Deila um fyrirkomulag stuðningssjóðs vegna veirunnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júlí 2020 11:58 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Charles Michael, forseti Evrópuráðsins. Þau tvö fyrrnefndu hafa bæði lýst yfir stuðningi við tillöguna um sjóðinn í núverandi mynd. Stephanie Lecocq/AP Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hittast í dag í fyrsta sinn augliti til auglitis frá því kórónuveirufaraldurinn fór að láta á sér kræla í Evrópu. Viðfangsefni fundar þeirra, sem fram fer í Brussel, er tillaga um stofnun sjóðs til stuðnings aðildarríkja í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Tillagan sem Evrópusambandsríkin koma til með að ræða á fundinum í dag og á morgun, snýr að stofnun 750 milljarða Evra hjálparsjóðs til handa þeirra Evrópuríkja sem hvað verst eru leikin eftir faraldurinn. Eitt helsta deiluefni ríkjanna er hversu stór hluti sjóðsins, sem kæmi til með að nema rúmlega 120 þúsund milljörðum króna, skuli greiddur út í styrkjum eða lánum. Fyrirliggjandi tillaga hljóðar upp á 500 milljarða Evra styrki og 250 milljarða Evra lán. Bæði Frakkland og Þýskaland hafa lýst yfir stuðningi við fyrirkomulagið eins og það lítur út í dag. Þó er langur vegur frá að öll ríki sambandsins séu á einu máli. Nokkuð langt er á milli aðila, en þó nokkur ríki hafa lýst því yfir að þau vilji hafa sitt að segja um hvernig fjármunum verður deilt út úr sjóðnum. Meðal þeirra ríkja eru Austurríki, Danmörk og Svíþjóð. Hollendingar hafa þá verið hvað harðastir í afstöðu sinni, en ríkið hefur kallað eftir því að hvert ríki geti haft neitunarvald um hvernig fjármunum úr sjóðnum er varið hverju sinni. Ríki sunnar í álfunni, meðal annars Ítalía og Spánn, sem hafa komið heldur illa út úr faraldrinum, telja þessi sjónarmið óviðeigandi og segja þau hægja á allri aðstoð til bágstaddari ríkja. Ítalía og Spánn eru einmitt á meðal þeirra ríkja sem þrýst hafa á að ákvörðun um sjóðinn og fyrirkomulag greiðslu úr honum verði afgreitt hratt, og að ekki verði gerðar of miklar málamiðlanir á kostnað ríkja sem hafa farið illa í faraldrinum. Covid-19 hefur dregið hefur 35 þúsund manns til dauða á Ítalíu og rúmlega 28 þúsund á Spáni. Samkvæmt núverandi tillögu yrðu það Ítalía og Spánn sem fengju hvað mesta fjármuni úr sjóðnum. Þannig fengi Ítalía tæpa 82 milljarða Evra og Spánn rúma 77. Næst á eftir koma Frakkland og Pólland með tæpa 40 milljarða hvort um sig. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagðist í morgun ekki vongóð um að samkomulag myndi nást í viðræðunum. Það væri ákjósanlegt, en aðilar yrðu að vera raunsæir í væntingum sínum. Eins sagði hún liggja fyrir að einhverjir aðila þyrftu að gera málamiðlanir ef samningaviðræðurnar ættu að skila árangri. Þá hefur breska ríkisútvarpið eftir Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, að þótt viðræðurnar yrðu erfiðar mættu ríkin ekki missa sjónar á heildarmyndinni, þar sem Evrópa stæði frammi fyrir stærstu efnahagskrísu síðan í seinni heimsstyrjöld. Evrópusambandið Frakkland Þýskaland Holland Spánn Austurríki Ítalía Svíþjóð Danmörk Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hittast í dag í fyrsta sinn augliti til auglitis frá því kórónuveirufaraldurinn fór að láta á sér kræla í Evrópu. Viðfangsefni fundar þeirra, sem fram fer í Brussel, er tillaga um stofnun sjóðs til stuðnings aðildarríkja í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Tillagan sem Evrópusambandsríkin koma til með að ræða á fundinum í dag og á morgun, snýr að stofnun 750 milljarða Evra hjálparsjóðs til handa þeirra Evrópuríkja sem hvað verst eru leikin eftir faraldurinn. Eitt helsta deiluefni ríkjanna er hversu stór hluti sjóðsins, sem kæmi til með að nema rúmlega 120 þúsund milljörðum króna, skuli greiddur út í styrkjum eða lánum. Fyrirliggjandi tillaga hljóðar upp á 500 milljarða Evra styrki og 250 milljarða Evra lán. Bæði Frakkland og Þýskaland hafa lýst yfir stuðningi við fyrirkomulagið eins og það lítur út í dag. Þó er langur vegur frá að öll ríki sambandsins séu á einu máli. Nokkuð langt er á milli aðila, en þó nokkur ríki hafa lýst því yfir að þau vilji hafa sitt að segja um hvernig fjármunum verður deilt út úr sjóðnum. Meðal þeirra ríkja eru Austurríki, Danmörk og Svíþjóð. Hollendingar hafa þá verið hvað harðastir í afstöðu sinni, en ríkið hefur kallað eftir því að hvert ríki geti haft neitunarvald um hvernig fjármunum úr sjóðnum er varið hverju sinni. Ríki sunnar í álfunni, meðal annars Ítalía og Spánn, sem hafa komið heldur illa út úr faraldrinum, telja þessi sjónarmið óviðeigandi og segja þau hægja á allri aðstoð til bágstaddari ríkja. Ítalía og Spánn eru einmitt á meðal þeirra ríkja sem þrýst hafa á að ákvörðun um sjóðinn og fyrirkomulag greiðslu úr honum verði afgreitt hratt, og að ekki verði gerðar of miklar málamiðlanir á kostnað ríkja sem hafa farið illa í faraldrinum. Covid-19 hefur dregið hefur 35 þúsund manns til dauða á Ítalíu og rúmlega 28 þúsund á Spáni. Samkvæmt núverandi tillögu yrðu það Ítalía og Spánn sem fengju hvað mesta fjármuni úr sjóðnum. Þannig fengi Ítalía tæpa 82 milljarða Evra og Spánn rúma 77. Næst á eftir koma Frakkland og Pólland með tæpa 40 milljarða hvort um sig. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagðist í morgun ekki vongóð um að samkomulag myndi nást í viðræðunum. Það væri ákjósanlegt, en aðilar yrðu að vera raunsæir í væntingum sínum. Eins sagði hún liggja fyrir að einhverjir aðila þyrftu að gera málamiðlanir ef samningaviðræðurnar ættu að skila árangri. Þá hefur breska ríkisútvarpið eftir Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, að þótt viðræðurnar yrðu erfiðar mættu ríkin ekki missa sjónar á heildarmyndinni, þar sem Evrópa stæði frammi fyrir stærstu efnahagskrísu síðan í seinni heimsstyrjöld.
Evrópusambandið Frakkland Þýskaland Holland Spánn Austurríki Ítalía Svíþjóð Danmörk Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira