Heimir: Hefðum mátt gera betur í að finna þetta drápseðli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júní 2020 21:45 Heimir var sáttur með sína menn í kvöld. Mynd/Stöð 2 Sport Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var sáttur með 4-0 sigur sinna manna á HK í Kórnum í 3. umferð Pepsi Max deildarinnar. Honum fannst þó að liðið hefði mátt gera betur í síðari hálfleik en HK missti mann af velli í þeim fyrri. „Frábært að fá þrjú stig á erfiðum útivelli. HK-liðið er gríðarlega öflugt að mínu mati og vel skipulagt eins og við sáum á móti KR. Þess vegna er fínt að koma hérna og fá þrjú stig,“ sagði Heimir um leik kvöldsins. „Í byrjun fyrri hálfleiks fannst mér við kannski í vandræðum með boltann en náðum góðum tökum á leiknum. Spiluðum á löngum köflum vel en seinni hálfleikurinn var vonbrigði. Töluðum um það í hálfleik að detta ekki niður en gerðum það, hægðum á þessu og hefðum mátt gera betur í seinni hálfleik og finna þetta drápseðli.“ „Þeir hafa verið flottir. Þeir hafa æft vel og tekið vel leiðsögn og við sjáum framfarir en auðvitað er þetta þannig að þeir þurfa að halda áfram að vera duglegir á æfingasvæðinu og þá verða meiri framfarir,“ sagði Heimir um frammistöðu ungu leikmanna vals en Valgeir Lundal byrjaði leikinn og lagði upp fyrsta markið. Þá kom Birkir Heimisson inn af bekknum og skoraði. „Það var fínn leikur á móti Gróttu og aftur hérna þó svo að seinni hálfleikurinn hafi verið vonbrigði. Þetta er alltaf það sama, næst er erfiður leikur á móti ÍA og við þurfum að nýta æfingavikuna vel og vera klárir næsta föstudag,“ sagði Heimir um góða leiki Valsmanna undanfarið eftir tap gegn KR í fyrstu umferð. Liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð – að meðtöldum sigri á SR í bikarnum – og skorað 11 mörk án þess að fá á sig eitt. „Auðvitað hefur maður alltaf áhyggjur en menn þurfa að passa sig, vera klókir og henda ekki í einhverjar veislur,“ sagði Heimir að lokum um mögulegar áhyggjur varðandi það að deildinni verði frestað vegna þess að kórónusmit eru aftur komin upp. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Ísak á leið í atvinnumennsku Handbolti Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Elsa setti þrjú heimsmet og varð Evrópumeistari fimmta árið í röð Sport Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Handbolti Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Fleiri fréttir Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var sáttur með 4-0 sigur sinna manna á HK í Kórnum í 3. umferð Pepsi Max deildarinnar. Honum fannst þó að liðið hefði mátt gera betur í síðari hálfleik en HK missti mann af velli í þeim fyrri. „Frábært að fá þrjú stig á erfiðum útivelli. HK-liðið er gríðarlega öflugt að mínu mati og vel skipulagt eins og við sáum á móti KR. Þess vegna er fínt að koma hérna og fá þrjú stig,“ sagði Heimir um leik kvöldsins. „Í byrjun fyrri hálfleiks fannst mér við kannski í vandræðum með boltann en náðum góðum tökum á leiknum. Spiluðum á löngum köflum vel en seinni hálfleikurinn var vonbrigði. Töluðum um það í hálfleik að detta ekki niður en gerðum það, hægðum á þessu og hefðum mátt gera betur í seinni hálfleik og finna þetta drápseðli.“ „Þeir hafa verið flottir. Þeir hafa æft vel og tekið vel leiðsögn og við sjáum framfarir en auðvitað er þetta þannig að þeir þurfa að halda áfram að vera duglegir á æfingasvæðinu og þá verða meiri framfarir,“ sagði Heimir um frammistöðu ungu leikmanna vals en Valgeir Lundal byrjaði leikinn og lagði upp fyrsta markið. Þá kom Birkir Heimisson inn af bekknum og skoraði. „Það var fínn leikur á móti Gróttu og aftur hérna þó svo að seinni hálfleikurinn hafi verið vonbrigði. Þetta er alltaf það sama, næst er erfiður leikur á móti ÍA og við þurfum að nýta æfingavikuna vel og vera klárir næsta föstudag,“ sagði Heimir um góða leiki Valsmanna undanfarið eftir tap gegn KR í fyrstu umferð. Liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð – að meðtöldum sigri á SR í bikarnum – og skorað 11 mörk án þess að fá á sig eitt. „Auðvitað hefur maður alltaf áhyggjur en menn þurfa að passa sig, vera klókir og henda ekki í einhverjar veislur,“ sagði Heimir að lokum um mögulegar áhyggjur varðandi það að deildinni verði frestað vegna þess að kórónusmit eru aftur komin upp.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Ísak á leið í atvinnumennsku Handbolti Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Elsa setti þrjú heimsmet og varð Evrópumeistari fimmta árið í röð Sport Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Handbolti Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Fleiri fréttir Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira