Stríðandi fylkingar í Sýrlandi sagðar sekar um stríðsglæpi Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2020 21:39 Óbreyttir borgarar liðu þjáningar þegar stjórnarher Sýrlands sótti fram gegn síðasta vígi íslamskra uppreisnarmanna í Idlib í fyrra. Stjórnarherinn var studdur rússneskum herflugvélum. Vísir/EPA Stjórnarher Sýrlands og íslamistar sem háðu harða hildi um Idlib-hérað í fyrra eru sagðir hafa framið „svívirðilega“ stríðsglæpi í nýrri skýrslu eftirlitsmanna Sameinuðu þjóðanna. Óbreyttir borgarar voru fórnarlömb loftsárása, sprengukúluregns, pyntinga og gripdeilda. Hundruð óbreyttra borgara féllu í bardaganum í Idlib áður en vopnahléi var komið á í mars. Um ein milljón manna hraktist á flótta og þurftu margir að hafast við í yfirfullum tjaldbúðum. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna segja að almennir borgarar hafi mátt lýða „óskiljanlegar þjáningar“ þegar stjórnarherinn lét til skarar skríða gegn íslamistum síðla árs í fyrra. Í skýrslu þeirra er greint frá 52 árásum sem leiddu til mannfalls óbreyttra borgara og borgaralegra bygginga, þar á meðal 47 á vegum stjórnarhersins. Sýrlenski herinn og rússneskir bandamenn þeirra hafi staðið fyrir loftárásum sem gereyddu byggingum hröktu fólk á flótta frá bæjum og þorpum og drápu hundruð sýrlenskra kvenna, karla og barna. Sjúkrahús, skólar, markaðir og íbúðarhús voru gerð að rústum í loft-og sprengjukúluárásum sem SÞ lýsir sem stríðsglæpum. Slíkar árásir á bæina Maarat al-Numan, Ariha, Atareb og Darat Izza hafi fyrirsjáanlega leitt til þess að fjöldi fólks neyddist til að flýja. Það telja skýrsluhöfundar hafa verið nauðgunarflutninga og morð sem teljist glæpir gegn mannkyninu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Samtök íslamista sem stjórnarherinn barðist við eru einnig sökuð um að handtaka fólk, pynta það og taka af lífi fyrir að andæfa þeim. Þá eru liðsmenn samtakanna sagðir hafa farið ránshendi um heimili óbreyttra borgara og að láta sprengjum rigna á íbúðarhverfi á yfirráðasvæði stjórnvalda án annars hernaðarlegs markmiðs en að vekja ótta á meðal óbreyttra borgara. Alls hafa nú fleiri en 380.000 manns fallið í borgarastríðinu í Sýrlandi sem hófst árið 2011. Stríðið hefur ennfremur hrakið 13,2 milljónum manna á flótta, um helmingi þjóðarinnar fyrir stríðið. Sýrland Rússland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Tæplega ein milljón flúið í Sýrlandi á síðustu þremur mánuðum Tæplega ein milljón manna hefur neyðst til að flýja heimili sín í Sýrlandi frá byrjun desember á síðasta ári, á síðustu þremur mánuðum. Ástandið í norðvesturhluta landsins hefur aldrei verið verra en einmitt nú samkvæmt skýrslu Save the Children. Börn eru 60 prósent flóttafólks, þau eru helstu fórnarlömb átakanna og á fyrstu tveimur mánuðum ársins féllu 77 börn á átakasvæðum. 6. mars 2020 13:15 Vopnahlé tekið gildi í Idlib Eftirlitsaðilar segja tiltölulega ró hafa myndast á svæðinu eftir margra vikna bardaga á milli uppreisnar- og vígahópa sem Tyrkir styðja og stjórnarhers Sýrlands, sem Rússar styðja. 6. mars 2020 07:08 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Sjá meira
Stjórnarher Sýrlands og íslamistar sem háðu harða hildi um Idlib-hérað í fyrra eru sagðir hafa framið „svívirðilega“ stríðsglæpi í nýrri skýrslu eftirlitsmanna Sameinuðu þjóðanna. Óbreyttir borgarar voru fórnarlömb loftsárása, sprengukúluregns, pyntinga og gripdeilda. Hundruð óbreyttra borgara féllu í bardaganum í Idlib áður en vopnahléi var komið á í mars. Um ein milljón manna hraktist á flótta og þurftu margir að hafast við í yfirfullum tjaldbúðum. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna segja að almennir borgarar hafi mátt lýða „óskiljanlegar þjáningar“ þegar stjórnarherinn lét til skarar skríða gegn íslamistum síðla árs í fyrra. Í skýrslu þeirra er greint frá 52 árásum sem leiddu til mannfalls óbreyttra borgara og borgaralegra bygginga, þar á meðal 47 á vegum stjórnarhersins. Sýrlenski herinn og rússneskir bandamenn þeirra hafi staðið fyrir loftárásum sem gereyddu byggingum hröktu fólk á flótta frá bæjum og þorpum og drápu hundruð sýrlenskra kvenna, karla og barna. Sjúkrahús, skólar, markaðir og íbúðarhús voru gerð að rústum í loft-og sprengjukúluárásum sem SÞ lýsir sem stríðsglæpum. Slíkar árásir á bæina Maarat al-Numan, Ariha, Atareb og Darat Izza hafi fyrirsjáanlega leitt til þess að fjöldi fólks neyddist til að flýja. Það telja skýrsluhöfundar hafa verið nauðgunarflutninga og morð sem teljist glæpir gegn mannkyninu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Samtök íslamista sem stjórnarherinn barðist við eru einnig sökuð um að handtaka fólk, pynta það og taka af lífi fyrir að andæfa þeim. Þá eru liðsmenn samtakanna sagðir hafa farið ránshendi um heimili óbreyttra borgara og að láta sprengjum rigna á íbúðarhverfi á yfirráðasvæði stjórnvalda án annars hernaðarlegs markmiðs en að vekja ótta á meðal óbreyttra borgara. Alls hafa nú fleiri en 380.000 manns fallið í borgarastríðinu í Sýrlandi sem hófst árið 2011. Stríðið hefur ennfremur hrakið 13,2 milljónum manna á flótta, um helmingi þjóðarinnar fyrir stríðið.
Sýrland Rússland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Tæplega ein milljón flúið í Sýrlandi á síðustu þremur mánuðum Tæplega ein milljón manna hefur neyðst til að flýja heimili sín í Sýrlandi frá byrjun desember á síðasta ári, á síðustu þremur mánuðum. Ástandið í norðvesturhluta landsins hefur aldrei verið verra en einmitt nú samkvæmt skýrslu Save the Children. Börn eru 60 prósent flóttafólks, þau eru helstu fórnarlömb átakanna og á fyrstu tveimur mánuðum ársins féllu 77 börn á átakasvæðum. 6. mars 2020 13:15 Vopnahlé tekið gildi í Idlib Eftirlitsaðilar segja tiltölulega ró hafa myndast á svæðinu eftir margra vikna bardaga á milli uppreisnar- og vígahópa sem Tyrkir styðja og stjórnarhers Sýrlands, sem Rússar styðja. 6. mars 2020 07:08 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Sjá meira
Tæplega ein milljón flúið í Sýrlandi á síðustu þremur mánuðum Tæplega ein milljón manna hefur neyðst til að flýja heimili sín í Sýrlandi frá byrjun desember á síðasta ári, á síðustu þremur mánuðum. Ástandið í norðvesturhluta landsins hefur aldrei verið verra en einmitt nú samkvæmt skýrslu Save the Children. Börn eru 60 prósent flóttafólks, þau eru helstu fórnarlömb átakanna og á fyrstu tveimur mánuðum ársins féllu 77 börn á átakasvæðum. 6. mars 2020 13:15
Vopnahlé tekið gildi í Idlib Eftirlitsaðilar segja tiltölulega ró hafa myndast á svæðinu eftir margra vikna bardaga á milli uppreisnar- og vígahópa sem Tyrkir styðja og stjórnarhers Sýrlands, sem Rússar styðja. 6. mars 2020 07:08