Ræða möguleikann á útlagaþingi Hong Kong Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2020 15:39 Mótmælandi sem var handtekinn á fjöldasamkomu gegn öryggislögunum í haldi lögreglumanna í Hong Kong í gær. Vísir/EPA Lýðræðissinnar í Hong Kong eru sagðir íhuga að koma á fót óopinberu útlagaþingi utan borgarinnar til þess að tala máli lýðræðis og senda kínverskum stjórnvöldum skilaboðum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt. Varaforseti Bandaríkjanna segir kínversk stjórnvöld hafa brotið alþjóðasamninga með lögunum. Nýju öryggislögin eru sögð þrengja mjög að lýðræði sem íbúum Hong Kong var lofað þegar Bretar skiluðu nýlendu sinni til Kína árið 1997. Með þeim verður andóf og undirróður gegn stjórnvöldum gerður saknæmur að viðlögðu lífstíðarfangelsi. Öryggissveitir af meginlandi Kína fá jafnframt heimild til að athafna sig í Hong Kong óhindrað. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sagði í sjónvarpsviðtali í dag telja að lögin væru brot á alþjóðasáttmálum og að þau væru óásættanleg fyrir alla þá sem unna frelsi í heiminum. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti refsiaðgerðir sem tengjast aðgerðum Kínverja gegn Hong Kong í gær. Með lögunum verður bönkum sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn refsað. Bresk stjórnvöld hafa einnig lýst þungum áhyggjum af lögunum og áhrifum þeirra á frelsi Hong Kong-búa. Boris Johnson, forsætisráðherra, telur þau skýrt og alvarlegt brot á samkomulagi Bretlands og Kína um Hong Kong frá árinu 1985. Með því áttu borgarbúar að njóta tiltekinna borgararéttinda í að minnsta kosti fimmtíu ár sem sérstakt stjórnsýslusvæði frá 1997. Bretar hafa nú boðið allt að þremur milljónum Hong Kong-búa landvistarleyfi og síðar ríkisborgararéttar. Aðgerðasinnar í Hong Kong skoða nú möguleikann á útlagaþingi til þess að halda málstað sínum á lofti. „Skuggaþing getur sent mjög skýr skilaboð til Beijing og yfirvalda í Hong Kong um að lýðræðið verði ekki upp á miskunn Beijing komið,“ segir Simon Cheng, baráttumaður fyrir lýðræði í Hong Kong, við Reuters-fréttastofuna. Hugmyndin sé enn á frumstigi og ekki liggi fyrir hvar það yrði staðsett. Cheng segist hafa flúið borgríkið eftir að kínverska leynilögreglan barði hann og pyntaði. Hann hlaut í framhaldinu hæli í Bretlandi. „Við ættum að standa með íbúum Hong Kong og styðja þá sem eru eftir í Hong Kong,“ segir Cheng. Hong Kong Kína Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Boris Johnson hætti að skipta sér af málefnum Hong Kong Ríkisstjórn Boris Johnson hefur boðið rúmlega 2,9 milljónum íbúa Hong Kong að flytja til Bretlands. 2. júlí 2020 08:16 Herða aðgerðir gegn Kína vegna nýju laganna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn. 2. júlí 2020 06:05 Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00 Umdeild öryggislög samþykkt í Kína Stjórnvöld í Kína hafa samþykkt umdeild öryggislög sem hafa víðtæk áhrif á íbúa Hong Kong en með lögunum verður refsivert að grafa undan yfirráðum kínverskra stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu. Lögin taka gildi 1. júlí næstkomandi. 30. júní 2020 07:16 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent Fleiri fréttir Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Sjá meira
Lýðræðissinnar í Hong Kong eru sagðir íhuga að koma á fót óopinberu útlagaþingi utan borgarinnar til þess að tala máli lýðræðis og senda kínverskum stjórnvöldum skilaboðum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt. Varaforseti Bandaríkjanna segir kínversk stjórnvöld hafa brotið alþjóðasamninga með lögunum. Nýju öryggislögin eru sögð þrengja mjög að lýðræði sem íbúum Hong Kong var lofað þegar Bretar skiluðu nýlendu sinni til Kína árið 1997. Með þeim verður andóf og undirróður gegn stjórnvöldum gerður saknæmur að viðlögðu lífstíðarfangelsi. Öryggissveitir af meginlandi Kína fá jafnframt heimild til að athafna sig í Hong Kong óhindrað. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sagði í sjónvarpsviðtali í dag telja að lögin væru brot á alþjóðasáttmálum og að þau væru óásættanleg fyrir alla þá sem unna frelsi í heiminum. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti refsiaðgerðir sem tengjast aðgerðum Kínverja gegn Hong Kong í gær. Með lögunum verður bönkum sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn refsað. Bresk stjórnvöld hafa einnig lýst þungum áhyggjum af lögunum og áhrifum þeirra á frelsi Hong Kong-búa. Boris Johnson, forsætisráðherra, telur þau skýrt og alvarlegt brot á samkomulagi Bretlands og Kína um Hong Kong frá árinu 1985. Með því áttu borgarbúar að njóta tiltekinna borgararéttinda í að minnsta kosti fimmtíu ár sem sérstakt stjórnsýslusvæði frá 1997. Bretar hafa nú boðið allt að þremur milljónum Hong Kong-búa landvistarleyfi og síðar ríkisborgararéttar. Aðgerðasinnar í Hong Kong skoða nú möguleikann á útlagaþingi til þess að halda málstað sínum á lofti. „Skuggaþing getur sent mjög skýr skilaboð til Beijing og yfirvalda í Hong Kong um að lýðræðið verði ekki upp á miskunn Beijing komið,“ segir Simon Cheng, baráttumaður fyrir lýðræði í Hong Kong, við Reuters-fréttastofuna. Hugmyndin sé enn á frumstigi og ekki liggi fyrir hvar það yrði staðsett. Cheng segist hafa flúið borgríkið eftir að kínverska leynilögreglan barði hann og pyntaði. Hann hlaut í framhaldinu hæli í Bretlandi. „Við ættum að standa með íbúum Hong Kong og styðja þá sem eru eftir í Hong Kong,“ segir Cheng.
Hong Kong Kína Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Boris Johnson hætti að skipta sér af málefnum Hong Kong Ríkisstjórn Boris Johnson hefur boðið rúmlega 2,9 milljónum íbúa Hong Kong að flytja til Bretlands. 2. júlí 2020 08:16 Herða aðgerðir gegn Kína vegna nýju laganna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn. 2. júlí 2020 06:05 Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00 Umdeild öryggislög samþykkt í Kína Stjórnvöld í Kína hafa samþykkt umdeild öryggislög sem hafa víðtæk áhrif á íbúa Hong Kong en með lögunum verður refsivert að grafa undan yfirráðum kínverskra stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu. Lögin taka gildi 1. júlí næstkomandi. 30. júní 2020 07:16 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent Fleiri fréttir Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Sjá meira
Boris Johnson hætti að skipta sér af málefnum Hong Kong Ríkisstjórn Boris Johnson hefur boðið rúmlega 2,9 milljónum íbúa Hong Kong að flytja til Bretlands. 2. júlí 2020 08:16
Herða aðgerðir gegn Kína vegna nýju laganna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn. 2. júlí 2020 06:05
Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00
Umdeild öryggislög samþykkt í Kína Stjórnvöld í Kína hafa samþykkt umdeild öryggislög sem hafa víðtæk áhrif á íbúa Hong Kong en með lögunum verður refsivert að grafa undan yfirráðum kínverskra stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu. Lögin taka gildi 1. júlí næstkomandi. 30. júní 2020 07:16