Furðufiskur dorgveiðinnar reyndist vera rauðmagi Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2020 16:20 Ekkert skorti upp á einbeitinguna hjá hinum ungu dorgveiðimönnum. visir/vilhelm Æsispennandi dorgveiðikeppni fór fram í dag í Hafnarfirði. Hún reyndist fjölmenn enda veðurblíða og mikil stemmning á höfninni. Að sögn Stellu Bjargar Kristinsdóttur, fagstjóra frístundasviðs, segir að þeim hinum fjölmörgu sem mættu til keppni ekki hafa leiðst það að vera að dorga á Flensborgarbryggju. „Ótrúlega góður dagur, virkilega skemmtilegur,“ segir Stella en ljósmyndari Vísis gerði sér ferð í Fjörðinn og fylgdist með fjörinu. Múgur og margmenni var mætt á Flensborgarbryggjuna en keppnin er þrjátíu ára gömul.visir/vilhelm Um er að ræða fjölmennustu dorgveiðikeppni sem haldin er á Íslandi. Keppt var í þremur flokkum: Flestu fiskarnir, stærsti fiskurinn og furðufiskurinn 2020. Dorgveiðikeppnin hefur verið sú fjölmennasta á landinu í mörg ár. Stella segir keppnina eiga sér þrjátíu ára sögu en starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar sjá um gæslu á svæðinu og Siglingaklúbburinn Þytur sér um gæslu af sjó. Öll hafnfirsk börn á aldrinum 6-12 ára voru hvött til að taka þátt í keppninni. Nú hlýtur að fara að bíta á.visir/vilhelm Vísir náði tali af Stellu rétt eftir að hún hafði tilkynnt um sigurvegarana. Sá sem veiddi stærsta fiskinn, sem jafnframt reyndist furðufiskurinn, var Jóel Ingi Ragnarsson. Hann sem sagt vann tvenn verðlaun í einu kasti: Veiddi furðufiskinn og þann stærsta sem reyndist næstum hálft kíló. Var það rauðmagi sem hafði hætt sér of nærri Flensborgarbryggju. Tvær stúlkur reyndust svo afladrottningarnar. Aldís Von Árnadóttir og Oddvör Skorastein Sigurðardóttir veiddu flesta fiska. Að sögn Stellu voru þau afar ánægð og fengu í verðlaun veiðistöng og bikar. „Við töldum allt að 258 þátttakendur. Þetta var mjög skemmtilegt. Hingað mætti fjöldinn allur af leikjanámskeiðum og fólk á eigin vegum og skemmtum við okkur mjög vel. Fiskum var safnað í ker og var hægt að skoða þá nánar þar.visir/vilhelm Furðufiskurinn var jafnframt sá stærsti: Rauðmagi sem hætti sér of nærri Flensborgarhöfninni.visir/vilhelm Sjávarútvegur Börn og uppeldi Hafnarfjörður Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Æsispennandi dorgveiðikeppni fór fram í dag í Hafnarfirði. Hún reyndist fjölmenn enda veðurblíða og mikil stemmning á höfninni. Að sögn Stellu Bjargar Kristinsdóttur, fagstjóra frístundasviðs, segir að þeim hinum fjölmörgu sem mættu til keppni ekki hafa leiðst það að vera að dorga á Flensborgarbryggju. „Ótrúlega góður dagur, virkilega skemmtilegur,“ segir Stella en ljósmyndari Vísis gerði sér ferð í Fjörðinn og fylgdist með fjörinu. Múgur og margmenni var mætt á Flensborgarbryggjuna en keppnin er þrjátíu ára gömul.visir/vilhelm Um er að ræða fjölmennustu dorgveiðikeppni sem haldin er á Íslandi. Keppt var í þremur flokkum: Flestu fiskarnir, stærsti fiskurinn og furðufiskurinn 2020. Dorgveiðikeppnin hefur verið sú fjölmennasta á landinu í mörg ár. Stella segir keppnina eiga sér þrjátíu ára sögu en starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar sjá um gæslu á svæðinu og Siglingaklúbburinn Þytur sér um gæslu af sjó. Öll hafnfirsk börn á aldrinum 6-12 ára voru hvött til að taka þátt í keppninni. Nú hlýtur að fara að bíta á.visir/vilhelm Vísir náði tali af Stellu rétt eftir að hún hafði tilkynnt um sigurvegarana. Sá sem veiddi stærsta fiskinn, sem jafnframt reyndist furðufiskurinn, var Jóel Ingi Ragnarsson. Hann sem sagt vann tvenn verðlaun í einu kasti: Veiddi furðufiskinn og þann stærsta sem reyndist næstum hálft kíló. Var það rauðmagi sem hafði hætt sér of nærri Flensborgarbryggju. Tvær stúlkur reyndust svo afladrottningarnar. Aldís Von Árnadóttir og Oddvör Skorastein Sigurðardóttir veiddu flesta fiska. Að sögn Stellu voru þau afar ánægð og fengu í verðlaun veiðistöng og bikar. „Við töldum allt að 258 þátttakendur. Þetta var mjög skemmtilegt. Hingað mætti fjöldinn allur af leikjanámskeiðum og fólk á eigin vegum og skemmtum við okkur mjög vel. Fiskum var safnað í ker og var hægt að skoða þá nánar þar.visir/vilhelm Furðufiskurinn var jafnframt sá stærsti: Rauðmagi sem hætti sér of nærri Flensborgarhöfninni.visir/vilhelm
Sjávarútvegur Börn og uppeldi Hafnarfjörður Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira