Aldrei fór ég suður fer fram þrátt fyrir samkomubann: „Ekki koma samt“ Andri Eysteinsson skrifar 14. mars 2020 18:48 Tónlistarhátíðin hefur hingað til farið fram fyrir fullu húsi á Ísafirði. Vísir/Egill A Forsvarsmenn tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður ætla ekki að aflýsa hátíðinni í ár þrátt fyrir heimsfaraldur kórónuveirunnar. Hátíðin, sem haldin hefur verið undanfarin ár á Ísafirði, verður þó með breyttu sniði vegna samkomubanns sem lagt hefur verið á landsmenn. Bannað verður að mæta á hátíðina. Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri hátíðarinnar segir viðbrögðin við nýju fyrirkomulagi hafa mælst vel fyrir hjá þeim tónlistarmönnum sem boðað höfðu komu sína. „Flest atriðin sem við höfðum bókað á hátíðina tóku afskaplega vel í þetta erindi, að reyna að halda tempóinu og gera tónleikadagskrá sem við myndum skila af okkur inn í stofu landsmanna. En þetta verður bara einn dagur í stað tveggja eins og við höfum haft þetta síðustu árin. sagði Kristján. Sjá einnig: Aldrei fleiri á Aldrei fór ég suður Aldrei fór ég suður verður því haldin laugardaginn 11. apríl, án áhorfenda. Tónleikastaðir verða tveir, annars vegar vestur á Ísafirði og hins vegar í Reykjavík og verður öllum herlegheitunum streymt heim í stofu, landsmönnum að kostnaðarlausu. „Við munum streyma þessu, að kostnaðarlausu, á netinu. Við urðum að taka ákvörðun þar sem að það er svo mikið spurt og mikið af skilaboðum og þess vegna sendum við út þessa yfirlýsingu um að við ætlum að halda okkar striki. Nánari útlistun á framkvæmdinni verður bara kynnt þegar kemur að henni, en þetta er uppleggið,“ sagði Kristján. Kristján segir að vegna breytinganna muni hvert atriði spila skemur en ef hægt yrði að halda hátíðina í óbreyttri mynd. „Í stað þess að vera að færa til ákváðum við að gera þetta svona,“ sagði Kristján rokkstjóri Aldrei fór ég suður. Ísafjarðarbær Aldrei fór ég suður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Fleiri fréttir Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Forsvarsmenn tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður ætla ekki að aflýsa hátíðinni í ár þrátt fyrir heimsfaraldur kórónuveirunnar. Hátíðin, sem haldin hefur verið undanfarin ár á Ísafirði, verður þó með breyttu sniði vegna samkomubanns sem lagt hefur verið á landsmenn. Bannað verður að mæta á hátíðina. Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri hátíðarinnar segir viðbrögðin við nýju fyrirkomulagi hafa mælst vel fyrir hjá þeim tónlistarmönnum sem boðað höfðu komu sína. „Flest atriðin sem við höfðum bókað á hátíðina tóku afskaplega vel í þetta erindi, að reyna að halda tempóinu og gera tónleikadagskrá sem við myndum skila af okkur inn í stofu landsmanna. En þetta verður bara einn dagur í stað tveggja eins og við höfum haft þetta síðustu árin. sagði Kristján. Sjá einnig: Aldrei fleiri á Aldrei fór ég suður Aldrei fór ég suður verður því haldin laugardaginn 11. apríl, án áhorfenda. Tónleikastaðir verða tveir, annars vegar vestur á Ísafirði og hins vegar í Reykjavík og verður öllum herlegheitunum streymt heim í stofu, landsmönnum að kostnaðarlausu. „Við munum streyma þessu, að kostnaðarlausu, á netinu. Við urðum að taka ákvörðun þar sem að það er svo mikið spurt og mikið af skilaboðum og þess vegna sendum við út þessa yfirlýsingu um að við ætlum að halda okkar striki. Nánari útlistun á framkvæmdinni verður bara kynnt þegar kemur að henni, en þetta er uppleggið,“ sagði Kristján. Kristján segir að vegna breytinganna muni hvert atriði spila skemur en ef hægt yrði að halda hátíðina í óbreyttri mynd. „Í stað þess að vera að færa til ákváðum við að gera þetta svona,“ sagði Kristján rokkstjóri Aldrei fór ég suður.
Ísafjarðarbær Aldrei fór ég suður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Fleiri fréttir Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira