Áunnin andúð á á-orðinu Baldur Thorlacius skrifar 3. júlí 2020 09:00 Haustið 2008 bættist nýtt orð á lista bannorða á íslenskum fjármálamarkaði. Orð sem þótti frá og með þeim tíma svo hræðilegt og dónalegt að það mátti varla segja það upphátt. Orð sem varð að hálfgerðum Voldemort fjármálageirans. Orðið er áhætta. Þessi áunna andúð á áhættu var mjög skiljanleg. Hér varð hrun. Við þurftum að ná áttum og greina hvað fór úrskeiðis áður en markaðurinn gat farið að íhuga eitthvað sem fæli í sér áhættu. Það er aftur á móti áhyggjuefni að viðhorf margra til áhættu virðist vera nánast óbreytt í dag, 12 árum síðar. Á-orðið hefur náð að festast í sessi sem bannorð. Í þessu samhengi er afar mikilvægt að gera greinarmun á meðvitaðri og ómeðvitaðri áhættu. Vissulega var mikið um áhættusækni á árunum fram að hruni, en það er ekki svo að hrunið megi rekja til of mikilla fjárfestinga í nýsköpun eða öðrum rekstri sem er í eðli sínu áhættusamur. Þvert á móti var lagt mikið kapp á fjárfestingar sem voru sagðar nokkuð traustar. Sökum villandi og jafnvel rangrar framsetningar upplýsinga reyndist áhættan aftur á móti talsvert meiri en flestir höfðu áttað sig á. Eftir hrun hefur hér byggst upp öflugur markaður með skuldabréf og almenningshlutafélög sem eiga það flest sameiginlegt að vera í nokkuð stöðugum rekstri. En í flóruna vantar fleiri nýsköpunarfyrirtæki og fleiri fyrirtæki sem eru að reyna að hasla sér völl. Fyrirtæki sem bjóða fjárfestum með sér í ákveðna vegferð. Leggja spilin á borðið, greina frá því hvað þau hyggjast gera og hver áhættan er. Ef vel tekst til gætu fjárfestar fengi mjög góða ávöxtun. Ef ekki gætu þeir jafnvel tapað öllu. Í stuttu máli: Meiri meðvitaða áhættu. Fjárfestar eiga ekki að gefa neinn afslátt af kröfum um upplýsingagjöf, gagnsæi, góða stjórnarhætti, verkferla, ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum og annað sem eflir og styrkir ákvarðanatöku þeirra. En þeir eiga að vera opnir fyrir því að taka meðvitaða og vel ígrundaða áhættu. Seðlabankastjóri hafði nýlega orð á því að hann vonaðist til að lægri vextir myndu „örva hlutabréfamarkaðinn og auðvelda fyrirtækjum að sækja sér það áhættufjármagn sem við sannarlega þurfum á að halda til að skapa ný störf og aukna verðmætasköpun í hagkerfinu”. Það má vel taka undir þau orð. Það er alveg ótrúlega mikilvægt að þetta takist vel og við náum kröftugri viðspyrnu með því að byggja hér upp fjölbreytt og öflugt atvinnulíf. Til þess þarf að byrja á því að koma á-orðinu af bannorðalistanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Árni Sæberg Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Haustið 2008 bættist nýtt orð á lista bannorða á íslenskum fjármálamarkaði. Orð sem þótti frá og með þeim tíma svo hræðilegt og dónalegt að það mátti varla segja það upphátt. Orð sem varð að hálfgerðum Voldemort fjármálageirans. Orðið er áhætta. Þessi áunna andúð á áhættu var mjög skiljanleg. Hér varð hrun. Við þurftum að ná áttum og greina hvað fór úrskeiðis áður en markaðurinn gat farið að íhuga eitthvað sem fæli í sér áhættu. Það er aftur á móti áhyggjuefni að viðhorf margra til áhættu virðist vera nánast óbreytt í dag, 12 árum síðar. Á-orðið hefur náð að festast í sessi sem bannorð. Í þessu samhengi er afar mikilvægt að gera greinarmun á meðvitaðri og ómeðvitaðri áhættu. Vissulega var mikið um áhættusækni á árunum fram að hruni, en það er ekki svo að hrunið megi rekja til of mikilla fjárfestinga í nýsköpun eða öðrum rekstri sem er í eðli sínu áhættusamur. Þvert á móti var lagt mikið kapp á fjárfestingar sem voru sagðar nokkuð traustar. Sökum villandi og jafnvel rangrar framsetningar upplýsinga reyndist áhættan aftur á móti talsvert meiri en flestir höfðu áttað sig á. Eftir hrun hefur hér byggst upp öflugur markaður með skuldabréf og almenningshlutafélög sem eiga það flest sameiginlegt að vera í nokkuð stöðugum rekstri. En í flóruna vantar fleiri nýsköpunarfyrirtæki og fleiri fyrirtæki sem eru að reyna að hasla sér völl. Fyrirtæki sem bjóða fjárfestum með sér í ákveðna vegferð. Leggja spilin á borðið, greina frá því hvað þau hyggjast gera og hver áhættan er. Ef vel tekst til gætu fjárfestar fengi mjög góða ávöxtun. Ef ekki gætu þeir jafnvel tapað öllu. Í stuttu máli: Meiri meðvitaða áhættu. Fjárfestar eiga ekki að gefa neinn afslátt af kröfum um upplýsingagjöf, gagnsæi, góða stjórnarhætti, verkferla, ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum og annað sem eflir og styrkir ákvarðanatöku þeirra. En þeir eiga að vera opnir fyrir því að taka meðvitaða og vel ígrundaða áhættu. Seðlabankastjóri hafði nýlega orð á því að hann vonaðist til að lægri vextir myndu „örva hlutabréfamarkaðinn og auðvelda fyrirtækjum að sækja sér það áhættufjármagn sem við sannarlega þurfum á að halda til að skapa ný störf og aukna verðmætasköpun í hagkerfinu”. Það má vel taka undir þau orð. Það er alveg ótrúlega mikilvægt að þetta takist vel og við náum kröftugri viðspyrnu með því að byggja hér upp fjölbreytt og öflugt atvinnulíf. Til þess þarf að byrja á því að koma á-orðinu af bannorðalistanum.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun