Heimir: Hefðum mátt gera betur í að finna þetta drápseðli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júní 2020 21:45 Heimir var sáttur með sína menn í kvöld. Mynd/Stöð 2 Sport Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var sáttur með 4-0 sigur sinna manna á HK í Kórnum í 3. umferð Pepsi Max deildarinnar. Honum fannst þó að liðið hefði mátt gera betur í síðari hálfleik en HK missti mann af velli í þeim fyrri. „Frábært að fá þrjú stig á erfiðum útivelli. HK-liðið er gríðarlega öflugt að mínu mati og vel skipulagt eins og við sáum á móti KR. Þess vegna er fínt að koma hérna og fá þrjú stig,“ sagði Heimir um leik kvöldsins. „Í byrjun fyrri hálfleiks fannst mér við kannski í vandræðum með boltann en náðum góðum tökum á leiknum. Spiluðum á löngum köflum vel en seinni hálfleikurinn var vonbrigði. Töluðum um það í hálfleik að detta ekki niður en gerðum það, hægðum á þessu og hefðum mátt gera betur í seinni hálfleik og finna þetta drápseðli.“ „Þeir hafa verið flottir. Þeir hafa æft vel og tekið vel leiðsögn og við sjáum framfarir en auðvitað er þetta þannig að þeir þurfa að halda áfram að vera duglegir á æfingasvæðinu og þá verða meiri framfarir,“ sagði Heimir um frammistöðu ungu leikmanna vals en Valgeir Lundal byrjaði leikinn og lagði upp fyrsta markið. Þá kom Birkir Heimisson inn af bekknum og skoraði. „Það var fínn leikur á móti Gróttu og aftur hérna þó svo að seinni hálfleikurinn hafi verið vonbrigði. Þetta er alltaf það sama, næst er erfiður leikur á móti ÍA og við þurfum að nýta æfingavikuna vel og vera klárir næsta föstudag,“ sagði Heimir um góða leiki Valsmanna undanfarið eftir tap gegn KR í fyrstu umferð. Liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð – að meðtöldum sigri á SR í bikarnum – og skorað 11 mörk án þess að fá á sig eitt. „Auðvitað hefur maður alltaf áhyggjur en menn þurfa að passa sig, vera klókir og henda ekki í einhverjar veislur,“ sagði Heimir að lokum um mögulegar áhyggjur varðandi það að deildinni verði frestað vegna þess að kórónusmit eru aftur komin upp. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var sáttur með 4-0 sigur sinna manna á HK í Kórnum í 3. umferð Pepsi Max deildarinnar. Honum fannst þó að liðið hefði mátt gera betur í síðari hálfleik en HK missti mann af velli í þeim fyrri. „Frábært að fá þrjú stig á erfiðum útivelli. HK-liðið er gríðarlega öflugt að mínu mati og vel skipulagt eins og við sáum á móti KR. Þess vegna er fínt að koma hérna og fá þrjú stig,“ sagði Heimir um leik kvöldsins. „Í byrjun fyrri hálfleiks fannst mér við kannski í vandræðum með boltann en náðum góðum tökum á leiknum. Spiluðum á löngum köflum vel en seinni hálfleikurinn var vonbrigði. Töluðum um það í hálfleik að detta ekki niður en gerðum það, hægðum á þessu og hefðum mátt gera betur í seinni hálfleik og finna þetta drápseðli.“ „Þeir hafa verið flottir. Þeir hafa æft vel og tekið vel leiðsögn og við sjáum framfarir en auðvitað er þetta þannig að þeir þurfa að halda áfram að vera duglegir á æfingasvæðinu og þá verða meiri framfarir,“ sagði Heimir um frammistöðu ungu leikmanna vals en Valgeir Lundal byrjaði leikinn og lagði upp fyrsta markið. Þá kom Birkir Heimisson inn af bekknum og skoraði. „Það var fínn leikur á móti Gróttu og aftur hérna þó svo að seinni hálfleikurinn hafi verið vonbrigði. Þetta er alltaf það sama, næst er erfiður leikur á móti ÍA og við þurfum að nýta æfingavikuna vel og vera klárir næsta föstudag,“ sagði Heimir um góða leiki Valsmanna undanfarið eftir tap gegn KR í fyrstu umferð. Liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð – að meðtöldum sigri á SR í bikarnum – og skorað 11 mörk án þess að fá á sig eitt. „Auðvitað hefur maður alltaf áhyggjur en menn þurfa að passa sig, vera klókir og henda ekki í einhverjar veislur,“ sagði Heimir að lokum um mögulegar áhyggjur varðandi það að deildinni verði frestað vegna þess að kórónusmit eru aftur komin upp.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira