Hoppaðu á ljósmæðra-vagninn Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar 25. júní 2020 07:00 Nú hringsólar um göturnar grænn strætisvagn skreyttur allsnöktum fæðandi konum, dularfullum höndum og slagorðinu „við tökum vel á móti þér“. En hvers vegna? Ár hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra Á síðasta þingi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, var helsta umræðuefnið hvernig hægt væri að bjarga lífum og stuðla að betri velferð kvenna og barna. Viðfangsefnið að þessu sinni var „gæða-ljósmæðraþjónusta“. Einnig ákvað WHO að tileinka hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum árið 2020 en þá eru einnig liðin 200 ár frá fæðingu Florence Nightingale, helsta frumkvöðul nútíma-hjúkrunarfræði . Með þessu vildi stofnunin vekja athygli á því hversu mikilvægu hlutverki hjúkrunarfræðingar og ljósmæður gegna í heilbrigðiskerfinu og samfélaginu í heild. WHO hefur áður hvatt þjóðir heimsins til að hámarka framlag þessara tveggja starfsstétta í samfélaginu, fjárfesta af meiri krafti í hjúkrun og tryggja þannig öllu fólki rétt til heilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags. Nú er því tilefni fyrir Ísland, sem og samfélög víða um heim, til að einbeita sér að því að veita vandaða hjúkrunar- og ljósmæðraþjónustu til allra kvenna, nýbura og fjölskyldna þeirra. Hvers vegna er ljósmæðraþjónusta mikilvæg? Ljósmæður eru ábyrgir fagaðilar sem sinna konum og fjölskyldum í gegnum allt barneignarferlið. Sérþekking þeirra snýr að eðlilegu ferli. Við búum svo vel hér á landi að ef konur eru heilbrigðar á meðgöngunni og eiga von á heilbrigðu barni, getur ljósmóðir verið eini fagaðilinn sem foreldrar hitta í gegnum allt ferlið. Ljósmæður líta á fæðingu barns í heiminn sem fjölskylduviðburð og eðlilegt ferli, þar til annað kemur í ljós. Þær hafa hins vegar þekkingu og reynslu til að koma auga á hið óeðlilega og blanda þá viðeigandi fagaðila í málið þegar þörf er á. Ljósmæður sinna einnig fræðslu og veita þjónustu tengda heilbrigði, kvenheilsu og kvenlíkamanum. Þær starfa hvar sem er, meðal annars í heimahúsum, úti í samfélaginu, á sjúkrahúsum, á einkastofum eða á heilsugæslustöðvum. Fleiri sjónarmið í mótun heilbrigðisstefnu Skapa þarf öflugan vettvang fyrir ljósmæður og hjúkrunarfræðinga til að taka þátt stefnumótun í heilbrigðisþjónustu. Rannsóknir sýna að þar sem ljósmæður sinna barneignarþjónustu dregur úr líkum á dánartíðni og sjúkdómum hjá móður og barni um rúm 80% og fyrirburafæðingum um 24%. Að auki eru fleiri konur með börn sín á brjósti þar sem ljósmæður veita umönnun, sálfélagsleg líðan kvenna er betri og inngrip í fæðingu eru færri, sérstaklega keisaraskurðir. Starf ljósmæðra er því óumdeilanlega mikilvægt fyrir velferð nýbura og kvenna en ungbarnadauði hérlendis er með þeim lægsta í heiminum. Af þessu tilefni vildi Ljósmæðrafélag Íslands nýta tækifærið, minna á sig og þannig ítreka mikilvægi ljósmæðraþjónustu hér á landi. Þrátt fyrir góðan árangur er alltaf hægt að gera betur. Höfundur er varaformaður Ljósmæðrafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Nú hringsólar um göturnar grænn strætisvagn skreyttur allsnöktum fæðandi konum, dularfullum höndum og slagorðinu „við tökum vel á móti þér“. En hvers vegna? Ár hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra Á síðasta þingi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, var helsta umræðuefnið hvernig hægt væri að bjarga lífum og stuðla að betri velferð kvenna og barna. Viðfangsefnið að þessu sinni var „gæða-ljósmæðraþjónusta“. Einnig ákvað WHO að tileinka hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum árið 2020 en þá eru einnig liðin 200 ár frá fæðingu Florence Nightingale, helsta frumkvöðul nútíma-hjúkrunarfræði . Með þessu vildi stofnunin vekja athygli á því hversu mikilvægu hlutverki hjúkrunarfræðingar og ljósmæður gegna í heilbrigðiskerfinu og samfélaginu í heild. WHO hefur áður hvatt þjóðir heimsins til að hámarka framlag þessara tveggja starfsstétta í samfélaginu, fjárfesta af meiri krafti í hjúkrun og tryggja þannig öllu fólki rétt til heilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags. Nú er því tilefni fyrir Ísland, sem og samfélög víða um heim, til að einbeita sér að því að veita vandaða hjúkrunar- og ljósmæðraþjónustu til allra kvenna, nýbura og fjölskyldna þeirra. Hvers vegna er ljósmæðraþjónusta mikilvæg? Ljósmæður eru ábyrgir fagaðilar sem sinna konum og fjölskyldum í gegnum allt barneignarferlið. Sérþekking þeirra snýr að eðlilegu ferli. Við búum svo vel hér á landi að ef konur eru heilbrigðar á meðgöngunni og eiga von á heilbrigðu barni, getur ljósmóðir verið eini fagaðilinn sem foreldrar hitta í gegnum allt ferlið. Ljósmæður líta á fæðingu barns í heiminn sem fjölskylduviðburð og eðlilegt ferli, þar til annað kemur í ljós. Þær hafa hins vegar þekkingu og reynslu til að koma auga á hið óeðlilega og blanda þá viðeigandi fagaðila í málið þegar þörf er á. Ljósmæður sinna einnig fræðslu og veita þjónustu tengda heilbrigði, kvenheilsu og kvenlíkamanum. Þær starfa hvar sem er, meðal annars í heimahúsum, úti í samfélaginu, á sjúkrahúsum, á einkastofum eða á heilsugæslustöðvum. Fleiri sjónarmið í mótun heilbrigðisstefnu Skapa þarf öflugan vettvang fyrir ljósmæður og hjúkrunarfræðinga til að taka þátt stefnumótun í heilbrigðisþjónustu. Rannsóknir sýna að þar sem ljósmæður sinna barneignarþjónustu dregur úr líkum á dánartíðni og sjúkdómum hjá móður og barni um rúm 80% og fyrirburafæðingum um 24%. Að auki eru fleiri konur með börn sín á brjósti þar sem ljósmæður veita umönnun, sálfélagsleg líðan kvenna er betri og inngrip í fæðingu eru færri, sérstaklega keisaraskurðir. Starf ljósmæðra er því óumdeilanlega mikilvægt fyrir velferð nýbura og kvenna en ungbarnadauði hérlendis er með þeim lægsta í heiminum. Af þessu tilefni vildi Ljósmæðrafélag Íslands nýta tækifærið, minna á sig og þannig ítreka mikilvægi ljósmæðraþjónustu hér á landi. Þrátt fyrir góðan árangur er alltaf hægt að gera betur. Höfundur er varaformaður Ljósmæðrafélags Íslands.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun