Stríðandi fylkingar í Sýrlandi sagðar sekar um stríðsglæpi Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2020 21:39 Óbreyttir borgarar liðu þjáningar þegar stjórnarher Sýrlands sótti fram gegn síðasta vígi íslamskra uppreisnarmanna í Idlib í fyrra. Stjórnarherinn var studdur rússneskum herflugvélum. Vísir/EPA Stjórnarher Sýrlands og íslamistar sem háðu harða hildi um Idlib-hérað í fyrra eru sagðir hafa framið „svívirðilega“ stríðsglæpi í nýrri skýrslu eftirlitsmanna Sameinuðu þjóðanna. Óbreyttir borgarar voru fórnarlömb loftsárása, sprengukúluregns, pyntinga og gripdeilda. Hundruð óbreyttra borgara féllu í bardaganum í Idlib áður en vopnahléi var komið á í mars. Um ein milljón manna hraktist á flótta og þurftu margir að hafast við í yfirfullum tjaldbúðum. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna segja að almennir borgarar hafi mátt lýða „óskiljanlegar þjáningar“ þegar stjórnarherinn lét til skarar skríða gegn íslamistum síðla árs í fyrra. Í skýrslu þeirra er greint frá 52 árásum sem leiddu til mannfalls óbreyttra borgara og borgaralegra bygginga, þar á meðal 47 á vegum stjórnarhersins. Sýrlenski herinn og rússneskir bandamenn þeirra hafi staðið fyrir loftárásum sem gereyddu byggingum hröktu fólk á flótta frá bæjum og þorpum og drápu hundruð sýrlenskra kvenna, karla og barna. Sjúkrahús, skólar, markaðir og íbúðarhús voru gerð að rústum í loft-og sprengjukúluárásum sem SÞ lýsir sem stríðsglæpum. Slíkar árásir á bæina Maarat al-Numan, Ariha, Atareb og Darat Izza hafi fyrirsjáanlega leitt til þess að fjöldi fólks neyddist til að flýja. Það telja skýrsluhöfundar hafa verið nauðgunarflutninga og morð sem teljist glæpir gegn mannkyninu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Samtök íslamista sem stjórnarherinn barðist við eru einnig sökuð um að handtaka fólk, pynta það og taka af lífi fyrir að andæfa þeim. Þá eru liðsmenn samtakanna sagðir hafa farið ránshendi um heimili óbreyttra borgara og að láta sprengjum rigna á íbúðarhverfi á yfirráðasvæði stjórnvalda án annars hernaðarlegs markmiðs en að vekja ótta á meðal óbreyttra borgara. Alls hafa nú fleiri en 380.000 manns fallið í borgarastríðinu í Sýrlandi sem hófst árið 2011. Stríðið hefur ennfremur hrakið 13,2 milljónum manna á flótta, um helmingi þjóðarinnar fyrir stríðið. Sýrland Rússland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Tæplega ein milljón flúið í Sýrlandi á síðustu þremur mánuðum Tæplega ein milljón manna hefur neyðst til að flýja heimili sín í Sýrlandi frá byrjun desember á síðasta ári, á síðustu þremur mánuðum. Ástandið í norðvesturhluta landsins hefur aldrei verið verra en einmitt nú samkvæmt skýrslu Save the Children. Börn eru 60 prósent flóttafólks, þau eru helstu fórnarlömb átakanna og á fyrstu tveimur mánuðum ársins féllu 77 börn á átakasvæðum. 6. mars 2020 13:15 Vopnahlé tekið gildi í Idlib Eftirlitsaðilar segja tiltölulega ró hafa myndast á svæðinu eftir margra vikna bardaga á milli uppreisnar- og vígahópa sem Tyrkir styðja og stjórnarhers Sýrlands, sem Rússar styðja. 6. mars 2020 07:08 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Stjórnarher Sýrlands og íslamistar sem háðu harða hildi um Idlib-hérað í fyrra eru sagðir hafa framið „svívirðilega“ stríðsglæpi í nýrri skýrslu eftirlitsmanna Sameinuðu þjóðanna. Óbreyttir borgarar voru fórnarlömb loftsárása, sprengukúluregns, pyntinga og gripdeilda. Hundruð óbreyttra borgara féllu í bardaganum í Idlib áður en vopnahléi var komið á í mars. Um ein milljón manna hraktist á flótta og þurftu margir að hafast við í yfirfullum tjaldbúðum. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna segja að almennir borgarar hafi mátt lýða „óskiljanlegar þjáningar“ þegar stjórnarherinn lét til skarar skríða gegn íslamistum síðla árs í fyrra. Í skýrslu þeirra er greint frá 52 árásum sem leiddu til mannfalls óbreyttra borgara og borgaralegra bygginga, þar á meðal 47 á vegum stjórnarhersins. Sýrlenski herinn og rússneskir bandamenn þeirra hafi staðið fyrir loftárásum sem gereyddu byggingum hröktu fólk á flótta frá bæjum og þorpum og drápu hundruð sýrlenskra kvenna, karla og barna. Sjúkrahús, skólar, markaðir og íbúðarhús voru gerð að rústum í loft-og sprengjukúluárásum sem SÞ lýsir sem stríðsglæpum. Slíkar árásir á bæina Maarat al-Numan, Ariha, Atareb og Darat Izza hafi fyrirsjáanlega leitt til þess að fjöldi fólks neyddist til að flýja. Það telja skýrsluhöfundar hafa verið nauðgunarflutninga og morð sem teljist glæpir gegn mannkyninu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Samtök íslamista sem stjórnarherinn barðist við eru einnig sökuð um að handtaka fólk, pynta það og taka af lífi fyrir að andæfa þeim. Þá eru liðsmenn samtakanna sagðir hafa farið ránshendi um heimili óbreyttra borgara og að láta sprengjum rigna á íbúðarhverfi á yfirráðasvæði stjórnvalda án annars hernaðarlegs markmiðs en að vekja ótta á meðal óbreyttra borgara. Alls hafa nú fleiri en 380.000 manns fallið í borgarastríðinu í Sýrlandi sem hófst árið 2011. Stríðið hefur ennfremur hrakið 13,2 milljónum manna á flótta, um helmingi þjóðarinnar fyrir stríðið.
Sýrland Rússland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Tæplega ein milljón flúið í Sýrlandi á síðustu þremur mánuðum Tæplega ein milljón manna hefur neyðst til að flýja heimili sín í Sýrlandi frá byrjun desember á síðasta ári, á síðustu þremur mánuðum. Ástandið í norðvesturhluta landsins hefur aldrei verið verra en einmitt nú samkvæmt skýrslu Save the Children. Börn eru 60 prósent flóttafólks, þau eru helstu fórnarlömb átakanna og á fyrstu tveimur mánuðum ársins féllu 77 börn á átakasvæðum. 6. mars 2020 13:15 Vopnahlé tekið gildi í Idlib Eftirlitsaðilar segja tiltölulega ró hafa myndast á svæðinu eftir margra vikna bardaga á milli uppreisnar- og vígahópa sem Tyrkir styðja og stjórnarhers Sýrlands, sem Rússar styðja. 6. mars 2020 07:08 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Tæplega ein milljón flúið í Sýrlandi á síðustu þremur mánuðum Tæplega ein milljón manna hefur neyðst til að flýja heimili sín í Sýrlandi frá byrjun desember á síðasta ári, á síðustu þremur mánuðum. Ástandið í norðvesturhluta landsins hefur aldrei verið verra en einmitt nú samkvæmt skýrslu Save the Children. Börn eru 60 prósent flóttafólks, þau eru helstu fórnarlömb átakanna og á fyrstu tveimur mánuðum ársins féllu 77 börn á átakasvæðum. 6. mars 2020 13:15
Vopnahlé tekið gildi í Idlib Eftirlitsaðilar segja tiltölulega ró hafa myndast á svæðinu eftir margra vikna bardaga á milli uppreisnar- og vígahópa sem Tyrkir styðja og stjórnarhers Sýrlands, sem Rússar styðja. 6. mars 2020 07:08