Óttast um öryggismál Twitter eftir meiriháttar innbrot Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2020 14:12 Þrjótarnir komust yfir auðkenni starfsmanna Twitter og notuðu innra kerfi miðilsins til þess að ná valdi á reikningum þekktra notenda. Sérfræðingar óttast að bitcoin-svindl sem þeir sendu út gæti hafa verið yfirskin til þess að dreifa athyglinni frá gagnastuldi. AP/Rick Bowmer Tölvuöryggissérfræðingar hafa áhyggjur af öryggismálum samfélagsmiðilsins Twitter eftir að tölvuþrjótar náðu stjórn á reikningum fjölda þekktra einstaklinga til þess að svíkja út greiðslur í rafmynt. Þeir furða sig meðal annars á hversu lengi það tók Twitter að stöðva þrjótana. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi, Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, Kim Kardashian, raunveruleikaþáttastjarna, og Elon Musk, stofnandi Tesla, voru á meðal fræga fólksins sem varð fyrir barðinu á þrjótunum. Sendu þrjótarnir út tíst í nafni þessara einstaklinga þar sem þeir báðu fylgjendur þeirra um að senda sér greiðslur í rafmyntinni bitcoin. Reuters-fréttastofan segir að um 400 slíkar greiðslur hafi farið fram að upphæð um 120.000 dollara, jafnvirði tæpra sautján milljóna króna. Twitter segir að þrjótarnir hafi komist yfir auðkenni starfsmanna fyrirtækisins og komist þannig inn í innri kerfi þess. Aðganginn notuðu þeir til þess að stela aðgangi þekktra Twitter-notenda. greiðslurnar. Greip fyrirtækið til þess ráðs að loka á að margir þekktir einstaklingar með svokallaða staðfesta reikninga gætu tíst tímabundið. Notendurnir gátu heldur ekki skipt um lykilorð á meðan. Dmitri Alperovitch, einn stofnenda tölvuöryggisfyrirtækisins Crowdstrike, segir að svo virðist sem að innbrotið sé það versta hjá stórum samfélagsmiðli til þessa. Hjónin Kim Kardashian og Kanye West voru á meðal þeirra sem misstu stjórn á Twitter-reikningum sínum. Þrjótar sendu út skilaboð til fylgjenda þeirra um að senda þeim greiðslur í rafmyntinni bitcoin.Vísir/EPA Gætu stolið gögnum með aðgangi að kerfum Twitter Áhyggjur hafa verið uppi um öryggi Twitter í ljósi þess hversu stjórnmálamenn og frambjóðendur nota hann mikið, þar á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseti. Innbrotið nú kyndir undir ótta við áhrifin ef sambærilegt atvik ætti sér stað þegar kosningabaráttan fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum verður í algleymingi í haust. „Ef svona uppákoma ætti sér stað í miðju neyðarástandi þar sem Twitter væri notað til þess að koma á framfæri skilaboðum til að draga úr spennu eða nauðsynlegum upplýsingum til almennings og skyndilega væru send út röng skilaboð frá nokkrum viðurkenndum reikningum gæti það haft verulega truflandi áhrif,“ segir Alexi Drew frá King‘s College í London við breska ríkisútvarpið BBC. „Getur þú ímyndað þér ef þeir hefðu tekið yfir reikning þjóðarleiðtoga og tíst ofbeldishótun gegn leiðtoga annars ríkis?“ segir Rachel Tobac, forstjóri Socialproof Security, við AP-fréttastofuna. Trúverðugleiki Twitter er sagður í húfi ef notendur geta ekki treyst því að tíst frá þekktum notendum komi raunverulega frá þeim. Sérfræðingar segja það alvarlegan öryggisbrest ef lykilstarfsmenn Twitter hafi látið glepjast af gabbi. Dan Guido, forstjóri tölvuöryggisfyrirtækisins Trail of Bits, furðar sig á hversu langan tíma það tók Twitter að bregðast við innbrotinu í gær. „Viðbrögð Twitter við innbrotinu voru sláandi. Þetta er um miðjan dag í San Francisco og það tekur þau fimm klukkustundir að ná tökum á uppákomunni,“ segir hann við Reuters og vísar til þess að höfuðstöðvar Twitter eru í Kaliforníu. Þá er ekki ljóst hvort að þrjótarnir hafi gert meira en að senda bitcoin-skilaboðin. Michael Borohovski, yfirmaður hugbúnaðarsmíði Synopsys, annars tölvuöryggisfyrirtækis, segir að ef þrjótarnir hafi beinan aðgang að kerfum Twitter komi ekkert í veg fyrir að þeir steli þaðan gögnum og noti bitcoin-svindlið til að dreifa athyglinni frá því. Mögulegt er talið að hægt verði að nota bitcoin-millifærslurnar til þess að rekja slóð þrjótanna. Twitter Samfélagsmiðlar Tölvuárásir Tengdar fréttir Obama, Biden og Kanye West á meðal fórnarlamba internetþrjóta Fjöldi auðmanna varð í dag fyrir barðinu á internetskúrkum en Twitter-síður auðkýfinganna Elon Musk, Jeff Bezos og Bill Gates voru á meðal þeirra sem voru hakkaðar. 15. júlí 2020 22:53 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Tölvuöryggissérfræðingar hafa áhyggjur af öryggismálum samfélagsmiðilsins Twitter eftir að tölvuþrjótar náðu stjórn á reikningum fjölda þekktra einstaklinga til þess að svíkja út greiðslur í rafmynt. Þeir furða sig meðal annars á hversu lengi það tók Twitter að stöðva þrjótana. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi, Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, Kim Kardashian, raunveruleikaþáttastjarna, og Elon Musk, stofnandi Tesla, voru á meðal fræga fólksins sem varð fyrir barðinu á þrjótunum. Sendu þrjótarnir út tíst í nafni þessara einstaklinga þar sem þeir báðu fylgjendur þeirra um að senda sér greiðslur í rafmyntinni bitcoin. Reuters-fréttastofan segir að um 400 slíkar greiðslur hafi farið fram að upphæð um 120.000 dollara, jafnvirði tæpra sautján milljóna króna. Twitter segir að þrjótarnir hafi komist yfir auðkenni starfsmanna fyrirtækisins og komist þannig inn í innri kerfi þess. Aðganginn notuðu þeir til þess að stela aðgangi þekktra Twitter-notenda. greiðslurnar. Greip fyrirtækið til þess ráðs að loka á að margir þekktir einstaklingar með svokallaða staðfesta reikninga gætu tíst tímabundið. Notendurnir gátu heldur ekki skipt um lykilorð á meðan. Dmitri Alperovitch, einn stofnenda tölvuöryggisfyrirtækisins Crowdstrike, segir að svo virðist sem að innbrotið sé það versta hjá stórum samfélagsmiðli til þessa. Hjónin Kim Kardashian og Kanye West voru á meðal þeirra sem misstu stjórn á Twitter-reikningum sínum. Þrjótar sendu út skilaboð til fylgjenda þeirra um að senda þeim greiðslur í rafmyntinni bitcoin.Vísir/EPA Gætu stolið gögnum með aðgangi að kerfum Twitter Áhyggjur hafa verið uppi um öryggi Twitter í ljósi þess hversu stjórnmálamenn og frambjóðendur nota hann mikið, þar á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseti. Innbrotið nú kyndir undir ótta við áhrifin ef sambærilegt atvik ætti sér stað þegar kosningabaráttan fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum verður í algleymingi í haust. „Ef svona uppákoma ætti sér stað í miðju neyðarástandi þar sem Twitter væri notað til þess að koma á framfæri skilaboðum til að draga úr spennu eða nauðsynlegum upplýsingum til almennings og skyndilega væru send út röng skilaboð frá nokkrum viðurkenndum reikningum gæti það haft verulega truflandi áhrif,“ segir Alexi Drew frá King‘s College í London við breska ríkisútvarpið BBC. „Getur þú ímyndað þér ef þeir hefðu tekið yfir reikning þjóðarleiðtoga og tíst ofbeldishótun gegn leiðtoga annars ríkis?“ segir Rachel Tobac, forstjóri Socialproof Security, við AP-fréttastofuna. Trúverðugleiki Twitter er sagður í húfi ef notendur geta ekki treyst því að tíst frá þekktum notendum komi raunverulega frá þeim. Sérfræðingar segja það alvarlegan öryggisbrest ef lykilstarfsmenn Twitter hafi látið glepjast af gabbi. Dan Guido, forstjóri tölvuöryggisfyrirtækisins Trail of Bits, furðar sig á hversu langan tíma það tók Twitter að bregðast við innbrotinu í gær. „Viðbrögð Twitter við innbrotinu voru sláandi. Þetta er um miðjan dag í San Francisco og það tekur þau fimm klukkustundir að ná tökum á uppákomunni,“ segir hann við Reuters og vísar til þess að höfuðstöðvar Twitter eru í Kaliforníu. Þá er ekki ljóst hvort að þrjótarnir hafi gert meira en að senda bitcoin-skilaboðin. Michael Borohovski, yfirmaður hugbúnaðarsmíði Synopsys, annars tölvuöryggisfyrirtækis, segir að ef þrjótarnir hafi beinan aðgang að kerfum Twitter komi ekkert í veg fyrir að þeir steli þaðan gögnum og noti bitcoin-svindlið til að dreifa athyglinni frá því. Mögulegt er talið að hægt verði að nota bitcoin-millifærslurnar til þess að rekja slóð þrjótanna.
Twitter Samfélagsmiðlar Tölvuárásir Tengdar fréttir Obama, Biden og Kanye West á meðal fórnarlamba internetþrjóta Fjöldi auðmanna varð í dag fyrir barðinu á internetskúrkum en Twitter-síður auðkýfinganna Elon Musk, Jeff Bezos og Bill Gates voru á meðal þeirra sem voru hakkaðar. 15. júlí 2020 22:53 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Obama, Biden og Kanye West á meðal fórnarlamba internetþrjóta Fjöldi auðmanna varð í dag fyrir barðinu á internetskúrkum en Twitter-síður auðkýfinganna Elon Musk, Jeff Bezos og Bill Gates voru á meðal þeirra sem voru hakkaðar. 15. júlí 2020 22:53