. sætinu með sex stig. Hlíf Hauksdóttir kom í veg fyrir KR tapaði fyrir Þrótti á Meistaravöllum með jöfnunarmarki þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir hafði komið Þrótti yfir á 76. mínútu. Þróttarar hafa ekki tapað í fjórum síðustu leikjum sínum og eru í 6. sæti deildarinnar. KR er í því níunda og næstneðsta með fjögur stig. Mörkin úr leikjum gærdagsins í Pepsi Max-deild kvenna má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max-deild kvenna: Mörk og viðtöl Pepsi Max-deild kvenna FH ÍBV Fylkir Stjarnan Þróttur Reykjavík KR Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í 7. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í gær. ÍBV lyfti sér upp úr fallsæti með 0-1 útisigri á FH, Fylkir vann nauman sigur á Stjörnunni, 2-1, og KR bjargaði stigi gegn Þrótti með marki undir blálokin, 1-1. Sjöundu umferðinni lýkur með stórleik Breiðabliks og Vals klukkan 19:15 í kvöld. Lettneski miðjumaðurinn Olga Sevcova skoraði eina mark leiksins þegar ÍBV sótti FH heim í Kaplakrika. Þetta var fyrsti sigur Eyjakvenna síðan þær unnu Þróttara, 4-3, í 1. umferðinni. Eftir sigurinn er ÍBV í 8. sæti deildarinnar en FH er í því tíunda og neðsta. Eftir tvö jafntefli í röð vann Fylkir Stjörnuna, 2-1, í Árbænum. Eva Rut Ásþórsdóttir kom Fylkiskonum yfir en Arna Dís Arnþórsdóttir jafnaði fyrir Stjörnuna sem missti Shameeku Fishley af velli með rautt spjald á 70. mínútu. Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði sigurmark Árbæinga fjórum mínútum fyrir leikslok. Þetta var fjórða mark þessa sautján ára framherja í Pepsi Max-deildinni í sumar. Fylkir er í 3. sæti deildarinnar með ellefu stig, fimm stigum á eftir toppliði Vals. Stjarnan, sem hefur tapað fjórum leikjum í röð, er í 7. sætinu með sex stig. Hlíf Hauksdóttir kom í veg fyrir KR tapaði fyrir Þrótti á Meistaravöllum með jöfnunarmarki þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir hafði komið Þrótti yfir á 76. mínútu. Þróttarar hafa ekki tapað í fjórum síðustu leikjum sínum og eru í 6. sæti deildarinnar. KR er í því níunda og næstneðsta með fjögur stig. Mörkin úr leikjum gærdagsins í Pepsi Max-deild kvenna má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max-deild kvenna: Mörk og viðtöl
Pepsi Max-deild kvenna FH ÍBV Fylkir Stjarnan Þróttur Reykjavík KR Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Sjá meira