Bíó Paradís bjargað Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júlí 2020 12:21 Bíó Paradís við Hverfisgötu Vísir/Vilhelm Gunnarsson Bíó Paradís við Hverfisgötu mun hefja starfsemi að nýju í haust, en kvikmyndahúsið hefur verið lokað frá 1. maí. Náðst hefur samkomulag við eigendur hússins og uppfærslur gerðar á samstarfssamningum við ríki og borg, að því er fram kemur í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Stefnt er að því að opna bíóið á ný um miðjan september næstkomandi, en þá verða liðin tíu ár frá því að starfsemi hófst þar. Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Bíós Paradísar segist vera himinlifandi með niðurstöðuna. Vísir ræddi síðast við Hrönn í gær um stöðu mála, þá sagði hún að þessi mánaðamót mörkuðu þáttaskil. Peningarnir væru uppurnir og ef ekki næðist samkomulag við ríki og borg á næstu dögum væri endurreisn kvikmyndahússins úr sögunni. Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar.vísir/egill „Við viljum þakka öllu stuðningsfólki Bíós Paradísar fyrir stuðninginn, en þó sérstaklega mennta- og menningarmálamálaráðuneytinu, Reykjavíkurborg og eigendum hússins, félaginu Karli Mikla ehf.,“ segir Hrönn í fyrrnefndri tilkynningu. Þar segir jafnframt að vegna aðstæðna hafi Bíó Paradís þurft að segja upp öllu starfsfólki síðastliðið vor, en þá höfðu aðilar ekki náð saman um leigukjör og nauðsynlegar endurbætur og viðhald húsnæðisins til lengri tíma. Það hefur nú tekist, eftir að málsaðilar slógu af „ítrustu kröfum sínum og mættust á miðri leið,“ eins og það er orðað. Áframhaldandi starfsemi í kvikmyndamenningarhúsinu við Hverfisgötu hefur því verið tryggð. Borgarstjóri og mennta- og menningarmálaráðherra segjast einnig vera kát með málalyktir. Bíó Paradís sé vagga kvikmyndamenningar á Íslandi og gegni mikilvægu hlutverki fyrir atvinnugreinina. Þá segir ráðherra jafnframt að ráðgert sé að að kynna með haustinu heildstæða kvikmyndastefnu fyrir Ísland, þar sem m.a. sé gert ráð fyrir „rekstri öflugs kvikmyndamenningarhúss.“ Bíó og sjónvarp Reykjavík Tengdar fréttir Skella í lás hjá Bíó Paradís eftir þrjá mánuði Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík verður lokað frá og með 1. maí næstkomandi og öllu starfsfólki bíósins hefur verið sagt upp störfum. 30. janúar 2020 08:45 Leiguverðið var ekki lengur í Paradís „Það sem er að gerast er einfaldlega það að við erum að missa húsnæðið,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar. 30. janúar 2020 11:03 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Bíó Paradís við Hverfisgötu mun hefja starfsemi að nýju í haust, en kvikmyndahúsið hefur verið lokað frá 1. maí. Náðst hefur samkomulag við eigendur hússins og uppfærslur gerðar á samstarfssamningum við ríki og borg, að því er fram kemur í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Stefnt er að því að opna bíóið á ný um miðjan september næstkomandi, en þá verða liðin tíu ár frá því að starfsemi hófst þar. Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Bíós Paradísar segist vera himinlifandi með niðurstöðuna. Vísir ræddi síðast við Hrönn í gær um stöðu mála, þá sagði hún að þessi mánaðamót mörkuðu þáttaskil. Peningarnir væru uppurnir og ef ekki næðist samkomulag við ríki og borg á næstu dögum væri endurreisn kvikmyndahússins úr sögunni. Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar.vísir/egill „Við viljum þakka öllu stuðningsfólki Bíós Paradísar fyrir stuðninginn, en þó sérstaklega mennta- og menningarmálamálaráðuneytinu, Reykjavíkurborg og eigendum hússins, félaginu Karli Mikla ehf.,“ segir Hrönn í fyrrnefndri tilkynningu. Þar segir jafnframt að vegna aðstæðna hafi Bíó Paradís þurft að segja upp öllu starfsfólki síðastliðið vor, en þá höfðu aðilar ekki náð saman um leigukjör og nauðsynlegar endurbætur og viðhald húsnæðisins til lengri tíma. Það hefur nú tekist, eftir að málsaðilar slógu af „ítrustu kröfum sínum og mættust á miðri leið,“ eins og það er orðað. Áframhaldandi starfsemi í kvikmyndamenningarhúsinu við Hverfisgötu hefur því verið tryggð. Borgarstjóri og mennta- og menningarmálaráðherra segjast einnig vera kát með málalyktir. Bíó Paradís sé vagga kvikmyndamenningar á Íslandi og gegni mikilvægu hlutverki fyrir atvinnugreinina. Þá segir ráðherra jafnframt að ráðgert sé að að kynna með haustinu heildstæða kvikmyndastefnu fyrir Ísland, þar sem m.a. sé gert ráð fyrir „rekstri öflugs kvikmyndamenningarhúss.“
Bíó og sjónvarp Reykjavík Tengdar fréttir Skella í lás hjá Bíó Paradís eftir þrjá mánuði Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík verður lokað frá og með 1. maí næstkomandi og öllu starfsfólki bíósins hefur verið sagt upp störfum. 30. janúar 2020 08:45 Leiguverðið var ekki lengur í Paradís „Það sem er að gerast er einfaldlega það að við erum að missa húsnæðið,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar. 30. janúar 2020 11:03 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Skella í lás hjá Bíó Paradís eftir þrjá mánuði Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík verður lokað frá og með 1. maí næstkomandi og öllu starfsfólki bíósins hefur verið sagt upp störfum. 30. janúar 2020 08:45
Leiguverðið var ekki lengur í Paradís „Það sem er að gerast er einfaldlega það að við erum að missa húsnæðið,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar. 30. janúar 2020 11:03