Andstæðingar þungunarrofs biðu ósigur fyrir hæstarétti Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2020 15:56 Andstæðingar þungunarrofs biðu niðurstöðu Hæstaréttar Bandaríkjanna fyrir utan dómshúsið í dag. Þeir urðu fyrir vonbrigðum. AP/Patrick Semansky Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi úr gildi lög sem sett voru í Louisiana og þrengdu verulega að möguleikum kvenna á þungunarrofi í dag. Hefðu lögin fengið að standa hefði aðeins ein heilbrigðisstofnun sem býður upp á þungunarrof verið eftir í ríkinu. Lögin voru sett árið 2014 og skylduðu lækna sem framkvæma þungunarrof til þess að hafa umboð til að leggja sjúklinga inn á sjúkrahús innan við 48 kílómetra frá læknastofu sinni. Reuters-fréttastofan segir að læknum reynist stundum erfitt að fá slíkt umboð. Þessi skylda hefði kipp fótunum undan tveimur af þremur heilsugæslustöðvum í Lousiana sem bjóða upp á þungunarrof. John Roberts, forseti hæstaréttarins og einn fimm íhaldssamra dómara við réttinn, tók undir álit frjálslyndu dómaranna fjögurra og dæmdi heilsugæslustöðinni í vil. Ríkisstjórn Donalds Trump studdi Louisiana-ríki í málinu. Hæstiréttur ógilti áþekk lög í Texas sem gerðu kröfu um að heilsugæslustöðvar sem framkvæmdu þungunarrof hefðu dýran tæknibúnað á við sjúkrahús árið 2016. Lögin voru talin leggja ósanngjarnar byrðar á konur sem sóttust eftir þungunarrofi. Þá vildi Roberts leyfa lögunum að standa. Í málinu í Louisiana sagðist Roberts enn telja að dómurinn frá 2016 væri rangur en að rétturinn yrði að fylgja fordæminu sem var sett með honum. Nokkur fjöldi ríkja þar sem íhaldssamir kristnir repúblikanar eru við völd í Bandaríkjunum hafa sett sambærileg lög til þess að takmarka verulega aðgengi að þungunarrofi undanfarin ár. Það hafa þeir gert til þess að komast í kringum að hæstiréttur hefur áður dæmt að konur hafi stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs. Dómur hæstaréttar í dag er talinn áfall fyrir andstæðinga þungunarrofs í Bandaríkjunum sem binda vonir við að íhaldssamir dómarar sem nú eru í meirihluta í réttinum legði blessun sína yfir takmarkanir sem þessar. Reuters segir að fleiri mál sem varða þungunarrof bíði úrlausnar réttarins þannig að íhaldsmenn eygja enn möguleika á að takmarka aðgengi að aðgerðinni. Þungunarrof Bandaríkin Tengdar fréttir Íhaldssöm ríki stöðva þungunarrof í faraldrinum Yfirvöld í Texas og Ohio í Bandaríkjunum hafa ákveðið að þungunarrof sé ónauðsynleg aðgerð sem verði að fresta vegna kórónuveirufaraldursins. Ákvörðunin var tekin þrátt fyrir að samtök bandarískra kvensjúkdómalækna hafi kallað eftir því að þungunarrof nyti verndar í faraldrinum. 25. mars 2020 08:51 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi úr gildi lög sem sett voru í Louisiana og þrengdu verulega að möguleikum kvenna á þungunarrofi í dag. Hefðu lögin fengið að standa hefði aðeins ein heilbrigðisstofnun sem býður upp á þungunarrof verið eftir í ríkinu. Lögin voru sett árið 2014 og skylduðu lækna sem framkvæma þungunarrof til þess að hafa umboð til að leggja sjúklinga inn á sjúkrahús innan við 48 kílómetra frá læknastofu sinni. Reuters-fréttastofan segir að læknum reynist stundum erfitt að fá slíkt umboð. Þessi skylda hefði kipp fótunum undan tveimur af þremur heilsugæslustöðvum í Lousiana sem bjóða upp á þungunarrof. John Roberts, forseti hæstaréttarins og einn fimm íhaldssamra dómara við réttinn, tók undir álit frjálslyndu dómaranna fjögurra og dæmdi heilsugæslustöðinni í vil. Ríkisstjórn Donalds Trump studdi Louisiana-ríki í málinu. Hæstiréttur ógilti áþekk lög í Texas sem gerðu kröfu um að heilsugæslustöðvar sem framkvæmdu þungunarrof hefðu dýran tæknibúnað á við sjúkrahús árið 2016. Lögin voru talin leggja ósanngjarnar byrðar á konur sem sóttust eftir þungunarrofi. Þá vildi Roberts leyfa lögunum að standa. Í málinu í Louisiana sagðist Roberts enn telja að dómurinn frá 2016 væri rangur en að rétturinn yrði að fylgja fordæminu sem var sett með honum. Nokkur fjöldi ríkja þar sem íhaldssamir kristnir repúblikanar eru við völd í Bandaríkjunum hafa sett sambærileg lög til þess að takmarka verulega aðgengi að þungunarrofi undanfarin ár. Það hafa þeir gert til þess að komast í kringum að hæstiréttur hefur áður dæmt að konur hafi stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs. Dómur hæstaréttar í dag er talinn áfall fyrir andstæðinga þungunarrofs í Bandaríkjunum sem binda vonir við að íhaldssamir dómarar sem nú eru í meirihluta í réttinum legði blessun sína yfir takmarkanir sem þessar. Reuters segir að fleiri mál sem varða þungunarrof bíði úrlausnar réttarins þannig að íhaldsmenn eygja enn möguleika á að takmarka aðgengi að aðgerðinni.
Þungunarrof Bandaríkin Tengdar fréttir Íhaldssöm ríki stöðva þungunarrof í faraldrinum Yfirvöld í Texas og Ohio í Bandaríkjunum hafa ákveðið að þungunarrof sé ónauðsynleg aðgerð sem verði að fresta vegna kórónuveirufaraldursins. Ákvörðunin var tekin þrátt fyrir að samtök bandarískra kvensjúkdómalækna hafi kallað eftir því að þungunarrof nyti verndar í faraldrinum. 25. mars 2020 08:51 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Sjá meira
Íhaldssöm ríki stöðva þungunarrof í faraldrinum Yfirvöld í Texas og Ohio í Bandaríkjunum hafa ákveðið að þungunarrof sé ónauðsynleg aðgerð sem verði að fresta vegna kórónuveirufaraldursins. Ákvörðunin var tekin þrátt fyrir að samtök bandarískra kvensjúkdómalækna hafi kallað eftir því að þungunarrof nyti verndar í faraldrinum. 25. mars 2020 08:51