Steindi ætlar sér að hlaupa maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu 22. ágúst.
Hann skellti sér í heimsókn til Tómasar Guðbjartssonar, yfirlæknis á Landspítalanum, til að athuga hvort hann væri í standi til að hlaupa í ágúst.
Eftir ítarlega skoðun var niðurstaðan nokkuð augljós. Steinþór mun hlaupa 42 kílómetra 22. ágúst.
Tómas mælir reyndar með því að Steindi hlaupi tíu kílómetra. Steindi hljóp hálfmaraþon árið 2017.