Ákvað strax að fara í brjóstnám Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. júlí 2020 16:09 Hulda Bjarnadóttir er einn af stofnendum BRCA samtakanna. Vísir/Vilhelm „Ég var alltaf strax mjög ákveðin að ég vildi vita það,“ segir Hulda Bjarnadóttir í einlægu viðtali í hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein sem birtist á Vísi í dag. Fyrir tæpum sex árum komst hún að því að hún væri með stökkbreytt BRCA gen. Á þeim tíma var móðir hennar að berjast við illkynja krabbamein og var þá greind með þetta gen. Hulda fór í blóðprufuna og fór svo í kjölfarið í brjóstnám sem fyrirbyggjandi aðgerð nokkrum mánuðum síðar. „Ég myndi vilja taka ákvarðanir sem að myndu stuðla að frekara heilbrigði.“ Hún segir þó að hver og einn þurfi að ákveða fyrir sig. Hulda segir að þó að hún hefði ekki verið orðin móðir hefði hún samt tekið sömu ákvörðun, þó eflaust hefðu komið upp söknuðartilfinningar á einhvern hátt yfir því að þurfa að sleppa brjóstagjöf. Einnig voru eggjastokkar Huldu fjarlægðir en þá átti hún tvö börn. Hulda segir að það sé fallegt að sýna örin og hvetur fólk til að gera það, hafi það styrkinn til þess. „Mér finnst þetta gríðarlega mikilvægt.“ Tvö af þremur systkinum Huldu reyndust einnig vera með BRCA genið. Í þessu ferli þurftu þau svo að kveðja móður sína. Börn Huldu gætu líka verið með genið og í þættinum talar Hulda um það. Einnig ræðir hún um útlitskröfurnar, Angelinu Jolie, andlega þáttinn og margt fleira. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum ræðir Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir einnig við Vigdísi Stefánsdóttur erfðaráðgjafa. Fokk ég er með krabbamein Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Ég sá rosalega eftir að hafa spurt“ Sirrý Ágústsdóttir sem lauk á dögunum áheitagöngunni LífsKraftur þegar hún þveraði Vatnajökul með góðum hópi kvenna. 26. júní 2020 08:00 Stóðu saman í þessu frá upphafi Sóli Hólm og Viktoría Hermannsdóttir höfðu aðeins verið saman í níu mánuði þegar hann greindist með krabbamein, sumarið 2017. Sóli hefur talað mjög opinskátt um þessi veikindi en hann íhugaði þó að halda krabbameinsgreiningunni leyndri frá öllum nema sínum nánustu. 11. júní 2020 07:01 Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira
„Ég var alltaf strax mjög ákveðin að ég vildi vita það,“ segir Hulda Bjarnadóttir í einlægu viðtali í hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein sem birtist á Vísi í dag. Fyrir tæpum sex árum komst hún að því að hún væri með stökkbreytt BRCA gen. Á þeim tíma var móðir hennar að berjast við illkynja krabbamein og var þá greind með þetta gen. Hulda fór í blóðprufuna og fór svo í kjölfarið í brjóstnám sem fyrirbyggjandi aðgerð nokkrum mánuðum síðar. „Ég myndi vilja taka ákvarðanir sem að myndu stuðla að frekara heilbrigði.“ Hún segir þó að hver og einn þurfi að ákveða fyrir sig. Hulda segir að þó að hún hefði ekki verið orðin móðir hefði hún samt tekið sömu ákvörðun, þó eflaust hefðu komið upp söknuðartilfinningar á einhvern hátt yfir því að þurfa að sleppa brjóstagjöf. Einnig voru eggjastokkar Huldu fjarlægðir en þá átti hún tvö börn. Hulda segir að það sé fallegt að sýna örin og hvetur fólk til að gera það, hafi það styrkinn til þess. „Mér finnst þetta gríðarlega mikilvægt.“ Tvö af þremur systkinum Huldu reyndust einnig vera með BRCA genið. Í þessu ferli þurftu þau svo að kveðja móður sína. Börn Huldu gætu líka verið með genið og í þættinum talar Hulda um það. Einnig ræðir hún um útlitskröfurnar, Angelinu Jolie, andlega þáttinn og margt fleira. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum ræðir Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir einnig við Vigdísi Stefánsdóttur erfðaráðgjafa.
Fokk ég er með krabbamein Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Ég sá rosalega eftir að hafa spurt“ Sirrý Ágústsdóttir sem lauk á dögunum áheitagöngunni LífsKraftur þegar hún þveraði Vatnajökul með góðum hópi kvenna. 26. júní 2020 08:00 Stóðu saman í þessu frá upphafi Sóli Hólm og Viktoría Hermannsdóttir höfðu aðeins verið saman í níu mánuði þegar hann greindist með krabbamein, sumarið 2017. Sóli hefur talað mjög opinskátt um þessi veikindi en hann íhugaði þó að halda krabbameinsgreiningunni leyndri frá öllum nema sínum nánustu. 11. júní 2020 07:01 Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira
„Ég sá rosalega eftir að hafa spurt“ Sirrý Ágústsdóttir sem lauk á dögunum áheitagöngunni LífsKraftur þegar hún þveraði Vatnajökul með góðum hópi kvenna. 26. júní 2020 08:00
Stóðu saman í þessu frá upphafi Sóli Hólm og Viktoría Hermannsdóttir höfðu aðeins verið saman í níu mánuði þegar hann greindist með krabbamein, sumarið 2017. Sóli hefur talað mjög opinskátt um þessi veikindi en hann íhugaði þó að halda krabbameinsgreiningunni leyndri frá öllum nema sínum nánustu. 11. júní 2020 07:01