Oft erfitt fyrir útivinnandi foreldra að rækta vinskap Rakel Sveinsdóttir skrifar 20. júlí 2020 10:00 Vísir/Getty Margir tengja jafnvægi heimilis og vinnu við þá áskorun að vinna ekki of mikið en ná þess frekar að njóta samvista með fjölskyldunni. Jafn einfalt og þetta hljómar þekkja það flestir af eigin raun að svo er ekki. Útivinnandi foreldrar upplifa sig oft í kapphlaupi við tímann, að vinna, sækja, skutla, elda, þvo, kaupa inn o.s.frv. Þegar börnin eru sofnuð er oft kíkt á nokkra vinnupósta eða einhver verkefni kláruð. Morguninn eftir hefst sama kapphlaupið á ný. Í nýlegri grein Harvard Business Review er útivinnandi foreldrum hins vegar bent á mikilvægi þess að rækta vini sína og vinskap utan vinnufélaga. Þetta eru vinirnir sem við treystum fyrir leyndarmálum okkar, áhyggjum eða vangaveltum. Oft fólkið sem hefur þekkt okkur lengi og veit fyrir hvað við stöndum eða í hverju styrkleikar eða veikleikarnir okkar liggja. Að halda úti sambandi við þessa vini, samhliða því að vera að vinna, reka heimili, ala upp börn og verja tíma með makanum, á það því til að verða svolítið útundan. Í umræddri grein er því fleygt fram að sambandsrofin, þ.e. sú þróun að heyra æ sjaldnar í vinum sínum, gerist hvað hraðast á þrítugsaldri eða á þeim aldri þegar margir eru að eignast sín fyrstu börn og koma sér upp heimili. Samkvæmt rannsóknum gerir það okkur hins vegar mjög gott að rækta sambandið við vini utan vinnu og fjölskyldu. Til dæmis sýna rannsóknir að það að rækta sambandið vel við bestu vini sína hjálpar okkur að standast álag og streitu, eflir félagslega getu okkar og hefur meira að segja þau áhrif að við stöndum okkur betur í vinnu. Þetta skýrist meðal annars af því að það eru traustu vinirnir sem fá okkur oft til að hugsa aðeins út fyrir boxið þegar kemur að vinnunni og átta okkur á fleiri sjónarhornum. Vinirnir eru utanaðkomandi, eru óhræddir við að segja okkur sína skoðun og við getum treyst því að þeir vilja okkur vel. Flest fólk kannast líka við það að upplifa sig ánægð og endurnærð eftir góða samverustund með bestu vinunum eða vinkonum. Að ná góðu jafnvægi á milli heimilis og vinnu þarf því einnig að fela það í sér að fólk sé meðvitað um að rækta sambandið við trausta og góða vini. Oft er þetta hægt án þess að taka tíma frá fjölskyldunni. Stutt spjall í símanum á meðan verið er að elda eða vaska upp eða stokkið inn í búð. Eða eins og segir í laglínunni „Enginn veit fyrr en reynir á hvort vini áttu þá.“ Góðu ráðin Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Margir tengja jafnvægi heimilis og vinnu við þá áskorun að vinna ekki of mikið en ná þess frekar að njóta samvista með fjölskyldunni. Jafn einfalt og þetta hljómar þekkja það flestir af eigin raun að svo er ekki. Útivinnandi foreldrar upplifa sig oft í kapphlaupi við tímann, að vinna, sækja, skutla, elda, þvo, kaupa inn o.s.frv. Þegar börnin eru sofnuð er oft kíkt á nokkra vinnupósta eða einhver verkefni kláruð. Morguninn eftir hefst sama kapphlaupið á ný. Í nýlegri grein Harvard Business Review er útivinnandi foreldrum hins vegar bent á mikilvægi þess að rækta vini sína og vinskap utan vinnufélaga. Þetta eru vinirnir sem við treystum fyrir leyndarmálum okkar, áhyggjum eða vangaveltum. Oft fólkið sem hefur þekkt okkur lengi og veit fyrir hvað við stöndum eða í hverju styrkleikar eða veikleikarnir okkar liggja. Að halda úti sambandi við þessa vini, samhliða því að vera að vinna, reka heimili, ala upp börn og verja tíma með makanum, á það því til að verða svolítið útundan. Í umræddri grein er því fleygt fram að sambandsrofin, þ.e. sú þróun að heyra æ sjaldnar í vinum sínum, gerist hvað hraðast á þrítugsaldri eða á þeim aldri þegar margir eru að eignast sín fyrstu börn og koma sér upp heimili. Samkvæmt rannsóknum gerir það okkur hins vegar mjög gott að rækta sambandið við vini utan vinnu og fjölskyldu. Til dæmis sýna rannsóknir að það að rækta sambandið vel við bestu vini sína hjálpar okkur að standast álag og streitu, eflir félagslega getu okkar og hefur meira að segja þau áhrif að við stöndum okkur betur í vinnu. Þetta skýrist meðal annars af því að það eru traustu vinirnir sem fá okkur oft til að hugsa aðeins út fyrir boxið þegar kemur að vinnunni og átta okkur á fleiri sjónarhornum. Vinirnir eru utanaðkomandi, eru óhræddir við að segja okkur sína skoðun og við getum treyst því að þeir vilja okkur vel. Flest fólk kannast líka við það að upplifa sig ánægð og endurnærð eftir góða samverustund með bestu vinunum eða vinkonum. Að ná góðu jafnvægi á milli heimilis og vinnu þarf því einnig að fela það í sér að fólk sé meðvitað um að rækta sambandið við trausta og góða vini. Oft er þetta hægt án þess að taka tíma frá fjölskyldunni. Stutt spjall í símanum á meðan verið er að elda eða vaska upp eða stokkið inn í búð. Eða eins og segir í laglínunni „Enginn veit fyrr en reynir á hvort vini áttu þá.“
Góðu ráðin Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira