Fær hvorki 650 þúsund krónurnar né iPhone-símann til baka Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júlí 2020 09:24 Lögregla lagði hald á fjármuni manns sem grunaður er um fíkniefnasölu. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn á Suðurnesjum þarf ekki að afhenda manni sem handtekinn var við umferðareftirlit lögreglu 650 þúsund krónur í reiðufé eða iPhone síma sem lögreglumenn lögðu hald á við handtökuna. Maðurinn er grunaður um sölu kókaíns á samskiptamiðlum. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þar sem kröfu mannsins um að fá fjármunina og símann aftur var hafnað. Forsaga málsins er sú að maðurinn var handtekinn við umferðareftirlit þann 25. maí síðastliðinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við leit í bifreið mannsins fannst íþróttataska í farangursgeymslunni, ætlað kókaín í smelliláspokum, fjöldi tómra poka sömu tegundar, vog, 650 þúsund krónur í reiðufé og Samsung farsími. Þá var maðurinn með Apple iPhone farsíma á sér við handtöku. Munir þessir voru haldlagðir. Sagði kókaínið ætlað sér og vinum sínum Við yfirheyslu hjá lögreglu gekkst maðurinn við því að hafa verið um tuttugu grömm af kókaíni, hann hafi keypt það fyrr um daginn fyrir 300-400 þúsund krónur ætlað honum og vinum hans til eigin nota. Vogin hafi verið ætluð til þess að skipta kókaíninu jafnt á milli sín og vinanna. Hvað varðar reiðuféð sagðist maðurinn hafa ætlað að kaupa sér mótorhjól, og ætlaði hann sér að staðgreiða það. LandsrétturVísir/Vilhelm Vildi maðurinn meina að lögregla ætti að skila sér iPhone-símanum þar sem búið væri að afrita öll gögn úr honum í þágu rannsóknar málsins. Þá krafðist þess hann að fá 650 þúsund krónurnar til baka, þar sem hann hefði fengið fjármunina greidda sem laun og hafi ætlað sér að kaupa mótorhjól fyrir peningana. Lögreglan hafnaði því að verða við beiðninni um að skila peningunum og símanum. Auglýsti kókaín á Telegram Telur lögregla að rannsókn málsins hafi leitt í ljós upplýsingar um að maðurinn stundi sölu fíkniefna, og hafi gert það um nokkurt skeið. Þannig hafi maðurinn komið við sögu í nokkrum fíkniefnamálum auk þess sem að lögregla rannsaki nú hvort maðurinn kunni að viðriðinn skipulagða brotastarfsemi um viðskipti með fíkniefni, lyf og stera. Telur lögregla að munirnir sem maðurinn vilji fá til baka kunni að hafa verið aflað á refsiverðan hátt og að þeir kunni að verða gerðir upptækir með dómi. Í niðurstöðu Landsréttar er tekið undir þessi sjónarmið lögreglu og bent á að í málinu liggi fyrir auglýsing í nafni mannsins af samskiptamiðlinum Telegram þar sem kókaín er boðið til sölu. Lögregla hafi fullnægt lagaskilyrðum til að leggja hald á munina. Var kröfu mannsins því hafnað. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum þarf ekki að afhenda manni sem handtekinn var við umferðareftirlit lögreglu 650 þúsund krónur í reiðufé eða iPhone síma sem lögreglumenn lögðu hald á við handtökuna. Maðurinn er grunaður um sölu kókaíns á samskiptamiðlum. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þar sem kröfu mannsins um að fá fjármunina og símann aftur var hafnað. Forsaga málsins er sú að maðurinn var handtekinn við umferðareftirlit þann 25. maí síðastliðinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við leit í bifreið mannsins fannst íþróttataska í farangursgeymslunni, ætlað kókaín í smelliláspokum, fjöldi tómra poka sömu tegundar, vog, 650 þúsund krónur í reiðufé og Samsung farsími. Þá var maðurinn með Apple iPhone farsíma á sér við handtöku. Munir þessir voru haldlagðir. Sagði kókaínið ætlað sér og vinum sínum Við yfirheyslu hjá lögreglu gekkst maðurinn við því að hafa verið um tuttugu grömm af kókaíni, hann hafi keypt það fyrr um daginn fyrir 300-400 þúsund krónur ætlað honum og vinum hans til eigin nota. Vogin hafi verið ætluð til þess að skipta kókaíninu jafnt á milli sín og vinanna. Hvað varðar reiðuféð sagðist maðurinn hafa ætlað að kaupa sér mótorhjól, og ætlaði hann sér að staðgreiða það. LandsrétturVísir/Vilhelm Vildi maðurinn meina að lögregla ætti að skila sér iPhone-símanum þar sem búið væri að afrita öll gögn úr honum í þágu rannsóknar málsins. Þá krafðist þess hann að fá 650 þúsund krónurnar til baka, þar sem hann hefði fengið fjármunina greidda sem laun og hafi ætlað sér að kaupa mótorhjól fyrir peningana. Lögreglan hafnaði því að verða við beiðninni um að skila peningunum og símanum. Auglýsti kókaín á Telegram Telur lögregla að rannsókn málsins hafi leitt í ljós upplýsingar um að maðurinn stundi sölu fíkniefna, og hafi gert það um nokkurt skeið. Þannig hafi maðurinn komið við sögu í nokkrum fíkniefnamálum auk þess sem að lögregla rannsaki nú hvort maðurinn kunni að viðriðinn skipulagða brotastarfsemi um viðskipti með fíkniefni, lyf og stera. Telur lögregla að munirnir sem maðurinn vilji fá til baka kunni að hafa verið aflað á refsiverðan hátt og að þeir kunni að verða gerðir upptækir með dómi. Í niðurstöðu Landsréttar er tekið undir þessi sjónarmið lögreglu og bent á að í málinu liggi fyrir auglýsing í nafni mannsins af samskiptamiðlinum Telegram þar sem kókaín er boðið til sölu. Lögregla hafi fullnægt lagaskilyrðum til að leggja hald á munina. Var kröfu mannsins því hafnað.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira