Stefnir í annað einvígi milli Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. júní 2020 14:00 Það stefnir í kapphlaup milli Breiðabliks og Vals um Íslandsmeistaratitilinn. Vísir/Daníel Síðasta sumar töpuðu hvorki Valur né Breiðablik leik í Pepsi Max deild kvenna. Munurinn á liðunum var sá að Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Þór/KA á Kópavogsvelli þann 1. ágúst. Höfðu nær allir spekingar landsins spáð því að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn yrði harðari í ár og deildin jafnari en áður. Nú þegar þrjár umferðir eru búnar virðist fátt geta komið í veg fyrir annað einvígi liðanna um titilinn eftirsótta. Munurinn á liðunum á síðustu leiktíð var lítill sem enginn eins og áður kom fram. Þau gerðu jafntefli í viðureignum sín á milli og ef Breiðablik hefði nýtt eitt af fjöldanum öllum af færum sem liðið fékk gegn Þór/KA – þar sem Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður Þór/KA átti meðal annars eina af vörslum sumarsins – þá hefði það endað þannig að markatala hefði skorið úr um hvar Íslandsmeistaratitillinn hefði endað. Valur hafði betur í þeirri deild en liðið skoraði 65 mörk og fékk aðeins á sig 12. Blikar skoruðu á sama tíma „aðeins“ 54 mörk og fengu á sig 15. Voru þau einu lið deildarinnar sem skoruðu meira en 30 mörk. Þegar þremur umferðum er lokið stefnir aftur í að innbyrðis viðureignir skeri úr um hvar bikarinn endar. Bæði lið eru með fullt hús stiga, bæði lið hafa skorað 11 mörk, bæði lið hafa unnið einn leik 6-0 og lent í vandræðum gegn nýliðum – ef vandræði skyldi kalla. Valur vann Þrótt Reykjavík 2-1 í leik þar sem Íslandsmeistararnir réðu ferðinni frá A til Ö. Sömu sögu er að segja af leik Breiðabliks og FH. Þó Blikar hafi landað 3-0 sigri þá komu tvö markanna undir lok leiks. Eini munur liðanna að svo stöddu er að Blikar eiga enn eftir að fá á sig mark. Spurning er hvenær það gerist en varnarleikur liðsins hefur verið einkar öflugur undanfarin ár. Ofan á baráttu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn þá eru leikmenn liðanna í baráttu um markakóngstitilinn. Á síðustu leiktíð skoraði Berglind Björg Þorvaldsdóttir 16 mörk í liði Blika en sömu sögu er að segja af Hlín Eiríksdóttur og Elínu Mettu Jensen í liði Vals. Þá gerði Margrét Lára Viðarsdóttir 15 mörk fyrir Íslandsmeistarana en hún lagði skóna á hilluna í vetur. Berglind Björg verður í baráttunni um markadrottningatitilinn enn eitt árið.Vísir/Bára Sama er upp á teningnum í ár en Elín Metta er komin með fimm mörk nú þegar á meðan Berglind Björg og Hlín Eiríksdóttir eru báðar með fjögur mörk. Því miður þurfum við að bíða töluvert eftir uppgjöri þessara tveggja bestu liða landsins en þau mætast á Kópavogsvelli þann 21. júlí næstkomandi. Þá minnum við á Pepsi Max Mörkin í umsjá Helenu Ólafsdóttur klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport í kvöld en þar verður farið yfir allt það helsta sem gerðist í síðustu umferð Pepsi Max deildarinnar. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Valur Breiðablik Tengdar fréttir Hlín dregur þjálfarann fram úr rúminu eldsnemma: „Tilbúin að æfa endalaust“ „Hlín er einstakur leikmaður,“ segir Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Vals í fótbolta, um Hlín Eiríksdóttur sem skoraði þrennu í 6-0 sigrinum á Þór/KA í kvöld. 24. júní 2020 20:22 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór/KA 6-0 | Íslandsmeistararnir settu upp sýningu Þór/KA átti aldrei möguleika gegn Íslandsmeisturum Vals að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 6-0. 24. júní 2020 21:00 Berglind: Ætlum ekkert að fela það að við stefnum á titilinn Breiðablik valtaði yfir KR á Kópavogsvelli í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Lokatölur 6-0 fyrir Blikum en yfirburðirnir voru gríðarlegir. 23. júní 2020 21:35 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 6-0 | Breiðablik pakkaði KR saman á Kópavogsvelli KR átti aldrei möguleika á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 6-0 Breiðablik í vil. 23. júní 2020 22:15 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Sjá meira
Síðasta sumar töpuðu hvorki Valur né Breiðablik leik í Pepsi Max deild kvenna. Munurinn á liðunum var sá að Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Þór/KA á Kópavogsvelli þann 1. ágúst. Höfðu nær allir spekingar landsins spáð því að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn yrði harðari í ár og deildin jafnari en áður. Nú þegar þrjár umferðir eru búnar virðist fátt geta komið í veg fyrir annað einvígi liðanna um titilinn eftirsótta. Munurinn á liðunum á síðustu leiktíð var lítill sem enginn eins og áður kom fram. Þau gerðu jafntefli í viðureignum sín á milli og ef Breiðablik hefði nýtt eitt af fjöldanum öllum af færum sem liðið fékk gegn Þór/KA – þar sem Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður Þór/KA átti meðal annars eina af vörslum sumarsins – þá hefði það endað þannig að markatala hefði skorið úr um hvar Íslandsmeistaratitillinn hefði endað. Valur hafði betur í þeirri deild en liðið skoraði 65 mörk og fékk aðeins á sig 12. Blikar skoruðu á sama tíma „aðeins“ 54 mörk og fengu á sig 15. Voru þau einu lið deildarinnar sem skoruðu meira en 30 mörk. Þegar þremur umferðum er lokið stefnir aftur í að innbyrðis viðureignir skeri úr um hvar bikarinn endar. Bæði lið eru með fullt hús stiga, bæði lið hafa skorað 11 mörk, bæði lið hafa unnið einn leik 6-0 og lent í vandræðum gegn nýliðum – ef vandræði skyldi kalla. Valur vann Þrótt Reykjavík 2-1 í leik þar sem Íslandsmeistararnir réðu ferðinni frá A til Ö. Sömu sögu er að segja af leik Breiðabliks og FH. Þó Blikar hafi landað 3-0 sigri þá komu tvö markanna undir lok leiks. Eini munur liðanna að svo stöddu er að Blikar eiga enn eftir að fá á sig mark. Spurning er hvenær það gerist en varnarleikur liðsins hefur verið einkar öflugur undanfarin ár. Ofan á baráttu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn þá eru leikmenn liðanna í baráttu um markakóngstitilinn. Á síðustu leiktíð skoraði Berglind Björg Þorvaldsdóttir 16 mörk í liði Blika en sömu sögu er að segja af Hlín Eiríksdóttur og Elínu Mettu Jensen í liði Vals. Þá gerði Margrét Lára Viðarsdóttir 15 mörk fyrir Íslandsmeistarana en hún lagði skóna á hilluna í vetur. Berglind Björg verður í baráttunni um markadrottningatitilinn enn eitt árið.Vísir/Bára Sama er upp á teningnum í ár en Elín Metta er komin með fimm mörk nú þegar á meðan Berglind Björg og Hlín Eiríksdóttir eru báðar með fjögur mörk. Því miður þurfum við að bíða töluvert eftir uppgjöri þessara tveggja bestu liða landsins en þau mætast á Kópavogsvelli þann 21. júlí næstkomandi. Þá minnum við á Pepsi Max Mörkin í umsjá Helenu Ólafsdóttur klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport í kvöld en þar verður farið yfir allt það helsta sem gerðist í síðustu umferð Pepsi Max deildarinnar.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Valur Breiðablik Tengdar fréttir Hlín dregur þjálfarann fram úr rúminu eldsnemma: „Tilbúin að æfa endalaust“ „Hlín er einstakur leikmaður,“ segir Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Vals í fótbolta, um Hlín Eiríksdóttur sem skoraði þrennu í 6-0 sigrinum á Þór/KA í kvöld. 24. júní 2020 20:22 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór/KA 6-0 | Íslandsmeistararnir settu upp sýningu Þór/KA átti aldrei möguleika gegn Íslandsmeisturum Vals að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 6-0. 24. júní 2020 21:00 Berglind: Ætlum ekkert að fela það að við stefnum á titilinn Breiðablik valtaði yfir KR á Kópavogsvelli í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Lokatölur 6-0 fyrir Blikum en yfirburðirnir voru gríðarlegir. 23. júní 2020 21:35 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 6-0 | Breiðablik pakkaði KR saman á Kópavogsvelli KR átti aldrei möguleika á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 6-0 Breiðablik í vil. 23. júní 2020 22:15 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Sjá meira
Hlín dregur þjálfarann fram úr rúminu eldsnemma: „Tilbúin að æfa endalaust“ „Hlín er einstakur leikmaður,“ segir Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Vals í fótbolta, um Hlín Eiríksdóttur sem skoraði þrennu í 6-0 sigrinum á Þór/KA í kvöld. 24. júní 2020 20:22
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór/KA 6-0 | Íslandsmeistararnir settu upp sýningu Þór/KA átti aldrei möguleika gegn Íslandsmeisturum Vals að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 6-0. 24. júní 2020 21:00
Berglind: Ætlum ekkert að fela það að við stefnum á titilinn Breiðablik valtaði yfir KR á Kópavogsvelli í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Lokatölur 6-0 fyrir Blikum en yfirburðirnir voru gríðarlegir. 23. júní 2020 21:35
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 6-0 | Breiðablik pakkaði KR saman á Kópavogsvelli KR átti aldrei möguleika á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 6-0 Breiðablik í vil. 23. júní 2020 22:15