Kjarnafæði og Norðlenska sameinast Atli Ísleifsson skrifar 6. júlí 2020 12:51 Húsnæði Kjarnafæðis á Svalbarðseyri. Kjarnafæði Eigendur Kjarnafæðis og Norðlenska hafa komist að samkomulagi um helstu skilmála samruna félaganna. Þetta kemur fram í tilkynningu, en Kjarnafæði er í eigu bræðranna Eiðs og Hreins Gunnlaugssona, en Norðlenska er í eigu Búsældar, sem er í eigu um fimm hundruð bænda á Íslandi. Brugðis við breytingum á rekstrarumhverfi Í tilkynningunni segir að með samruna félaganna séu eigendur að bregðast við breytingum í rekstrarumhverfi matvælaiðnaðar undanfarin misseri. „Það er mat eigenda félaganna að sameinað félag sé betur í stakk búið til að veita viðskiptavinum sínum og birgjum, ekki síst bændum, góða þjónustu á samkeppnishæfu verði. Kjarnafæði og Norðlenska hafa átt í viðræðum um samruna frá því á haustmánuðum 2018 en líkt og fram hefur komið hafa félögin nú náð saman um þau atriði sem útaf stóðu. Samkomulag um samruna félaganna er með fyrirvara um samþykki Samkeppnisyfirvalda og samþykki hluthafafundar Búsældar.“ Um fyrirtækin Kjarnafæði var stofnað árið 1985 af bræðrunum Eiði og Hreini Gunnlaugssonum og starfa þar 130 manns. Starfsemin fer að mestu fram á Svalbarðseyri, en til viðbótar við rekstur Kjarnafæðis er afurðarstöð SAH á Blönduósi í sömu eigu, en þar eru unnin 52 ársverk, ásamt um 34% hlut í Sláturfélagi Vopnfirðinga, þar sem rekin eru sauðfjársláturhús. „Norðlenska varð til árið 2000 við samruna kjötiðnarstöðvar KEA og Kjötiðjunnar Húsavík, en stækkaði árið 2001 þegar félagið sameinaðist þremur kjötvinnslum Goða. Félagið er í eigu Búsældar, félags kjötframleiðenda í Eyjafirði, Þingeyjarsýslum og á Austur- og Suðausturlandi, en hluthafar Búsældar eru um 500 bændur. Um 190 ársverk eru unnin hjá félaginu og skiptist starfsemin á milli Akureyrar, þar sem rekið er stórgripasláturhús og kjötvinnsla, Húsavíkur, þar sem rekin er sauðfjársláturhús og kjötvinnsla fyrir sauðfjárafurðir, og söluskrifstofa í Reykjavík. Félagið framleiðir kjötvörur sér í lagi undir vörumerkjunum Norðlenska, Goði, Húsavíkurkjöt, og KEA.“ Samkeppnismál Svalbarðsstrandarhreppur Matvælaframleiðsla Blönduós Norðurþing Akureyri Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Eigendur Kjarnafæðis og Norðlenska hafa komist að samkomulagi um helstu skilmála samruna félaganna. Þetta kemur fram í tilkynningu, en Kjarnafæði er í eigu bræðranna Eiðs og Hreins Gunnlaugssona, en Norðlenska er í eigu Búsældar, sem er í eigu um fimm hundruð bænda á Íslandi. Brugðis við breytingum á rekstrarumhverfi Í tilkynningunni segir að með samruna félaganna séu eigendur að bregðast við breytingum í rekstrarumhverfi matvælaiðnaðar undanfarin misseri. „Það er mat eigenda félaganna að sameinað félag sé betur í stakk búið til að veita viðskiptavinum sínum og birgjum, ekki síst bændum, góða þjónustu á samkeppnishæfu verði. Kjarnafæði og Norðlenska hafa átt í viðræðum um samruna frá því á haustmánuðum 2018 en líkt og fram hefur komið hafa félögin nú náð saman um þau atriði sem útaf stóðu. Samkomulag um samruna félaganna er með fyrirvara um samþykki Samkeppnisyfirvalda og samþykki hluthafafundar Búsældar.“ Um fyrirtækin Kjarnafæði var stofnað árið 1985 af bræðrunum Eiði og Hreini Gunnlaugssonum og starfa þar 130 manns. Starfsemin fer að mestu fram á Svalbarðseyri, en til viðbótar við rekstur Kjarnafæðis er afurðarstöð SAH á Blönduósi í sömu eigu, en þar eru unnin 52 ársverk, ásamt um 34% hlut í Sláturfélagi Vopnfirðinga, þar sem rekin eru sauðfjársláturhús. „Norðlenska varð til árið 2000 við samruna kjötiðnarstöðvar KEA og Kjötiðjunnar Húsavík, en stækkaði árið 2001 þegar félagið sameinaðist þremur kjötvinnslum Goða. Félagið er í eigu Búsældar, félags kjötframleiðenda í Eyjafirði, Þingeyjarsýslum og á Austur- og Suðausturlandi, en hluthafar Búsældar eru um 500 bændur. Um 190 ársverk eru unnin hjá félaginu og skiptist starfsemin á milli Akureyrar, þar sem rekið er stórgripasláturhús og kjötvinnsla, Húsavíkur, þar sem rekin er sauðfjársláturhús og kjötvinnsla fyrir sauðfjárafurðir, og söluskrifstofa í Reykjavík. Félagið framleiðir kjötvörur sér í lagi undir vörumerkjunum Norðlenska, Goði, Húsavíkurkjöt, og KEA.“
Samkeppnismál Svalbarðsstrandarhreppur Matvælaframleiðsla Blönduós Norðurþing Akureyri Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira