Stórlega vanmetið nám - listdans Sigrún Ósk Stefánsdóttir skrifar 2. júlí 2020 08:00 Af hverju listdansnám? Listdansnám er fjölbreytt og krefjandi nám þar sem nemendur þjálfa bæði líkama sína og huga. Nemendur þurfa að hafa mikla líkamlega getu, þol, styrk og liðleika en líka listfengi, skapandi hugsun og gáfur. Það er vegna þess að dansinn liggur í gráu svæði á milli íþrótta og lista. Dansarar þurfa að þjálfa líkamann eins og íþróttafólk og hugann eins og listamenn. Því má færa rök fyrir að erfitt sé að finna námsgrein sem undirbýr nemendur jafn vel fyrir jafn fjölbreytt verkefni í framtíðinni. Aðspurðir segjast nemendur t.d. hafa lært sjálfsaga, þrautseigju, samstarf, rétta líkamsstöðu, þolinmæði, metnað og skipulag. Þeir segja námið einnig hafa kennt þeim að hugsa hratt og hjálpað þeim að stíga út fyrir sitt þægindasvið. Allt eru þetta eiginleikar sem munu nýtast þeim í hverju sem þau taka sér fyrri hendur í lífinu. Námið hefur því gildi til viðbótar við að mennta næstu kynslóð dansara, því dansnemar læra svo miklu fleira en alls konar spor. Hvernig er listdansnámi háttað? Til að eiga sem besta möguleika á að ná langt í listdansi þarf að byrja snemma. Listdansskóli Íslands tekur nemendur inn 9 ára og ýmsir aðrir skólar byrja enn fyrr. Það er mikilvægt að byrja snemma til að nemendur tileinki sér grunntækni og hreyfimynstur sem fyrst. Þannig þjálfast vöðvaminni - hreyfingar sem eru flestum framandi verða eins og annað eðli dansnemans - sem getur þá haldið þjálfuninni áfram, orðið sterkari og lært flóknari spor. Grunnstig í listdansi eru 7 og að þeim loknum geta nemendur sótt um listdansnám á framhaldsstigi. Það fer fram í samstarfi við MH og eins og er sjá þrír listdansskólar um verklega hluta þeirrar kennslu; Danslistarskóli JSB, Klassíski Listdansskólinn og Listdansskóli Íslands en þeir kenna einnig grunnstigin. Að námi á framhaldsstigi loknu eiga nemendur að vera reiðubúnir að takast á við háskólanám í dansi eða atvinnumennsku í greininni. Við Listaháskóla Íslands er alþjóðleg samtímadansdeild sem býður uppá BA nám. Til marks um gæði listdansnáms á framhaldsskólastigi eru útskrifaðir nemendur frá öllum þremur skólunum í námi á samtímadansbraut LHÍ. Auk þess eru nokkrir sem stunda nám á öðrum sviðslistabrautum. Einnig eru nokkrir í háskólanámi við erlenda dansháskóla. Íslenskir dansarar starfa víða um heim og Íslenski dansflokkurinn sýnir mikið erlendis við góðar undirtektir. Þetta sýnir að námið skilar sér og að íslensk danslist er í útrás. Þeir sem ekki gera dansinn að sinni atvinnu ná oft langt á öðrum sviðum og starfa margir sem læknar, verkfræðingar, sjúkraþjálfar eða listamenn á öðrum sviðum og svo mætti lengi telja. Kostnaður og réttlæti Faglegt og metnaðarfullt listdansnám er dýrt. Kostnaðurinn felst að miklu í stóru húsnæði með sérútbúin dansgólf, spegla og stangir. Þá þarf að greiða vel menntuðum og reynslumiklum kennurum laun, útbúa sali með hljómflutningsgræjum og helst píanóum, og auðvitað standa skil öðrum á venjulegum rekstrarkostnaði fyrirtækja. Íslenskt listdansnám hefur verið alvarlega fjársvelt í fjölda ára, bæði grunn- og framhaldsstig. Framlög frá hinu opinbera eru t.a.m. tífalt hærri með hverjum tónlistarnema á grunnstigi samanborið við listdansnema á grunnstigi. Hvernig stendur á því? Listdansnám er dýrmætur hluti af menntakerfinu okkar og listdans af menningarflóru landsins. Listdans er líkamleg, vitsmunaleg og listræn tjáning. Hann þjálfar líkamann og ræktar hug og sál. Listdansskólarnir berjast nú fyrir lífi sínu og ég vona að á þá verði hlustað og framlög til þeirra leiðrétt. Annars er tvísýnt um tilvist þessa dýrmæta náms og þar með listdans í landinu. Höfundur er dansari og danskennari við Listdansskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dans Skóla - og menntamál Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Af hverju listdansnám? Listdansnám er fjölbreytt og krefjandi nám þar sem nemendur þjálfa bæði líkama sína og huga. Nemendur þurfa að hafa mikla líkamlega getu, þol, styrk og liðleika en líka listfengi, skapandi hugsun og gáfur. Það er vegna þess að dansinn liggur í gráu svæði á milli íþrótta og lista. Dansarar þurfa að þjálfa líkamann eins og íþróttafólk og hugann eins og listamenn. Því má færa rök fyrir að erfitt sé að finna námsgrein sem undirbýr nemendur jafn vel fyrir jafn fjölbreytt verkefni í framtíðinni. Aðspurðir segjast nemendur t.d. hafa lært sjálfsaga, þrautseigju, samstarf, rétta líkamsstöðu, þolinmæði, metnað og skipulag. Þeir segja námið einnig hafa kennt þeim að hugsa hratt og hjálpað þeim að stíga út fyrir sitt þægindasvið. Allt eru þetta eiginleikar sem munu nýtast þeim í hverju sem þau taka sér fyrri hendur í lífinu. Námið hefur því gildi til viðbótar við að mennta næstu kynslóð dansara, því dansnemar læra svo miklu fleira en alls konar spor. Hvernig er listdansnámi háttað? Til að eiga sem besta möguleika á að ná langt í listdansi þarf að byrja snemma. Listdansskóli Íslands tekur nemendur inn 9 ára og ýmsir aðrir skólar byrja enn fyrr. Það er mikilvægt að byrja snemma til að nemendur tileinki sér grunntækni og hreyfimynstur sem fyrst. Þannig þjálfast vöðvaminni - hreyfingar sem eru flestum framandi verða eins og annað eðli dansnemans - sem getur þá haldið þjálfuninni áfram, orðið sterkari og lært flóknari spor. Grunnstig í listdansi eru 7 og að þeim loknum geta nemendur sótt um listdansnám á framhaldsstigi. Það fer fram í samstarfi við MH og eins og er sjá þrír listdansskólar um verklega hluta þeirrar kennslu; Danslistarskóli JSB, Klassíski Listdansskólinn og Listdansskóli Íslands en þeir kenna einnig grunnstigin. Að námi á framhaldsstigi loknu eiga nemendur að vera reiðubúnir að takast á við háskólanám í dansi eða atvinnumennsku í greininni. Við Listaháskóla Íslands er alþjóðleg samtímadansdeild sem býður uppá BA nám. Til marks um gæði listdansnáms á framhaldsskólastigi eru útskrifaðir nemendur frá öllum þremur skólunum í námi á samtímadansbraut LHÍ. Auk þess eru nokkrir sem stunda nám á öðrum sviðslistabrautum. Einnig eru nokkrir í háskólanámi við erlenda dansháskóla. Íslenskir dansarar starfa víða um heim og Íslenski dansflokkurinn sýnir mikið erlendis við góðar undirtektir. Þetta sýnir að námið skilar sér og að íslensk danslist er í útrás. Þeir sem ekki gera dansinn að sinni atvinnu ná oft langt á öðrum sviðum og starfa margir sem læknar, verkfræðingar, sjúkraþjálfar eða listamenn á öðrum sviðum og svo mætti lengi telja. Kostnaður og réttlæti Faglegt og metnaðarfullt listdansnám er dýrt. Kostnaðurinn felst að miklu í stóru húsnæði með sérútbúin dansgólf, spegla og stangir. Þá þarf að greiða vel menntuðum og reynslumiklum kennurum laun, útbúa sali með hljómflutningsgræjum og helst píanóum, og auðvitað standa skil öðrum á venjulegum rekstrarkostnaði fyrirtækja. Íslenskt listdansnám hefur verið alvarlega fjársvelt í fjölda ára, bæði grunn- og framhaldsstig. Framlög frá hinu opinbera eru t.a.m. tífalt hærri með hverjum tónlistarnema á grunnstigi samanborið við listdansnema á grunnstigi. Hvernig stendur á því? Listdansnám er dýrmætur hluti af menntakerfinu okkar og listdans af menningarflóru landsins. Listdans er líkamleg, vitsmunaleg og listræn tjáning. Hann þjálfar líkamann og ræktar hug og sál. Listdansskólarnir berjast nú fyrir lífi sínu og ég vona að á þá verði hlustað og framlög til þeirra leiðrétt. Annars er tvísýnt um tilvist þessa dýrmæta náms og þar með listdans í landinu. Höfundur er dansari og danskennari við Listdansskóla Íslands.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar