Fjórum apótekum gert að greiða 50 þúsund króna sekt Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. júlí 2020 14:37 Samkvæmt reglum verða fyrirtæki að verðmerkja vöru með réttu söluverði þar sem hún er höfð til sýnis neytendum. Vísir/Egill Fjögur apótek á höfuðborgarsvæðinu voru sektuð í upphafi árs fyrir ófullnægjandi verðmerkingar. Úttekt Neytendastofu leiddi í ljós að verðmerkingar voru í ólestri í alls 44 apótekum af þeim 49 skoðuð voru, en fyrrnefndu apótekin fjögur voru þau einu sem réðust ekki í fullnægjandi úrbætur. Starfsmenn Neytendastofu litu fyrst við í apótekunum í desember í fyrra. Ætlunin var að ganga úr skugga um að verðmerkingar þeirra væru í lagi, en fyrirtækjum ber að verðmerkja vöru með réttu söluverði þar sem hún er höfð til sýnis neytendum. Skoðun starfsmanna Neytendastofu leiddi í ljós að ástand verðmerkinga var ábótavant í nær öllum apótekum sem skoðuð voru. Forsvarsmönnum þeirra var gert viðvart í byrjun febrúar og þeim tjáð að fyrirtækið mætti búast við sektum ef verðmerkingum væri ekki komið í rétt horf. Fjörutíu apótek af þeim 44 sem fengu viðvörun réðust í fullnægjandi úrbætur að mati Neytendastofu. Fjögur apótek; Rima Apótek, Farmasía, Íslandsapótek og Lyfja á Smáratorgi, gerðu það hins vegar ekki. Þeim var gefin fjórtán daga frestur í lok apríl til að gera hreint fyrir sínum dyrum - en engin svör bárust Neytendastofu. Stofnunin tók því ákvörðun um að leggja stjórnvaldssekt á apótekin. Hverju og einu þeirra var gert að greiða 50 þúsund krónur í ríkissjóð og hafa þau tæpa þrjá mánuði til að standa skil á greiðslunni. Neytendur Lyf Stjórnsýsla Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Laun og barnabætur berast seint Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Laun og barnabætur berast seint Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Sjá meira
Fjögur apótek á höfuðborgarsvæðinu voru sektuð í upphafi árs fyrir ófullnægjandi verðmerkingar. Úttekt Neytendastofu leiddi í ljós að verðmerkingar voru í ólestri í alls 44 apótekum af þeim 49 skoðuð voru, en fyrrnefndu apótekin fjögur voru þau einu sem réðust ekki í fullnægjandi úrbætur. Starfsmenn Neytendastofu litu fyrst við í apótekunum í desember í fyrra. Ætlunin var að ganga úr skugga um að verðmerkingar þeirra væru í lagi, en fyrirtækjum ber að verðmerkja vöru með réttu söluverði þar sem hún er höfð til sýnis neytendum. Skoðun starfsmanna Neytendastofu leiddi í ljós að ástand verðmerkinga var ábótavant í nær öllum apótekum sem skoðuð voru. Forsvarsmönnum þeirra var gert viðvart í byrjun febrúar og þeim tjáð að fyrirtækið mætti búast við sektum ef verðmerkingum væri ekki komið í rétt horf. Fjörutíu apótek af þeim 44 sem fengu viðvörun réðust í fullnægjandi úrbætur að mati Neytendastofu. Fjögur apótek; Rima Apótek, Farmasía, Íslandsapótek og Lyfja á Smáratorgi, gerðu það hins vegar ekki. Þeim var gefin fjórtán daga frestur í lok apríl til að gera hreint fyrir sínum dyrum - en engin svör bárust Neytendastofu. Stofnunin tók því ákvörðun um að leggja stjórnvaldssekt á apótekin. Hverju og einu þeirra var gert að greiða 50 þúsund krónur í ríkissjóð og hafa þau tæpa þrjá mánuði til að standa skil á greiðslunni.
Neytendur Lyf Stjórnsýsla Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Laun og barnabætur berast seint Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Laun og barnabætur berast seint Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Sjá meira