Erlent

Fjölmargir hafa orðið fyrir eldingum á Indlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Mikil rigning hefur einnig fallið og hafa íbúar verið beðnir um að halda sig innandyra eins og þau geta.
Mikil rigning hefur einnig fallið og hafa íbúar verið beðnir um að halda sig innandyra eins og þau geta. EPA/Harish Tyagi

Minnst 107 hafa dáið vegna eldinga á undanförnum tveimur dögum á Indlandi og hafa margir þeirra beinlínis orðið fyrir eldingum. Yfirvöld héraðanna Uttar Pradesh og Bihar segja hjálparstarf í gangi en eldingarnar hafa einnig valdið miklum skemmdum á byggingum í landinu. Miðað við veðurspár er búist við því að ástandið gæti varað í nokkra daga til viðbótar.

Ríkið ætlar að greiða bætur til fjölskylda þeirra sem hafa dáið.

Mikil rigning hefur einnig fallið og hafa íbúar verið beðnir um að halda sig innandyra eins og þau geta, samkvæmt frétt Times of India.

CNN segir dauðsföll vegna eldinga vera mjög algeng á Indlandi og í Suðaustur-Asíu. Opinberar tölur segja 2.885 dáið vegna eldinga og 2.357 árið 2018. I Uttar Pradesh urðu 239 fyrir eldingum í fyrra. Frá því í byrjun apríl hafa 139 dáið í héraðinu og er það í samræmi við undanfarin ár.

Árið 2019 urðu tuttugu manns fyrir eldingum í Bandaríkjunum.

Indverskir bændur eru hvað líklegastir til að verða fyrir eldingum í aðdraganda rigningatímabilsins á Indlandi. Þeir leggja kapp á að undirbúa akra sína fyrir rigningatímabilin og eru því mikið út á túnum og viðkvæmir fyrir eldingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×