Aldrei fór ég suður fer fram þrátt fyrir samkomubann: „Ekki koma samt“ Andri Eysteinsson skrifar 14. mars 2020 18:48 Tónlistarhátíðin hefur hingað til farið fram fyrir fullu húsi á Ísafirði. Vísir/Egill A Forsvarsmenn tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður ætla ekki að aflýsa hátíðinni í ár þrátt fyrir heimsfaraldur kórónuveirunnar. Hátíðin, sem haldin hefur verið undanfarin ár á Ísafirði, verður þó með breyttu sniði vegna samkomubanns sem lagt hefur verið á landsmenn. Bannað verður að mæta á hátíðina. Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri hátíðarinnar segir viðbrögðin við nýju fyrirkomulagi hafa mælst vel fyrir hjá þeim tónlistarmönnum sem boðað höfðu komu sína. „Flest atriðin sem við höfðum bókað á hátíðina tóku afskaplega vel í þetta erindi, að reyna að halda tempóinu og gera tónleikadagskrá sem við myndum skila af okkur inn í stofu landsmanna. En þetta verður bara einn dagur í stað tveggja eins og við höfum haft þetta síðustu árin. sagði Kristján. Sjá einnig: Aldrei fleiri á Aldrei fór ég suður Aldrei fór ég suður verður því haldin laugardaginn 11. apríl, án áhorfenda. Tónleikastaðir verða tveir, annars vegar vestur á Ísafirði og hins vegar í Reykjavík og verður öllum herlegheitunum streymt heim í stofu, landsmönnum að kostnaðarlausu. „Við munum streyma þessu, að kostnaðarlausu, á netinu. Við urðum að taka ákvörðun þar sem að það er svo mikið spurt og mikið af skilaboðum og þess vegna sendum við út þessa yfirlýsingu um að við ætlum að halda okkar striki. Nánari útlistun á framkvæmdinni verður bara kynnt þegar kemur að henni, en þetta er uppleggið,“ sagði Kristján. Kristján segir að vegna breytinganna muni hvert atriði spila skemur en ef hægt yrði að halda hátíðina í óbreyttri mynd. „Í stað þess að vera að færa til ákváðum við að gera þetta svona,“ sagði Kristján rokkstjóri Aldrei fór ég suður. Ísafjarðarbær Aldrei fór ég suður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Forsvarsmenn tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður ætla ekki að aflýsa hátíðinni í ár þrátt fyrir heimsfaraldur kórónuveirunnar. Hátíðin, sem haldin hefur verið undanfarin ár á Ísafirði, verður þó með breyttu sniði vegna samkomubanns sem lagt hefur verið á landsmenn. Bannað verður að mæta á hátíðina. Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri hátíðarinnar segir viðbrögðin við nýju fyrirkomulagi hafa mælst vel fyrir hjá þeim tónlistarmönnum sem boðað höfðu komu sína. „Flest atriðin sem við höfðum bókað á hátíðina tóku afskaplega vel í þetta erindi, að reyna að halda tempóinu og gera tónleikadagskrá sem við myndum skila af okkur inn í stofu landsmanna. En þetta verður bara einn dagur í stað tveggja eins og við höfum haft þetta síðustu árin. sagði Kristján. Sjá einnig: Aldrei fleiri á Aldrei fór ég suður Aldrei fór ég suður verður því haldin laugardaginn 11. apríl, án áhorfenda. Tónleikastaðir verða tveir, annars vegar vestur á Ísafirði og hins vegar í Reykjavík og verður öllum herlegheitunum streymt heim í stofu, landsmönnum að kostnaðarlausu. „Við munum streyma þessu, að kostnaðarlausu, á netinu. Við urðum að taka ákvörðun þar sem að það er svo mikið spurt og mikið af skilaboðum og þess vegna sendum við út þessa yfirlýsingu um að við ætlum að halda okkar striki. Nánari útlistun á framkvæmdinni verður bara kynnt þegar kemur að henni, en þetta er uppleggið,“ sagði Kristján. Kristján segir að vegna breytinganna muni hvert atriði spila skemur en ef hægt yrði að halda hátíðina í óbreyttri mynd. „Í stað þess að vera að færa til ákváðum við að gera þetta svona,“ sagði Kristján rokkstjóri Aldrei fór ég suður.
Ísafjarðarbær Aldrei fór ég suður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“