Nánari svör hafi ekki fengist frá Ríkislögreglustjóra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 10. júlí 2020 18:57 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra hafði frumkvæði að því að fengið yrði lögfræðiálit á kjarabótum fyrrverandi ríkislögreglustjóra til handa yfirmanna í lögreglunni. Hún segir fyrri ummæli sín um að heimild hafi verið fyrir kjarabótunum skýrast af upplýsingunum sem þá lágu fyrir. Núverandi ríkislögreglustjóri reiknar með að málið endi fyrir dómstólum. Ákvörðun Haraldar Johannessen, þáverandi ríkislögreglustjóra, að bjóða 11 yfirmönnum að færa fastar yfirvinnustundir inn í grunnlaun og auk þannig lífeyrisréttindi skorti lagastoð, ef marka má lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir eftirmaður hans lét taka saman í vor. Þar segir jafnframt að engin málefnaleg rök hafi verið ákvörðun Haraldar. Í ljósi þessa sé hægt að vinda ofan af henni, sem núverandi ríkislögreglustjóri hyggst gera og hefur gert umræddum yfirmönnum viðvart. Í skriflegu svari til fréttastofu segir formaður Landssambands lögreglumanna að sambandið hafi þegar mótmælt fyrirhugaðri afturköllun lífeyrisbreytinganna. Formlegra andmæla sé jafnframt að vænta frá lögreglusambandinu innan tveggja vikna því lögmaður þess sé „einfaldlega á allt annarri skoðun en fram kemur í lögfræðiáliti“ ríkislögreglustjóra. Sigríður segist sjálf gera ráð fyrir því að málið endi fyrir dómstólum, enda sé um 300 milljónir króna í húfi. Dómsmálaráðherra óskaði eftir því í apríllok að Sigríður tæki kjarabreytingar forvera hennar til skoðunar, en ráðherrann hafði áður sagt að Haraldur hefði haft fulla heimild til að bæta kjör undirmanna sinna. „Auðvitað er almennt forstöðumönnum heimilt að gera slíka samninga en þeir verða auðvitað að vera innan þeirra stofnanasamninga sem eru í gildi. Það komu athugasemdir frá Kjara- og mannauðssýslu um að það þyrftu að vera þannig breytingar á starfi viðkomandi aðila og fleira svo að þetta væri innan þeirra stofnanasamninga sem væru í gildi,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Ummæli hennar hafi því ekki verið röng, miðað við upplýsingarnar sem lágu fyrir á þeim tíma. „Eftir að við fengum síðan umsögn frá Kjara og -mannauðssýslu Ríkisins þá óskuðum við eftir nánari svörum frá ríkislögreglustjóra sem ekki fengust,“ segir Áslaug. Sigríður Björk hefur sagst ætla að vinda ofan af ákvörðun forvera sína. Styður þú hana í þeirri vegferð? „Ég óskaði eftir því að hún myndi skoða þetta og þetta er í ferli þar og ég hef ekki meira um það að segja í bili,“ segir Áslaug Arna. Lögreglumál Kjaramál Stjórnsýsla Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Tengdar fréttir Áliti ríkislögreglustjóra verður andmælt Lögmaður Landssambands lögreglumanna telur lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur aflað ekki standast. Hann vinnur að lögfræðiáliti þar sem sjónarmiðum þess er andmælt. 10. júlí 2020 06:40 Haraldur hafði ekki heimild til að semja um kjarabætur nokkurra lögregluþjóna Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri hafði ekki heimild til að semja við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna um kjarabætur. 9. júlí 2020 19:33 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Fleiri fréttir Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Sjá meira
Dómsmálaráðherra hafði frumkvæði að því að fengið yrði lögfræðiálit á kjarabótum fyrrverandi ríkislögreglustjóra til handa yfirmanna í lögreglunni. Hún segir fyrri ummæli sín um að heimild hafi verið fyrir kjarabótunum skýrast af upplýsingunum sem þá lágu fyrir. Núverandi ríkislögreglustjóri reiknar með að málið endi fyrir dómstólum. Ákvörðun Haraldar Johannessen, þáverandi ríkislögreglustjóra, að bjóða 11 yfirmönnum að færa fastar yfirvinnustundir inn í grunnlaun og auk þannig lífeyrisréttindi skorti lagastoð, ef marka má lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir eftirmaður hans lét taka saman í vor. Þar segir jafnframt að engin málefnaleg rök hafi verið ákvörðun Haraldar. Í ljósi þessa sé hægt að vinda ofan af henni, sem núverandi ríkislögreglustjóri hyggst gera og hefur gert umræddum yfirmönnum viðvart. Í skriflegu svari til fréttastofu segir formaður Landssambands lögreglumanna að sambandið hafi þegar mótmælt fyrirhugaðri afturköllun lífeyrisbreytinganna. Formlegra andmæla sé jafnframt að vænta frá lögreglusambandinu innan tveggja vikna því lögmaður þess sé „einfaldlega á allt annarri skoðun en fram kemur í lögfræðiáliti“ ríkislögreglustjóra. Sigríður segist sjálf gera ráð fyrir því að málið endi fyrir dómstólum, enda sé um 300 milljónir króna í húfi. Dómsmálaráðherra óskaði eftir því í apríllok að Sigríður tæki kjarabreytingar forvera hennar til skoðunar, en ráðherrann hafði áður sagt að Haraldur hefði haft fulla heimild til að bæta kjör undirmanna sinna. „Auðvitað er almennt forstöðumönnum heimilt að gera slíka samninga en þeir verða auðvitað að vera innan þeirra stofnanasamninga sem eru í gildi. Það komu athugasemdir frá Kjara- og mannauðssýslu um að það þyrftu að vera þannig breytingar á starfi viðkomandi aðila og fleira svo að þetta væri innan þeirra stofnanasamninga sem væru í gildi,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Ummæli hennar hafi því ekki verið röng, miðað við upplýsingarnar sem lágu fyrir á þeim tíma. „Eftir að við fengum síðan umsögn frá Kjara og -mannauðssýslu Ríkisins þá óskuðum við eftir nánari svörum frá ríkislögreglustjóra sem ekki fengust,“ segir Áslaug. Sigríður Björk hefur sagst ætla að vinda ofan af ákvörðun forvera sína. Styður þú hana í þeirri vegferð? „Ég óskaði eftir því að hún myndi skoða þetta og þetta er í ferli þar og ég hef ekki meira um það að segja í bili,“ segir Áslaug Arna.
Lögreglumál Kjaramál Stjórnsýsla Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Tengdar fréttir Áliti ríkislögreglustjóra verður andmælt Lögmaður Landssambands lögreglumanna telur lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur aflað ekki standast. Hann vinnur að lögfræðiáliti þar sem sjónarmiðum þess er andmælt. 10. júlí 2020 06:40 Haraldur hafði ekki heimild til að semja um kjarabætur nokkurra lögregluþjóna Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri hafði ekki heimild til að semja við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna um kjarabætur. 9. júlí 2020 19:33 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Fleiri fréttir Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Sjá meira
Áliti ríkislögreglustjóra verður andmælt Lögmaður Landssambands lögreglumanna telur lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur aflað ekki standast. Hann vinnur að lögfræðiáliti þar sem sjónarmiðum þess er andmælt. 10. júlí 2020 06:40
Haraldur hafði ekki heimild til að semja um kjarabætur nokkurra lögregluþjóna Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri hafði ekki heimild til að semja við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna um kjarabætur. 9. júlí 2020 19:33