Stefnir í annað einvígi milli Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. júní 2020 14:00 Það stefnir í kapphlaup milli Breiðabliks og Vals um Íslandsmeistaratitilinn. Vísir/Daníel Síðasta sumar töpuðu hvorki Valur né Breiðablik leik í Pepsi Max deild kvenna. Munurinn á liðunum var sá að Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Þór/KA á Kópavogsvelli þann 1. ágúst. Höfðu nær allir spekingar landsins spáð því að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn yrði harðari í ár og deildin jafnari en áður. Nú þegar þrjár umferðir eru búnar virðist fátt geta komið í veg fyrir annað einvígi liðanna um titilinn eftirsótta. Munurinn á liðunum á síðustu leiktíð var lítill sem enginn eins og áður kom fram. Þau gerðu jafntefli í viðureignum sín á milli og ef Breiðablik hefði nýtt eitt af fjöldanum öllum af færum sem liðið fékk gegn Þór/KA – þar sem Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður Þór/KA átti meðal annars eina af vörslum sumarsins – þá hefði það endað þannig að markatala hefði skorið úr um hvar Íslandsmeistaratitillinn hefði endað. Valur hafði betur í þeirri deild en liðið skoraði 65 mörk og fékk aðeins á sig 12. Blikar skoruðu á sama tíma „aðeins“ 54 mörk og fengu á sig 15. Voru þau einu lið deildarinnar sem skoruðu meira en 30 mörk. Þegar þremur umferðum er lokið stefnir aftur í að innbyrðis viðureignir skeri úr um hvar bikarinn endar. Bæði lið eru með fullt hús stiga, bæði lið hafa skorað 11 mörk, bæði lið hafa unnið einn leik 6-0 og lent í vandræðum gegn nýliðum – ef vandræði skyldi kalla. Valur vann Þrótt Reykjavík 2-1 í leik þar sem Íslandsmeistararnir réðu ferðinni frá A til Ö. Sömu sögu er að segja af leik Breiðabliks og FH. Þó Blikar hafi landað 3-0 sigri þá komu tvö markanna undir lok leiks. Eini munur liðanna að svo stöddu er að Blikar eiga enn eftir að fá á sig mark. Spurning er hvenær það gerist en varnarleikur liðsins hefur verið einkar öflugur undanfarin ár. Ofan á baráttu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn þá eru leikmenn liðanna í baráttu um markakóngstitilinn. Á síðustu leiktíð skoraði Berglind Björg Þorvaldsdóttir 16 mörk í liði Blika en sömu sögu er að segja af Hlín Eiríksdóttur og Elínu Mettu Jensen í liði Vals. Þá gerði Margrét Lára Viðarsdóttir 15 mörk fyrir Íslandsmeistarana en hún lagði skóna á hilluna í vetur. Berglind Björg verður í baráttunni um markadrottningatitilinn enn eitt árið.Vísir/Bára Sama er upp á teningnum í ár en Elín Metta er komin með fimm mörk nú þegar á meðan Berglind Björg og Hlín Eiríksdóttir eru báðar með fjögur mörk. Því miður þurfum við að bíða töluvert eftir uppgjöri þessara tveggja bestu liða landsins en þau mætast á Kópavogsvelli þann 21. júlí næstkomandi. Þá minnum við á Pepsi Max Mörkin í umsjá Helenu Ólafsdóttur klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport í kvöld en þar verður farið yfir allt það helsta sem gerðist í síðustu umferð Pepsi Max deildarinnar. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Valur Breiðablik Tengdar fréttir Hlín dregur þjálfarann fram úr rúminu eldsnemma: „Tilbúin að æfa endalaust“ „Hlín er einstakur leikmaður,“ segir Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Vals í fótbolta, um Hlín Eiríksdóttur sem skoraði þrennu í 6-0 sigrinum á Þór/KA í kvöld. 24. júní 2020 20:22 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór/KA 6-0 | Íslandsmeistararnir settu upp sýningu Þór/KA átti aldrei möguleika gegn Íslandsmeisturum Vals að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 6-0. 24. júní 2020 21:00 Berglind: Ætlum ekkert að fela það að við stefnum á titilinn Breiðablik valtaði yfir KR á Kópavogsvelli í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Lokatölur 6-0 fyrir Blikum en yfirburðirnir voru gríðarlegir. 23. júní 2020 21:35 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 6-0 | Breiðablik pakkaði KR saman á Kópavogsvelli KR átti aldrei möguleika á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 6-0 Breiðablik í vil. 23. júní 2020 22:15 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Síðasta sumar töpuðu hvorki Valur né Breiðablik leik í Pepsi Max deild kvenna. Munurinn á liðunum var sá að Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Þór/KA á Kópavogsvelli þann 1. ágúst. Höfðu nær allir spekingar landsins spáð því að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn yrði harðari í ár og deildin jafnari en áður. Nú þegar þrjár umferðir eru búnar virðist fátt geta komið í veg fyrir annað einvígi liðanna um titilinn eftirsótta. Munurinn á liðunum á síðustu leiktíð var lítill sem enginn eins og áður kom fram. Þau gerðu jafntefli í viðureignum sín á milli og ef Breiðablik hefði nýtt eitt af fjöldanum öllum af færum sem liðið fékk gegn Þór/KA – þar sem Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður Þór/KA átti meðal annars eina af vörslum sumarsins – þá hefði það endað þannig að markatala hefði skorið úr um hvar Íslandsmeistaratitillinn hefði endað. Valur hafði betur í þeirri deild en liðið skoraði 65 mörk og fékk aðeins á sig 12. Blikar skoruðu á sama tíma „aðeins“ 54 mörk og fengu á sig 15. Voru þau einu lið deildarinnar sem skoruðu meira en 30 mörk. Þegar þremur umferðum er lokið stefnir aftur í að innbyrðis viðureignir skeri úr um hvar bikarinn endar. Bæði lið eru með fullt hús stiga, bæði lið hafa skorað 11 mörk, bæði lið hafa unnið einn leik 6-0 og lent í vandræðum gegn nýliðum – ef vandræði skyldi kalla. Valur vann Þrótt Reykjavík 2-1 í leik þar sem Íslandsmeistararnir réðu ferðinni frá A til Ö. Sömu sögu er að segja af leik Breiðabliks og FH. Þó Blikar hafi landað 3-0 sigri þá komu tvö markanna undir lok leiks. Eini munur liðanna að svo stöddu er að Blikar eiga enn eftir að fá á sig mark. Spurning er hvenær það gerist en varnarleikur liðsins hefur verið einkar öflugur undanfarin ár. Ofan á baráttu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn þá eru leikmenn liðanna í baráttu um markakóngstitilinn. Á síðustu leiktíð skoraði Berglind Björg Þorvaldsdóttir 16 mörk í liði Blika en sömu sögu er að segja af Hlín Eiríksdóttur og Elínu Mettu Jensen í liði Vals. Þá gerði Margrét Lára Viðarsdóttir 15 mörk fyrir Íslandsmeistarana en hún lagði skóna á hilluna í vetur. Berglind Björg verður í baráttunni um markadrottningatitilinn enn eitt árið.Vísir/Bára Sama er upp á teningnum í ár en Elín Metta er komin með fimm mörk nú þegar á meðan Berglind Björg og Hlín Eiríksdóttir eru báðar með fjögur mörk. Því miður þurfum við að bíða töluvert eftir uppgjöri þessara tveggja bestu liða landsins en þau mætast á Kópavogsvelli þann 21. júlí næstkomandi. Þá minnum við á Pepsi Max Mörkin í umsjá Helenu Ólafsdóttur klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport í kvöld en þar verður farið yfir allt það helsta sem gerðist í síðustu umferð Pepsi Max deildarinnar.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Valur Breiðablik Tengdar fréttir Hlín dregur þjálfarann fram úr rúminu eldsnemma: „Tilbúin að æfa endalaust“ „Hlín er einstakur leikmaður,“ segir Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Vals í fótbolta, um Hlín Eiríksdóttur sem skoraði þrennu í 6-0 sigrinum á Þór/KA í kvöld. 24. júní 2020 20:22 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór/KA 6-0 | Íslandsmeistararnir settu upp sýningu Þór/KA átti aldrei möguleika gegn Íslandsmeisturum Vals að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 6-0. 24. júní 2020 21:00 Berglind: Ætlum ekkert að fela það að við stefnum á titilinn Breiðablik valtaði yfir KR á Kópavogsvelli í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Lokatölur 6-0 fyrir Blikum en yfirburðirnir voru gríðarlegir. 23. júní 2020 21:35 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 6-0 | Breiðablik pakkaði KR saman á Kópavogsvelli KR átti aldrei möguleika á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 6-0 Breiðablik í vil. 23. júní 2020 22:15 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Hlín dregur þjálfarann fram úr rúminu eldsnemma: „Tilbúin að æfa endalaust“ „Hlín er einstakur leikmaður,“ segir Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Vals í fótbolta, um Hlín Eiríksdóttur sem skoraði þrennu í 6-0 sigrinum á Þór/KA í kvöld. 24. júní 2020 20:22
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór/KA 6-0 | Íslandsmeistararnir settu upp sýningu Þór/KA átti aldrei möguleika gegn Íslandsmeisturum Vals að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 6-0. 24. júní 2020 21:00
Berglind: Ætlum ekkert að fela það að við stefnum á titilinn Breiðablik valtaði yfir KR á Kópavogsvelli í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Lokatölur 6-0 fyrir Blikum en yfirburðirnir voru gríðarlegir. 23. júní 2020 21:35
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 6-0 | Breiðablik pakkaði KR saman á Kópavogsvelli KR átti aldrei möguleika á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 6-0 Breiðablik í vil. 23. júní 2020 22:15