Braust inn í apótek og stal lyfjum að verðmæti 300 þúsund Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2020 11:05 Maðurinn stal ofvirkni-, geð- og verkjalyfjum. Vísir/egill Maður var í Héraðsdómi Reykjaness um miðjan júlí dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir ýmis brot, m.a. þjófnað á lyfjum að andvirði 300 þúsund króna. Tvö mál gegn manninum í alls sex ákæruliðum voru sameinuð. Manninum var m.a. gefið að sök að hafa kannabisefni og amfetamín í fórum sínum og að hafa brotið spegil á salerni með því að kasta í hann ruslatunnu. Þá var hann ákærður fyrir þjófnað á ofvirkni-, geð- og verkjalyfjum úr apóteki í tvígang árið 2019. Maðurinn hafi fyrst spennt upp glugga apóteksins og haft á brott með sér 54 lyfjapakkningum að verðmæti 245 þúsund króna. Þremur dögum síðar hafi hann brotið rúðu í anddyri apóteks og stolið 17 lyfjapakkningum að verðmæti 53 þúsund króna. Þá var maðurinn ákærður fyrir eignaspjöll með því að hafa kastað útihúsgögnum með þeim afleiðingum að borðplötur að verðmæti 55 þúsund króna eyðilögðust. Maðurinn játaði sök samkvæmt ákærum. Maðurinn á samkvæmt dómi nokkuð langan sakaferil að baki og var dæmdur til fangelsisvistar árið 2018 og einnig árið eftir. Um var að ræða þjófnað, umferðarlaga- og fíkniefnalagabrot. Maðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi og gert að greiða þóknun verjanda síns, alls um 442 þúsund krónur. Þá þótti dómnum ekki tilefni til að gera upptæka skó sem ákæruvaldið krafðist að gerðir yrðu upptækir úr vörslu mannsins. Að öðru leyti voru upptökukröfur ákæruvaldsins teknar til greina. Þannig voru gerð upptæk North pike íþróttataska, Versace parfum íþróttataska, hamar, bláir vinnuhanskar, grá derhúfa, LED-ennisljós og 1,41 gramm af amfetamíni. Dómsmál Fíkn Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Maður var í Héraðsdómi Reykjaness um miðjan júlí dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir ýmis brot, m.a. þjófnað á lyfjum að andvirði 300 þúsund króna. Tvö mál gegn manninum í alls sex ákæruliðum voru sameinuð. Manninum var m.a. gefið að sök að hafa kannabisefni og amfetamín í fórum sínum og að hafa brotið spegil á salerni með því að kasta í hann ruslatunnu. Þá var hann ákærður fyrir þjófnað á ofvirkni-, geð- og verkjalyfjum úr apóteki í tvígang árið 2019. Maðurinn hafi fyrst spennt upp glugga apóteksins og haft á brott með sér 54 lyfjapakkningum að verðmæti 245 þúsund króna. Þremur dögum síðar hafi hann brotið rúðu í anddyri apóteks og stolið 17 lyfjapakkningum að verðmæti 53 þúsund króna. Þá var maðurinn ákærður fyrir eignaspjöll með því að hafa kastað útihúsgögnum með þeim afleiðingum að borðplötur að verðmæti 55 þúsund króna eyðilögðust. Maðurinn játaði sök samkvæmt ákærum. Maðurinn á samkvæmt dómi nokkuð langan sakaferil að baki og var dæmdur til fangelsisvistar árið 2018 og einnig árið eftir. Um var að ræða þjófnað, umferðarlaga- og fíkniefnalagabrot. Maðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi og gert að greiða þóknun verjanda síns, alls um 442 þúsund krónur. Þá þótti dómnum ekki tilefni til að gera upptæka skó sem ákæruvaldið krafðist að gerðir yrðu upptækir úr vörslu mannsins. Að öðru leyti voru upptökukröfur ákæruvaldsins teknar til greina. Þannig voru gerð upptæk North pike íþróttataska, Versace parfum íþróttataska, hamar, bláir vinnuhanskar, grá derhúfa, LED-ennisljós og 1,41 gramm af amfetamíni.
Dómsmál Fíkn Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent