Stórlega vanmetið nám - listdans Sigrún Ósk Stefánsdóttir skrifar 2. júlí 2020 08:00 Af hverju listdansnám? Listdansnám er fjölbreytt og krefjandi nám þar sem nemendur þjálfa bæði líkama sína og huga. Nemendur þurfa að hafa mikla líkamlega getu, þol, styrk og liðleika en líka listfengi, skapandi hugsun og gáfur. Það er vegna þess að dansinn liggur í gráu svæði á milli íþrótta og lista. Dansarar þurfa að þjálfa líkamann eins og íþróttafólk og hugann eins og listamenn. Því má færa rök fyrir að erfitt sé að finna námsgrein sem undirbýr nemendur jafn vel fyrir jafn fjölbreytt verkefni í framtíðinni. Aðspurðir segjast nemendur t.d. hafa lært sjálfsaga, þrautseigju, samstarf, rétta líkamsstöðu, þolinmæði, metnað og skipulag. Þeir segja námið einnig hafa kennt þeim að hugsa hratt og hjálpað þeim að stíga út fyrir sitt þægindasvið. Allt eru þetta eiginleikar sem munu nýtast þeim í hverju sem þau taka sér fyrri hendur í lífinu. Námið hefur því gildi til viðbótar við að mennta næstu kynslóð dansara, því dansnemar læra svo miklu fleira en alls konar spor. Hvernig er listdansnámi háttað? Til að eiga sem besta möguleika á að ná langt í listdansi þarf að byrja snemma. Listdansskóli Íslands tekur nemendur inn 9 ára og ýmsir aðrir skólar byrja enn fyrr. Það er mikilvægt að byrja snemma til að nemendur tileinki sér grunntækni og hreyfimynstur sem fyrst. Þannig þjálfast vöðvaminni - hreyfingar sem eru flestum framandi verða eins og annað eðli dansnemans - sem getur þá haldið þjálfuninni áfram, orðið sterkari og lært flóknari spor. Grunnstig í listdansi eru 7 og að þeim loknum geta nemendur sótt um listdansnám á framhaldsstigi. Það fer fram í samstarfi við MH og eins og er sjá þrír listdansskólar um verklega hluta þeirrar kennslu; Danslistarskóli JSB, Klassíski Listdansskólinn og Listdansskóli Íslands en þeir kenna einnig grunnstigin. Að námi á framhaldsstigi loknu eiga nemendur að vera reiðubúnir að takast á við háskólanám í dansi eða atvinnumennsku í greininni. Við Listaháskóla Íslands er alþjóðleg samtímadansdeild sem býður uppá BA nám. Til marks um gæði listdansnáms á framhaldsskólastigi eru útskrifaðir nemendur frá öllum þremur skólunum í námi á samtímadansbraut LHÍ. Auk þess eru nokkrir sem stunda nám á öðrum sviðslistabrautum. Einnig eru nokkrir í háskólanámi við erlenda dansháskóla. Íslenskir dansarar starfa víða um heim og Íslenski dansflokkurinn sýnir mikið erlendis við góðar undirtektir. Þetta sýnir að námið skilar sér og að íslensk danslist er í útrás. Þeir sem ekki gera dansinn að sinni atvinnu ná oft langt á öðrum sviðum og starfa margir sem læknar, verkfræðingar, sjúkraþjálfar eða listamenn á öðrum sviðum og svo mætti lengi telja. Kostnaður og réttlæti Faglegt og metnaðarfullt listdansnám er dýrt. Kostnaðurinn felst að miklu í stóru húsnæði með sérútbúin dansgólf, spegla og stangir. Þá þarf að greiða vel menntuðum og reynslumiklum kennurum laun, útbúa sali með hljómflutningsgræjum og helst píanóum, og auðvitað standa skil öðrum á venjulegum rekstrarkostnaði fyrirtækja. Íslenskt listdansnám hefur verið alvarlega fjársvelt í fjölda ára, bæði grunn- og framhaldsstig. Framlög frá hinu opinbera eru t.a.m. tífalt hærri með hverjum tónlistarnema á grunnstigi samanborið við listdansnema á grunnstigi. Hvernig stendur á því? Listdansnám er dýrmætur hluti af menntakerfinu okkar og listdans af menningarflóru landsins. Listdans er líkamleg, vitsmunaleg og listræn tjáning. Hann þjálfar líkamann og ræktar hug og sál. Listdansskólarnir berjast nú fyrir lífi sínu og ég vona að á þá verði hlustað og framlög til þeirra leiðrétt. Annars er tvísýnt um tilvist þessa dýrmæta náms og þar með listdans í landinu. Höfundur er dansari og danskennari við Listdansskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dans Skóla - og menntamál Mest lesið Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Skoðun Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Af hverju listdansnám? Listdansnám er fjölbreytt og krefjandi nám þar sem nemendur þjálfa bæði líkama sína og huga. Nemendur þurfa að hafa mikla líkamlega getu, þol, styrk og liðleika en líka listfengi, skapandi hugsun og gáfur. Það er vegna þess að dansinn liggur í gráu svæði á milli íþrótta og lista. Dansarar þurfa að þjálfa líkamann eins og íþróttafólk og hugann eins og listamenn. Því má færa rök fyrir að erfitt sé að finna námsgrein sem undirbýr nemendur jafn vel fyrir jafn fjölbreytt verkefni í framtíðinni. Aðspurðir segjast nemendur t.d. hafa lært sjálfsaga, þrautseigju, samstarf, rétta líkamsstöðu, þolinmæði, metnað og skipulag. Þeir segja námið einnig hafa kennt þeim að hugsa hratt og hjálpað þeim að stíga út fyrir sitt þægindasvið. Allt eru þetta eiginleikar sem munu nýtast þeim í hverju sem þau taka sér fyrri hendur í lífinu. Námið hefur því gildi til viðbótar við að mennta næstu kynslóð dansara, því dansnemar læra svo miklu fleira en alls konar spor. Hvernig er listdansnámi háttað? Til að eiga sem besta möguleika á að ná langt í listdansi þarf að byrja snemma. Listdansskóli Íslands tekur nemendur inn 9 ára og ýmsir aðrir skólar byrja enn fyrr. Það er mikilvægt að byrja snemma til að nemendur tileinki sér grunntækni og hreyfimynstur sem fyrst. Þannig þjálfast vöðvaminni - hreyfingar sem eru flestum framandi verða eins og annað eðli dansnemans - sem getur þá haldið þjálfuninni áfram, orðið sterkari og lært flóknari spor. Grunnstig í listdansi eru 7 og að þeim loknum geta nemendur sótt um listdansnám á framhaldsstigi. Það fer fram í samstarfi við MH og eins og er sjá þrír listdansskólar um verklega hluta þeirrar kennslu; Danslistarskóli JSB, Klassíski Listdansskólinn og Listdansskóli Íslands en þeir kenna einnig grunnstigin. Að námi á framhaldsstigi loknu eiga nemendur að vera reiðubúnir að takast á við háskólanám í dansi eða atvinnumennsku í greininni. Við Listaháskóla Íslands er alþjóðleg samtímadansdeild sem býður uppá BA nám. Til marks um gæði listdansnáms á framhaldsskólastigi eru útskrifaðir nemendur frá öllum þremur skólunum í námi á samtímadansbraut LHÍ. Auk þess eru nokkrir sem stunda nám á öðrum sviðslistabrautum. Einnig eru nokkrir í háskólanámi við erlenda dansháskóla. Íslenskir dansarar starfa víða um heim og Íslenski dansflokkurinn sýnir mikið erlendis við góðar undirtektir. Þetta sýnir að námið skilar sér og að íslensk danslist er í útrás. Þeir sem ekki gera dansinn að sinni atvinnu ná oft langt á öðrum sviðum og starfa margir sem læknar, verkfræðingar, sjúkraþjálfar eða listamenn á öðrum sviðum og svo mætti lengi telja. Kostnaður og réttlæti Faglegt og metnaðarfullt listdansnám er dýrt. Kostnaðurinn felst að miklu í stóru húsnæði með sérútbúin dansgólf, spegla og stangir. Þá þarf að greiða vel menntuðum og reynslumiklum kennurum laun, útbúa sali með hljómflutningsgræjum og helst píanóum, og auðvitað standa skil öðrum á venjulegum rekstrarkostnaði fyrirtækja. Íslenskt listdansnám hefur verið alvarlega fjársvelt í fjölda ára, bæði grunn- og framhaldsstig. Framlög frá hinu opinbera eru t.a.m. tífalt hærri með hverjum tónlistarnema á grunnstigi samanborið við listdansnema á grunnstigi. Hvernig stendur á því? Listdansnám er dýrmætur hluti af menntakerfinu okkar og listdans af menningarflóru landsins. Listdans er líkamleg, vitsmunaleg og listræn tjáning. Hann þjálfar líkamann og ræktar hug og sál. Listdansskólarnir berjast nú fyrir lífi sínu og ég vona að á þá verði hlustað og framlög til þeirra leiðrétt. Annars er tvísýnt um tilvist þessa dýrmæta náms og þar með listdans í landinu. Höfundur er dansari og danskennari við Listdansskóla Íslands.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar