Tilraunir á 737 MAX sagðar hefjast á morgun Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2020 14:19 Boeing 737 MAX flugvélar voru kyrrsettar um heim allan í fyrra. EPA/Gary He Starfsmenn Flugmálayfirvalda Bandaríkjanna, FAA, munu hefja prófanir á 737 MAX farþegaþotum Boeing á morgun. Prófanirnar munu standa yfir í þrjá daga og eru mikilvægur liður í því að flugvélarnar fái vottun á nýjan leik. Markmið forsvarsmanna Boeing er að koma flugvélunum aftur í notkun á þessu ári. Þetta kemur fram í frétt Reuters. Allar flugvélar af þessari tegund voru kyrrsettar í mars í fyrra eftir að 346 manns dóu í tveimur flugslysum á skömmum tíma. Fyrra slysið varð í Indónesíu í október 2018 þegar Boeing Max 737 vél Lion Air hrapaði í sjóinn stuttu eftir flugtak frá Jakarta. Í því slysi létust 189. Síðara slysið varð í Eþíópíu þegar vél Ethiopian Airlines hrapaði nokkrum mínútum eftir að vélin tók á loft og létust allir 157 um borð. Reuters segir að flugmenn muni einnig gera tilraunir á endurforrituðum öryggisbúnaði sem kallast MCAS. Þeim búnaði hefur verið kennt um slysins tvö og á að hafa valdið ofrisi á flugvélunum báðum. Upptökur úr flugstjórnarklefa Lion Air flugvélarinnar sýndu að flugmennirnir börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar áður en hún brotlenti. Eftir að tilraununum líkur munu sérfræðingar FAA leggjast yfir gögnin sem safnast yfir dagana þrjá og eftir það taka ný ferli við. Fari allt á besta veg gætu flugvélarnar verið komnar á loft í september, samkvæmt heimildarmönnum Reuters. Einn heimildarmaður fréttaveitunnar segir þó nánast ómögulegt að ferlið muni ganga snurðulaust fyrir sig. Flugmálayfirvöld í Evrópu og víðar munu þó krefjast þess að fá að gera eigin prófanir á flugvélunum áður en þeim verður hleypt á loft þar. Hættir að fylgja FAA í blindni Seattle Times sagði frá því á dögunum að eftirlitaðilar í Evrópu og Kanada hafi krafist þess að tilteknar breytingar verði gerðar á flugstjórnarkerfi flugvélanna. Ekki sé eingöngu nóg að endurforrita og laga MCAS. Breytingarnar gætu reynst Boeing kostnaðarsamar og tímafrekar. Samkomulag hefur þó náðst um að Boeing geti gert breytingarnar á flotanum öllum, eftir að flugvélarnar fá vottanir á nýjan leik. Þessar kröfur þykja til marks um að umrædd flugmálayfirvöld séu hætt að fylgja vottunum FAA eftir í blindni, eins og áður hafi verið gert. Vísbendingar hafa verið á kreiki um að Boeing hafi komið sér undan eftirliti FAA með markvissum hætti. Boeing Bandaríkin Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Starfsmenn Flugmálayfirvalda Bandaríkjanna, FAA, munu hefja prófanir á 737 MAX farþegaþotum Boeing á morgun. Prófanirnar munu standa yfir í þrjá daga og eru mikilvægur liður í því að flugvélarnar fái vottun á nýjan leik. Markmið forsvarsmanna Boeing er að koma flugvélunum aftur í notkun á þessu ári. Þetta kemur fram í frétt Reuters. Allar flugvélar af þessari tegund voru kyrrsettar í mars í fyrra eftir að 346 manns dóu í tveimur flugslysum á skömmum tíma. Fyrra slysið varð í Indónesíu í október 2018 þegar Boeing Max 737 vél Lion Air hrapaði í sjóinn stuttu eftir flugtak frá Jakarta. Í því slysi létust 189. Síðara slysið varð í Eþíópíu þegar vél Ethiopian Airlines hrapaði nokkrum mínútum eftir að vélin tók á loft og létust allir 157 um borð. Reuters segir að flugmenn muni einnig gera tilraunir á endurforrituðum öryggisbúnaði sem kallast MCAS. Þeim búnaði hefur verið kennt um slysins tvö og á að hafa valdið ofrisi á flugvélunum báðum. Upptökur úr flugstjórnarklefa Lion Air flugvélarinnar sýndu að flugmennirnir börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar áður en hún brotlenti. Eftir að tilraununum líkur munu sérfræðingar FAA leggjast yfir gögnin sem safnast yfir dagana þrjá og eftir það taka ný ferli við. Fari allt á besta veg gætu flugvélarnar verið komnar á loft í september, samkvæmt heimildarmönnum Reuters. Einn heimildarmaður fréttaveitunnar segir þó nánast ómögulegt að ferlið muni ganga snurðulaust fyrir sig. Flugmálayfirvöld í Evrópu og víðar munu þó krefjast þess að fá að gera eigin prófanir á flugvélunum áður en þeim verður hleypt á loft þar. Hættir að fylgja FAA í blindni Seattle Times sagði frá því á dögunum að eftirlitaðilar í Evrópu og Kanada hafi krafist þess að tilteknar breytingar verði gerðar á flugstjórnarkerfi flugvélanna. Ekki sé eingöngu nóg að endurforrita og laga MCAS. Breytingarnar gætu reynst Boeing kostnaðarsamar og tímafrekar. Samkomulag hefur þó náðst um að Boeing geti gert breytingarnar á flotanum öllum, eftir að flugvélarnar fá vottanir á nýjan leik. Þessar kröfur þykja til marks um að umrædd flugmálayfirvöld séu hætt að fylgja vottunum FAA eftir í blindni, eins og áður hafi verið gert. Vísbendingar hafa verið á kreiki um að Boeing hafi komið sér undan eftirliti FAA með markvissum hætti.
Boeing Bandaríkin Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira