Martin: „Maður er búinn að troða sokk upp í ansi marga“ Ísak Hallmundarson skrifar 7. júlí 2020 19:30 Martin Hermansson varð tvöfaldur meistari með Alba Berlín á nýafstaðinni leiktíð og sýndi allar sínar bestu hliðar. Hann segir mikla vinnu liggja að baki þeim árangri sem hann hefur náð á sínum ferli. „Ekki bara einhver vinna sem gerðist síðasta sumar, þetta er búin að vera þrotlaus vinna síðan maður var sex ára liggur við. Maður vissi snemma hvert maður ætlaði og hefur fórnað og lagt mjög mikið á sig til að vera á þessum stað í dag. Mér finnst þetta enn þá bara vera byrjunin. Mér finnst ég ekki einu sinni hálfnaður þannig vonandi er enn þá bjartara framundan.“ Martin hefur verið orðaður við stórlið eins og Barcelona og Real Madrid og liggur nú undir feldi. „Það gæti verið að þegar ég vakna á morgun verði ég búinn að ákveða hvert ég fer. Síminn er búinn að vera mjög heitur síðustu tvo, þrjá daga. Þetta gerist rosalega hratt, lið úti vilja fá svör af því þeim finnst auðvitað erfitt að bíða og þurfa að vera með annað plan ef þetta virkar ekki. Ég býst við því þess vegna á næstu klukkutímum að ég viti hvar ég verð á næsta tímabili.“ Hann segist hafa verið ánægður í Berlín og þeir sömuleiðis ánægðir með hann en hann þurfi líka að hugsa um næstu skref á ferlinum. „Þetta er búið að taka mörg ár að byggja, sérstaklega sem lítill íslenskur körfuboltamaður í þessum stóra heimi, það er ekki auðvelt að vera Íslendingur í körfuboltaheiminum. Við erum ekki rosalega hátt skrifuð körfuboltaþjóð. Vonandi er maður að opna enn þá fleiri dyr fyrir unga Íslendinga og þeir sjái að þetta sé hægt þó þú sért ekki stærstur eða sterkastur, hoppar ekki hæst eða hleypur hraðast. Með mikilli vinnu og að finna leiðir þá geturu náð langt.“ „Það er rosalega skrýtið að þessar dyr séu orðnar opnar sem voru svo langt í burtu fyrir nokkrum árum. Þegar ég skrifaði undir minn fyrsta atvinnumannasamning í annarri deildinni í Frakklandi, þá voru ekki margir tilbúnir að stökkva á litla Íslendinginn. Maður er búinn að troða sokk upp í ansi marga held ég, ég á fleiri sokka vonandi í hillunni,“ sagði Martin að lokum. Allt viðtal Guðjóns Guðmundssonar við Martin má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Þýski körfuboltinn Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Sjá meira
Martin Hermansson varð tvöfaldur meistari með Alba Berlín á nýafstaðinni leiktíð og sýndi allar sínar bestu hliðar. Hann segir mikla vinnu liggja að baki þeim árangri sem hann hefur náð á sínum ferli. „Ekki bara einhver vinna sem gerðist síðasta sumar, þetta er búin að vera þrotlaus vinna síðan maður var sex ára liggur við. Maður vissi snemma hvert maður ætlaði og hefur fórnað og lagt mjög mikið á sig til að vera á þessum stað í dag. Mér finnst þetta enn þá bara vera byrjunin. Mér finnst ég ekki einu sinni hálfnaður þannig vonandi er enn þá bjartara framundan.“ Martin hefur verið orðaður við stórlið eins og Barcelona og Real Madrid og liggur nú undir feldi. „Það gæti verið að þegar ég vakna á morgun verði ég búinn að ákveða hvert ég fer. Síminn er búinn að vera mjög heitur síðustu tvo, þrjá daga. Þetta gerist rosalega hratt, lið úti vilja fá svör af því þeim finnst auðvitað erfitt að bíða og þurfa að vera með annað plan ef þetta virkar ekki. Ég býst við því þess vegna á næstu klukkutímum að ég viti hvar ég verð á næsta tímabili.“ Hann segist hafa verið ánægður í Berlín og þeir sömuleiðis ánægðir með hann en hann þurfi líka að hugsa um næstu skref á ferlinum. „Þetta er búið að taka mörg ár að byggja, sérstaklega sem lítill íslenskur körfuboltamaður í þessum stóra heimi, það er ekki auðvelt að vera Íslendingur í körfuboltaheiminum. Við erum ekki rosalega hátt skrifuð körfuboltaþjóð. Vonandi er maður að opna enn þá fleiri dyr fyrir unga Íslendinga og þeir sjái að þetta sé hægt þó þú sért ekki stærstur eða sterkastur, hoppar ekki hæst eða hleypur hraðast. Með mikilli vinnu og að finna leiðir þá geturu náð langt.“ „Það er rosalega skrýtið að þessar dyr séu orðnar opnar sem voru svo langt í burtu fyrir nokkrum árum. Þegar ég skrifaði undir minn fyrsta atvinnumannasamning í annarri deildinni í Frakklandi, þá voru ekki margir tilbúnir að stökkva á litla Íslendinginn. Maður er búinn að troða sokk upp í ansi marga held ég, ég á fleiri sokka vonandi í hillunni,“ sagði Martin að lokum. Allt viðtal Guðjóns Guðmundssonar við Martin má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Þýski körfuboltinn Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti